Opið bréf til Amnesty International

Þótt bloggið sé ekki í lóðbeinu framhaldi af fréttinni læt ég slag standa:

OPIÐ BRÉF TIL AMNESTY INTERNATIONAL
(
líka sent beint til þeirra)

Sent í kjölfar undirskriftaákalls þeirra dags 6.3.2020, einungis 3 dögum eftir aftökuna á Íranska generálnum Qasem Soleimani.

Úr ákallinu: „Skrifaðu undir núna og kallaðu eftir því að íslensk stjórnvöld veki athygli á stöðu mannréttinda í Íran og krefjist aðgerða á alþjóðavettvangi.“

Óskaplega er ég hissa á þessum eilífa undirlægjuhætti ykkar gagnvart Bandaríkjunum. Þegar mannréttindabrot eru framin um gjörvalla heimsbyggðina, set ég stórt spurningarmerki við þá pólitísku réttlætingu og kattarþvott sem þetta síðasta aðgerðaákall Amnesty hefur í för með sér.

Þegar ákvörðun Bandaríkjaforseta að beita dróna (fjarstýrðum leynimorðingja) til að taka háttsettan herforingja erlends ríkis af lífi ógnar hnattrænum friði - eruð þið ykkur meðvituð um þann pól sem þið takið í hæðina með aðgerðarákalli ykkar?

-Hvaða kröfu gerir Amnesty gagnvart aðalatriðum í samskiptum sjálfstæðra ríkja? Augljóst er að mannréttindi eru brotin víða á vesturlöndum, þ.m.t. í USA, svo eðliegt er að spyrja hvaða utanríkispólitík samtökin fylgi?  M.ö.o. hvernig sé forgangsraðað í aðgerðaákalli samtakanna.

-Þykir ykkur eins og USA í góðu lagi að leika löggjafa, dómsvald og framkvæmdavald í málum annarra ríkja með svo afgerandi hætti sem varð í Íran? (Ég fordæmi írönsk stjórnvöld fyrir allskyns mannréttindabrot, EN sný samt ekki blinda auganu að þessu enn stærra vandamáli sem snertir alla heimsbyggðina, þessum RISAVAXNA bleika fíl sem troðfyllir stofuna.)

-Þykir ykkur e.t.v tilgangurinn helga meðalið þegar USA finnst það fullkomlega réttlætanlegt að senda dróna til að sprengja fólk í heimalandi sínu, eins og gerðist þegar þeir tóku Soleimani af lífi þann 3.1.2020?


Að lokum bið ég ykkur þess að taka mig út af póstlistanum ykkar.


mbl.is Viss um að Íranar muni ráðast á bandaríska hermenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Ragnar, afskaplega er lítið vit í þessum skrifum þínum. Held að þú ættir að hafa þetta rugl fyrir þig sem og Evil Sasek ruglið.

Jón Viðar Þorsateinsson (IP-tala skráð) 7.1.2020 kl. 18:03

2 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Ævinlega gaman að heyra frá þér, hvernig hafa konan og börnin það?
Ég fagna alltaf umræðunni, því finnst mér það leitt að þú komir svona neikvæður en styðja um leið mál þitt engum rökum.  Við getum alveg haft ólíkar skoðanir og hlustað hvor á annan.  Kannski kemur m.a.s. ýmislegt þér á óvart.

Ragnar Kristján Gestsson, 7.1.2020 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband