Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Barnabætur í Þýskalandi

Þar sem ég þekki til í Hamburg, Þýskalandi fletti ég snöggvast upp hjá þeim hvernig þeir haga málum. Einhver munur getur verið milli Bundeslandanna. 

Við fæðingu barns er hægt að sækja um foreldrafé sem er að jafnaði 67% (65-100%) af fullum nettólaunum. Það er að lámarki €300 (íkr 38.337) og hámarki €1800 (230.022) og fæst fyrstu 14 mánuðina eftir fæðingu. Allskonar aukagreiðslur auka foreldrum möguleikann að vinna hlutastarf.

Að auki eru barnapeningar mánaðarlega greiddir, €192 (íkr. 23.536) fyrir hvert barn, einhver hækkun er fyrir hvert barn eftir 3. barni.

Þannig fær barnafólk að minnsta kosti kr. 61.837 fyrsta árið til að auðvelda þeim barnsburðinn.

Þetta er vel að merkja greiðslur frá hinu opinbera, ekki það sem hver og einn þiggur frá sínum vinnuveitanda vegna lögbundins fæðingarorlofs.


Frábær strákur

Einmitt svona nokkuð langar mann til að fermingin tilvirki: að horfa útyfir eigin langanir og sjá heiminn í stærra og víðara ljósi.  Ég tek ofan fyrir Viktor Andra Hermannssyni og þér Hermann: hans hegðun er þér og þínu uppeldi til sóma.
Gangi ykkur áfram sem allrabest


mbl.is Gaf allan fermingarpeninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband