Færsluflokkur: Kvikmyndir

Úkraína í logum

Ukraine On FireVar að horfa á gríðarlega áhugaverða heimildarmynd sem fjallar um átökin í Úkraínu og er að því leiti áhugaverðari en margar aðrar að hún virðist vera samstarfsverkefni milli USA, Rússlands og Úkraínu.  Framleiðaindinn er gamla brýnið Oliver Stone sem hefur lengi verið að snerta á verkefnum sem enginn annar þorir að taka á.  Guantanamo, Snowden, Wall Street, World Trade Center og Nixon svo eitthvað sé nefnt.

Myndin er mikill áfellisdómur um þátt vestrænna fjölmiðla sem eiga að hafa æst upp átökin með einhliða umfjöllun sinni um átökin.  Skylduáhorf allra sem hafa áhuga á átökum öxulveldanna og friði í heiminum.  Fyrir áhugasama er hérna líka slóðin inn á myndina hjá Vimeo.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband