Færsluflokkur: Menning og listir

Hressandi listrýni

Hvað maður getur nú verið feginn því að loksins sé komin upp gagnrýnin umræða um myndlist í opinberu rými.  Að loðmullunum sé ekki látinn vetvangurinn eftir.  Sú var tíð þegar var rifist um myndlist, hún hafði ´relevans´ í umræðunni enda tók fyrir áþreifanleg málefni.  Ég fagna því að þessi tími virðist kominn aftur, allavega hvað þetta varðar. 

Fannst þetta nú alltaf frekar slappur skúlptúr, margt sem Hulda hefur gert sem var miklu betra.  Finnst samt mjög eðlilegt að héðan í frá verði minnisvarðinn vaktaður rafrænt, gæti undirstrikað á áhrifamikinn máta eftirlitshlutverk NATO.  Þyrfti þá reyndar að vera tengt sjálfvirku refsikerfi sem beindist gegn þeim sem litu merkið hornauga.


mbl.is Skemmdarverk unnin á minnisvarða NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tungumálið burðargrind hugsunar

Tungumálið heldur utan um hugsunina og veitir henni brautargengi. Það sem hægt er að tjá með orðum er orðið áþreifanlegt og hægt að deila milli fólk sem skilur sama tungumál. Það gerir tungumálið einstætt og ofar öllum öðrum tjámiðlum. Tungumálið er því forsenda og útgangspunktur fyrir allt annað. Engin angi tjáskipta getur gert þessa kröfu, hvorki myndlist, tónlist, leiklist né nokkur annar frjóangi menningar. Þegar skilningur á tungumálinu dvínar, minnkar líka geta til tjá- og samskipta.

Því held ég að Sigríður þessi sé trítlandi á glapstigum og leitt að fræðimennirnir sjái ekki hnignun Íslenskunnar sem vandamál hugsunar. Nú fækkar þeim bókum hratt sem hægt er að bjóða nemendum í 10. bekk til lesturs. Fornbókmenntirnar eru að hverfa, t.d. Gísla saga Súrsonar, sem og bækur Halldórs Laxness. Gamall íslenskukennari sagði við mig í vetur stynjandi: Kennarnir skilja bækurnar varla sjálfir. #endurmenntunkennara?

Nú er ég mjög hrifinn af þeim blæbrigðum sem íslensk tunga býður uppá, tel þann dag góðan sem ég læri nýtt orð eða orðatiltæki.  Þarf þó sífellt að fletta upp hvernig þetta og hitt orðið er skrifað rétt. Á ennþá orðabók Menningarsjóðs sem ég fékk í fermingargjöf uppi í hillu, og nota hana óspart. Les daglega lengur eða skemur á einhverju þeirra tungumála sem hef vald á en kem alltaf til baka til þess grunns sem ég hef aflað mér á Íslensku.

Leitt þegar prófessorar í Íslensku hafa gefist upp á að sinna starfanum sínum. Spurning hvort þeir hugsi sér ekki í átt að Hólavallagarðinum og rými stöður sínar fyrir öðrum og yngri eldhugum.


mbl.is Yngra fólkið kýs ensku umfram íslensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

kúltúr og cash

Ég var viðskiptavinur Sparisjóðs Vestmannaeyja og lenti inni í Landsbankanum þegar sparisjóðurinn lagðist á hliðina.  Fór óhress með efasemdir mínar um ´Björgúlfsbanka´ og ´hrunadansbanka´ til kunningjakonu minnar í bankanum sem kontraði efa minn með því að benda ljúflega á að þetta væri nú eini ríkisbankinn.  Væri þannig í höndum þjóðarinnar ólíkt semkeppnisaðilunum sem eru þegar farnir að færa sig hratt uppá 2007 skaftið að nýju með bónusgreiðslum og sömu söluhvetjandi ferlunum sem svæfðu siðgæðið hvað hraðast í bólunni fyrir kreppu.
Ekki svo að skilja að ég hafi haldið Landsbankann undir stjórn Steinþórs og same-old vera krosstré, en nú virðast vera komnir sjáanlegir þverbrestir í þá spýtu.  Hrokinn er í því fólginn að detta í hug að peningastofnun í eigu þjóðarinnar (og vel að merkja peningastofnun sem er í hugum allra sem eiga sér minni sem nær lengra en 7-8 ár aftur, tengd „óráðssíu, glæframennsku og flottræfislhætti“ eins og Elliði segir réttilega) eigi að vera á langbestu og dýrustu lóð á Íslandi, gnæfandi yfir miðbæinn og höfnina, Hörpunni til höfuðs.  Og helst stærri en Seðlabankinn. 

Og hver eru skilaboðin til okkar?  Kúnnanna og þjóðarinnar?


Það er hinsvegar verst að nú get ég illa hótað því að flytja mín viðskipti annað, það er búið að útrýma allri samkeppni á bankamarkaðnum.  Ég batt lengi vonir við Sparibankann hans Ingólfs en nú virðist fokið í flest skjól.

Hvernig stóð á því annars að bara Elliði af öllum fulltrúum hluthafa gerði athugasemdir?  Stóð hinum á sama eða fjallaði Mbl.is ekki um þá?  Hver er fulltrúi þjóðarinnar á hlutahafafundi Landsbankans?

 

mbl.is Engin „flottræfilshöll“ við Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband