Færsluflokkur: Sveitarstjórnarkosningar

#égstyðljósmæður

Ljósmæður hafa tekið á móti öllum mínum börnum, það elsta fæddist á Eiríksgötunni og öll hin heima.  Á þessar stétt meira að þakka en flestum öðrum.  Verð líka að bæta því að enda þótt ég gleðjist yfir stuðningi Læknafélagsins við málstað ljósmæðra, stafar vandi ljósmæðranna m.a. af oftrú samfélagsins á læknum og vélunum þeirra sem segja ping. 


mbl.is Stjórn Læknafélagsins styður ljósmæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boltinn að rúlla

Já, nú fer boltinn að rúlla fyrir Miðflokknum.  Veit ekki til að Geir hafi verið orðaður við stjórnmál utan KSÍ.  Síðan var hann jú framhaldsskólakennari með raungreinaáherslu.  Verður spennandi að fyljgast hverju reikningshausinn með íþróttirnar í blóðinu fær framgengt í þessu gamla D-sveitarfélagi.


mbl.is Geir oddviti Miðflokksins í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meint grímuleysi kennara og Framsóknarflokkurinn

Þrátt fyrir hjarðhegðun hópa og þá eru kennarar sjálfsagt ekki undanskildir, er það heldur undarlegt að Ólafur skuli láta sér detta í hug að kennarar séu þess ekki megnugir að fatta sjálfir hvílíkum brauðmolum var hent til þeirra í samningnum.  Ræddi á dögunum við Samfylkingarmann og Sjálfstæðismann sem báðir eru kennarar (eða voru það kennarar sem kjósa flokkana?) og báðir úttöluðu sig gegn samningnum.  Grímulaust.

Ætli þetta tengist ekki frekar því sama og gerist hjá VR og Eflingu, að tími er kominn á gömlu brýnin?


mbl.is „Blaut þriggja prósentu tuska“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjörsókn 33,5 prósent

Þýðir ekki kjör­sókn upp á 33,55%: who cares?  Ef einungis þriðjungur félagsmanna nennir að spá í þessu, er þá ekki komið ´jæja´ á Samfó?


mbl.is Heiða fær annað sæti og Skúli það þriðja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningafrumvarp Pírata

Jæja, byrjar nú kosningaslagurinn fyrir alvöru hjá Pírötum :-)  Þeir þekkja sína heimamenn.


mbl.is Vilja afnema lög um kirkjulóðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband