Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
Ótrúlegar fréttir af átroðslu fullveldis.
6.3.2014 | 08:24
Á sama tíma og í ljós kemur að á bak við meint ódæði Janúkovitsjs standa EU dindlarnir Klitsjkó og Tímósjenkó, heldur EU áfram verkefni sínu að þjarma að Rússlandi og lýðræðinu í Úkraínu. Hver er það í raun sem fótum treður fullveldi Úkraínu? Er það EU sem hefur látið fé streyma til stjórnarandstæðinga?
Enn er ekki komin frétt um það inn á mbl.is 08:20 hvernig málin voru í raun. Hinsvegar stendur gamla RÚV sig:
Grunur leikur á að leyniskyttur sem myrtu tugi manna í Kænugarði á dögunum hafi verið á snærum stjórnarandstæðinga, ekki Janukovitsj forseta. Þetta kemur fram í hljóðupptöku af samtali utanríkisráðherra Eistlands og utanríkismálastjóra ESB
Ekki færri en sjötíu létu lífið í ofbeldisverkum á Maidan-torgi fyrir um hálfum mánuði, margir féllu fyrir hendi leyniskyttna. Á Vesturlöndum var Janukovitsj og bandamönnum hans kennt um ódæðin og hann var hrakinn frá völdum sólarhringum síðar.
Í hljóðupptöku af símtali Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands og Catherine Ashton, utanríkismálastjóra ESB, frá 26. febrúar og lekið var á Youtube í dag, kemur fram dálítið önnur útgáfa af þessum hildarleik.
Upprunalega Youtube myndbandið sem var lekið (Youtube-leaks) það þarf að skrá sig inn til áhorfs.
Fullveldi Úkraínu fótum troðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gleðilegt en ...
23.2.2014 | 19:28
Geymt en ekki gleymt.
http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/12/11/sakar-forsaetisradherra-um-ad-hafa-reynt-ad-villa-um-fyrir-thinginu/
Viðskiptablaðið: Falla kannski frá lækkun hæstu barnabóta
http://blog.pressan.is/stefano/2013/12/11/litid-stutt-vid-barnafjolskyldur-a-islandi/
Rannsóknarritgerð: 4.000 barnafjölskyldur í vanda
Hverju nýfæddu barni fagnað með lófataki í bæjarstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Andri Snær flottur
31.1.2014 | 08:04
... ekkert meira um það að segja nema náttúrulega að það sé frábært að höfundum af hans kalíberi sé gert kleyft að sinna ritstörfum af fullum krafti. Mikilvægt að rödd eins og hans fái að heyrast.
Ég þarf síðan að skoða Guðbjörgu...
Hlutu bókmenntaverðlaun Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hjálpumst að - blikkum´ann!!!
20.1.2014 | 21:42
En hvort heldur er - hér getum við sem keyrum axlað sameiginlega ábyrgð og blikkað þá ökumenn sem ekki hafa ljósabúnaðinn í lagi - þannig fá þeir þó allavega að vita af því. Hvort eitthvað breytist síðan í kjölfarið er annað mál - viðkomandi ökumaður veit þó í öllu falli af vandanum.
Eineygðum fækkar milli ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað er satt?
18.12.2013 | 10:51
Nú er það staðreynd að margir hafa rannsakað þessa geislun og sýnist sitt hverjum.
Hvernig ber okkum sem neytendum að bregðast við því að margar kannanir sýni eitt og aðrar annað?
Og hvernig ber okkur neytendum að bregðast við því að fjölmiðlar birti bara eitt en ekki annað?
Og hvernig ber okkur neytendaræflunum að bregðast við því ef í ljós kemur að sterkir fjármagnseigendur sem eiga mikið í húfi hafa tengsl bæði við farsímafyrirtækin og rannsóknarfyrirtækin?
Nú er þessi Mbl. grein óttalega ruglingsleg.
Staðreynd er að WHO hefur sett farsímageislun í flokk með efnum eins og asbesti. Og samt er engin hætta af neinu?
Mikil gegnrýni hefur verið á það hve viðmiðunarmörkin eru há og í samvirkum tengslum við efnahagslífið. Engin stöðlunarskrifstofa ákvarðar viðmiðunarmörk með það fyrir augum að vernda gegn langtíma virkni á heilsuna, eins og mögulegri krabbameinsáhættu. Það er enginn öryggismörk fyrir geislun í börnum enda þótt bæði sé vitað að þau sé næmari fyrir geislunini og efnahagslífið bókstaflega byggi upp á afþreyingarhlutum með gagnvirku netsambandi (geislandi). Líka eru þrátt fyrir þetta sett upp þrálaus net í fjölmörgum skólum.
Mín tilfinning er sú að iðnaðurinn hafi lítinn áhuga á að halda fólki heilbrigðu. Hinsvegar eru þeir farnir að verja eigin hagsmuni - sbr. stendur orðið aftan á Apple-símunum að það eigi að halda símanum 15 mm frá líkamanum. Af hverju?
Ég hvet fólk sem hefur áhuga á þessu að setja sig t.d. í samband við félög geislaskaðaðra, hér á landi er eitt sem heitir Geislabjörg. Þetta fólk hefur talsvert aðra sögu að segja en Mbl.
Farsímarnir ekki skaðlegir heilsu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hesma þúsma mesma
12.12.2013 | 21:52
Og réttlætið það sigraði að lokum og bankinn endurheimti fé.
eða er það bara í bíómyndum og -lögum?
Við vonum það besta
Dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hver setur læknavísindunum aðhald?
12.12.2013 | 07:54
Það er til margar ljótar sögur af heiminum á bak við læknavísindin - . Þar virðist allskyns spilling grassera, kaup og sala á líkamshlutum viðgangast með samþykki lækna og yfirlækna. Mikilvægt er að við vitum hvað við viljum og sjáum til þess að löggjafinn virði það.
Hér að neðan nokkrar staðreyndir um líffæragjöf (andstæðan við líffæraþjófnað).
Við regluna um ætlaða neitun verður líffæragjafinn að hafa samþykkt líffæratöku í lifandi lífi. Liggi ekkert samþykki fyrir geta aðstandendur tekið ákvörðun byggða á meintri skoðun þess sem liggur fyrir dauðanum. Þessi regla er í gildi í Danmörku, Þýskalandi, Grikklandi, Bretlandi, Írlandi, Íslandi, Litháen, Möltu, Hollandi, Rúmeníu, Sviss og Tyrklandi.
Við regluna um ætlað samþykki verður hinn deyjandi að líffæragjafa nema hann hafi andmælt líffæratöku ótvírætt meðan á lífi. Aðstandendur hafa engan andmælarétt við þessa reglugerð. Þessi regla er í gildi í Ítalíu, Lúxemburg, Austurríki, Póllandi, Portúgal, Slóvakíu, Slóveníu, Spáni, 
Tékklandi og Ungverjalandi. Í Belgíu, Finnlandi, Noregi og Rússlandi hafa aðstandendur þó rétt til andmæla. Í Búlgaríu er ekki einu sinni reglan um ætlað samþykki í gildi. Þar gildir alltaf hin svonefnda neyðarregla. Þá má fjarlægja það sem þörf er á hverju sinni.
Veit einhver hvernig frumvarpið á Alþingi stendur, hvort Ísland taki upp regluna um ætlað samþykki?
Fengu ekki rétt hjarta eftir krufningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Misskilningur Dags Gnarr
28.9.2013 | 14:05
Mesti misskilningur Dags Gnarr virðist í þessu máli vera að gangbrautin eigi að tákna litríki Reykjavíkur. Auðvitað er hér um að ræða ögrandi gjörning þar sem Reykjavíkurborg tekur afstöðu með mannréttindahátíðinni Glæstum Vonum og gegn Guðsréttindahátíðinni Hátíð Vonar. Markmiðið virðist mér að fólk á leið á Hátíð Vonar gangi eftir regnbogabrautinni á leið sinni á hátíðina. Svona svipað og þegar konungur var látinn beygja sig undir Hvítbláinn í kjölfar fánamálsins 1913.
Ég spyr mig hvort þetta sé verkefni stjórnvalda gegn erlendum gestum - hvaða skoðanir sem þeir kunna að hafa? Og jafnvel þótt Gnarr sé yfirlýstur andstæðingur trúarinnar (og hafi sent páfa bréf á latínu og allt) - sæmir þetta kjörnum fulltrúum borgarinnar? Og hvað með mannréttindi Guðsbarnanna - af hverju eiga þau að víkja fyrir mannréttindum fylgismanna samkynhneigðra?
Regnbogabrautin lögð á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimafæðingar frábærar
23.9.2013 | 21:27
Alveg er það nú ótrúlegt þetta horn sem læknisfræðin hefur í síðu heimafæðinga og starfs ljósmæðra almennt. Öll börnin mín nema það fyrsta hafa fæðst heima. Allar skoðanir höfðu verið framkvæmdar á spítalanum og allt lá nokkuð ljóst fyrir. Deyfð ljós, kerti og róleg stemning, tvær ljósmæður sem höfðu gefið sér tíma og kunnu þá list að taka sig til baka þegar aðstæður kröfðust. Voru samt alltaf til staðar. Kann þessari starfsstétt bestu þakkir fyrir.
Annars er samanburður hæpinn við USA, hér er allt annað heilbrigðiskerfi en þar, ljósmæður hafa betra og mikilvægara nám að baki og eru í allt öðru samstarfi við fæðingardeildir en í Bandaríkjunum. Síðan eru fjarlægðir ennþá miklu styttri á sjúkrahús hérlendis en ytra - ef eitthvað ófyrirséð kemur upp. Í raun jafn stuttar og innan illmannaðra og oftroðinna sjúkrastofnana. Umræðan á Suðurlandi litast af ótta við enn frekari niðurskurð til heilbrigðisráðuneytið svo allir sunnlendingar þurfi að sækja t.d. fæðingarþjónustu til höfuðborgarsvæðisins. Vona samt almennt fyrir heilsugæslu og læknisþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins að ekkert verði af fyrirhuguðu hátæknisjúkrahúsi.
Hvet síðan alla verðandi foreldra til að taka reynslu framyfir menntun og tala við ljósmæður um fæðingar frekar en lækna .
Segja heimafæðingar áhættusamari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt 25.9.2013 kl. 08:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frábært framtak
18.8.2013 | 17:29
Þetta væri ég til í að styrkja. Á einmitt $100 á vísum stað einmitt fyrir svona dæmi.
https://www.indiegogo.com/projects/mailpile-taking-e-mail-back/contributions/new
Samt langar mig svoldið í bol
Íslenskur hugbúnaður fyrir friðhelgi einkalífs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |