Færsluflokkur: Mannréttindi

#égstyðljósmæður

Ljósmæður hafa tekið á móti öllum mínum börnum, það elsta fæddist á Eiríksgötunni og öll hin heima.  Á þessar stétt meira að þakka en flestum öðrum.  Verð líka að bæta því að enda þótt ég gleðjist yfir stuðningi Læknafélagsins við málstað ljósmæðra, stafar vandi ljósmæðranna m.a. af oftrú samfélagsins á læknum og vélunum þeirra sem segja ping. 


mbl.is Stjórn Læknafélagsins styður ljósmæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kurteis varnarviðbrögð

Ég held að enginn hafi farið varhluta af þeim góðu og áhugaverðu hlutum sem #metoo hefur haft í för með sér. Allskyns hlutir hristir upp á yfirborðið og allt mundar þetta í átt að betri heimi fyrir bæði kynin. Nýjast af Nobelsnefndinni (var annars að endurlesa Nóbelskvæði eftir Þórarinn Eldjárn - mikið skáld er maðurinn). En einhverstaðar þykir mér þessar galdrabrennur orðnar þreytandi. Nú skal leitað áratugi aftur að flekklausum kandídötum. En allt þetta kom upp fyrir kosningu Ragnars Þórs. En ´jafnréttis´fulltrúinn (forkonan) er ósáttur. Kannski við kyn Ragnars? Læðist að grunurinn hvort eitthvað annað ´agenda´ sé í gangi.

Ég kaus hann á grundvelli yfirburða sinna umfram aðra frambjóðendur, til að sinna starfi sínu sem fulltrúi kennara. Ég kaus líka Önnu Maríu á sömu forsendum. Ég hef kynnst báðum lítillega og treysti bæði þeim kynnum og því orðspori sem af þeim fer, fyrir atkvæði mínu. Ég er ekki kunnugur æsku þeirra og uppvexti, þekki ekki mataræði né útivistarpælingar þeirra, veit ekki um hobbý né uppáhalds rithöfund (fyrrnefndur Þórarinn er ofarlega hjá mér). Veit ekki einusinni hvort þau eru á sakaskrá. En ég treysti þeim báðum til að leiða kennarastéttina á betri stað, með eða án mín.


mbl.is Áskorun til Ragnars á þingi kennara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Facebook og Zuckerberg

Mjög áhugaverður er TED fyrirlesturinnar hennar Zeynep Tufekci sem má finna hérna:

https://www.ted.com/speakers/zeynep_tufekci  og sérstaklega hérna

https://www.ted.com/talks/zeynep_tufekci_we_re_building_a_dystopia_just_to_make_people_click_on_ads

Zeynep er mjög merkilegur tækni-samfélagsfræðingur (Techno-sociologist) og hefur fjallað um hvernig samfélögin okkar breytast með tilkomu algorythma og þessa stafræna umhverfis.  Hvet alla áhugasama um upplýsingasamfélag og eftirlit til að mynda ykkur skoðun á henni.

 


mbl.is Biðst afsökunar í heilsíðuauglýsingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hressandi listrýni

Hvað maður getur nú verið feginn því að loksins sé komin upp gagnrýnin umræða um myndlist í opinberu rými.  Að loðmullunum sé ekki látinn vetvangurinn eftir.  Sú var tíð þegar var rifist um myndlist, hún hafði ´relevans´ í umræðunni enda tók fyrir áþreifanleg málefni.  Ég fagna því að þessi tími virðist kominn aftur, allavega hvað þetta varðar. 

Fannst þetta nú alltaf frekar slappur skúlptúr, margt sem Hulda hefur gert sem var miklu betra.  Finnst samt mjög eðlilegt að héðan í frá verði minnisvarðinn vaktaður rafrænt, gæti undirstrikað á áhrifamikinn máta eftirlitshlutverk NATO.  Þyrfti þá reyndar að vera tengt sjálfvirku refsikerfi sem beindist gegn þeim sem litu merkið hornauga.


mbl.is Skemmdarverk unnin á minnisvarða NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Angar klámvæðingarinnar

Já Kolbrún, en þetta er ekki vel einhlítt. Sonur minn er á 1. ári í framhaldsskóla og læknanemahópur frá Ástráði kom í heimsókn og sýndi efni sem honum þótti klámfengið. Þar hefði fyrirlesarinn lofað klámáhorf og sagst horfa drjúgt á það sjálfur. Tjáði sig um mikilvægi þess í þroskaferli ungmenna. Stemningin yfir "kynfræðslunni" var öll á þann dúrinn að syni mínum ofbauð svo að hann stóð upp og kvaddi. Kvartaði síðan til skólastjóra. Í bréfaskriftum sem fylgdu milli mín og skólastjórans ræddi hann um særða blygðunarkennd og afar misjöfn viðmið fólks.  Breytti þar engu um að kennarar hefðu yfirgefið stofuna svo enginn starfsmaður skólans vissi hvað hefði gengið á.
Auðvitað er þetta samfélagslegur sjúkdómur sem hittir okkur öll fyrir, án tillits til þess hvort maður er klám "neytandi" eða "neitandi". menn sem konur og ekki annað í boði að berjast gegn þessu. Hér snýst þetta ekki um neitt annað en virðingu sem við VERÐUM að hafa hvert fyrir öðru.


mbl.is Drengir yngri en 11 ára horfa á klám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabanki Bandaríkjanna

Þarna kemur Prabhu að mjög áhugaverðu máli, hver á seðlabanka BandaríkjannaOg hver stendur á bak við hann?

Although an instrument of the U.S. Government, the Federal Reserve System considers itself "an independent central bank because its monetary policy decisions do not have to be approved by the President or anyone else in the executive or legislative branches of government, it does not receive funding appropriated by the Congress, and the terms of the members of the Board of Governors span multiple presidential and congressional terms."

Heilt yfir virðist bankinn vera í einkaeigu bankastjórar kosnir af hluthöfum.  Það býður uppá marga fleti og hafa ótal greinar og bækur verið skrifaðar af gagnrýnendum þessa skipulags.

Líklega er því frekar ólíklegt að fjármálastjóri VISA láti hafa eftir sér eitthvað jákvætt um bitcoin. Nú eða eitthvað sem dregur úr notkun þess fjármagns sem rennur í gegnum fyrirtækið hans.

Nokkrar slóðir sem fást við að leita eftir ´federal reserve criticism´.

https://rationalwiki.org/wiki/Federal_Reserve

https://www.nytimes.com/2015/12/08/business/dealbook/economists-criticism-of-federal-reserve-policies-gains-ground.html

https://en.wikipedia.org/wiki/Criticism_of_the_Federal_Reserve#Private_ownership_or_control


mbl.is Stjórnandi hjá Visa vegur að bitcoin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andstaða Siðmenntar við trúarbrögð

Kemur svosem engum á óvart að Siðmennt sé á móti þessu. Enda yfirlýst stefna þeirra að útrýma trúarbrögðum með þeim táknum og sérkennum sem innan þeirra lifa. Mörg þessara sérkenna eru reyndar mannfjandsamleg (umskurður stúlkna) en önnur á borð við umskurð drengja eru frekar til þess fallinn að bæta líf. En að börn séu beitt “alvarlegu og óafturkræfu inngripi” er ekkert nýtt, þau þurfa að sætta sig við ýmislegt áður en þau verða lögráða. Í mörgum tilvikum lenda þau í nef- og hálskirtlatöku, botnlangatöku, (hvað fleira á heima hérna ...?) svo eitthvað sé nefnt.
Finnst mjög umhugsunarvert að Siðmennt sjái engan mun á umskurði drengja og stúlkna og að félagið leggi þetta að jöfnu.


mbl.is Siðmennt styður bann við umskurði drengja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úkraína í logum

Ukraine On FireVar að horfa á gríðarlega áhugaverða heimildarmynd sem fjallar um átökin í Úkraínu og er að því leiti áhugaverðari en margar aðrar að hún virðist vera samstarfsverkefni milli USA, Rússlands og Úkraínu.  Framleiðaindinn er gamla brýnið Oliver Stone sem hefur lengi verið að snerta á verkefnum sem enginn annar þorir að taka á.  Guantanamo, Snowden, Wall Street, World Trade Center og Nixon svo eitthvað sé nefnt.

Myndin er mikill áfellisdómur um þátt vestrænna fjölmiðla sem eiga að hafa æst upp átökin með einhliða umfjöllun sinni um átökin.  Skylduáhorf allra sem hafa áhuga á átökum öxulveldanna og friði í heiminum.  Fyrir áhugasama er hérna líka slóðin inn á myndina hjá Vimeo.

 


Barnanauðgarinn Kinsey

Sem stendur er verið að vinna námsefni í nafni kynfræðslu, réttinda barna eða kynhneygðar í skólum. Þetta námsefni snýr að forvörnum og snemmkynfræðslu barnsins og gerir það að skyldunámsefni í skólum! En í raun réttri grafa hér stjórnvöld undan kynuppeldinu.
Þetta hófst ekki í gær heldur á sér langan og alþjóðlegan aðdraganda.
Upphafið að öllu þessu var útfært og innleitt í smáatriðum árið 1938 í Bandaríkjunum af kynjafræðingnum Alfred C. Kinsey.
Alfred Kinsey er gjarnan nefndur "mikilvægasti“ kynjafræðingur 20. aldarinnar. En það er alrangt!
Vissulega var hann „áhrifamesti“ þátturinn í skoðunamótun sam- félagsins hvað kynhegðun varðar – en það er allt annað. Raunar eiga nánast allar núverandi kynfræðslustefnur í heiminum rætur sínar að rekja til verka Kinseys!
Þessar stefnur miðla því sjónarhorni kynferðis að „allir hlutir séu mögulegir“. Hin svonefnda nútímahugsun um kynlíf og kynhegðun er mótuð af Kinsey. En í framkvæmd hefur það sýnt sig að hér er um að ræða stórhættulegan hugsunarhátt sem hefur leitt til ótölulegra glæpsamlegra athafna.
Með bókum sínum setti Dr. Sex, (en svo var hann nefndur) mark sitt á kynferðislegan hugsunarhátt nánast alls heimsins! Sumsé maður sem með orðum sínum hefur vald yfir fjölda þjóða. Maður sem með fræðum sínum er nú fyrst virkilega farinn að bera ávöxt.
En hver nákvæmlega var þessi Kinsey?
Úr því sem komið er gæti engin spurning verið mikilvægari en þessi.
Á starfsferli sínum safnaði Kinsey 18.500 kynlífsdæmum með sérstöku dálæti á börnum undir lögaldri með það að leiðarljósi að opinbera þau. Æðsta markmið Kinseys var hinn kynferðislegi margbreytileiki. Sjálfan sig nefndi hann „afturhaldsaman vísindarmann“ en árið 1997 dró þýska tímaritið Der Spiegel (sjá HÉR) hið ótrúlega tvöfalda líferni Kinseys fram í dagsljósið.


Koma grunnrannsóknir um kynhegðun fólks til álita í huga fólks sem veit fyrirfram að frumkvöðull þeirra var glæpsamlegur barnaníðingur og tölfræðifalsari?


Vissir þú að grundvöllur þeirrar snemmkynfræðslu sem nú er í tísku, hvílir sannanlega á „vísindlegum grunni“ af þessu tagi?
Það sem Alfred C. Kinsey taldi vera „venjulegt kynlíf barna“ var ekkert annað en kynferðislegar pyndingar á börnum. Kinsey hafði ástríðufullan áhuga á „fullnægingargetunni” og sér í lagi hjá börnum, þ.e.a.s. hjá drengjum ókomnum á kynþroskaaldur og sem fá ekki sáðlát!
Á grundvelli rannsókna Judith Reisman (sjá HÉR) var gerð heimildarmyndin „The Children of Table 34“ (Börnin á lista 34 - sjá HÉR). Myndin, sem opinberaði hryllilega hluti, var gerð frekari þolendunum til verndar.

Í nánu samstarfi við hr. Green kom til þessa djöfullega lista 34. Hópur frá BBC kom upp um að hr. Green væri Rex King, fjöldanauðgari sem misnotaði meir en 800 drengi og stúlkur kynferðislega. Á þessum lista flokkaði Kinsey upplýsingar um fullnægingargetu hvorki meira né minna en 317 karlkyns ungbarna og drengja.


mbl.is Tilraun með kynfræðslu frá 1. upp í 10. bekk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myrkar núaldir

Nú fer orðið lítið á síðustu dögum fyrir réttarríkinu í lýðræðinu. Hér í eina tíð var fólk saklaust uns sekt þeirra var sönnuð, þótti mikil betrumbót frá fyrri öldum. Þá voru aðrar aðferðir uppi við að leita að sakleysi sakafólks. Þar var hagur kvenna býsna harður, sérílagi þeirra sem ákærðar voru fyrir galdra. Þá var þeim hent í Öxará, ef þær flutu hlutu þær að vera í sambandi við djöfulinn og því brenndar. Ef þær sukku (og drukknuðu) voru þær líklega saklausar og fengu þá leg í vígðri jörð. Jafn dauðar í báðum tilvikum.

Þessar galdrabrennur nútímans bera ögn svip af þessari fornöld okkar. Ég hef fylgst meö þessu máli þeirra nafna minna. Ragnar Þór Pétursson virðist hafa barist ötullega fyrir því að hans mál sé rannsakað, sem það hefur oft verið gert. Ég ætla mér ekki þá dul að vita hvað gerðist fyrir 20 árum. Það er annarra að skera úr um það. Enda trúi ég bæði á lýðræðið og réttarríkið. Enn. Finnst mér þeim mun ómerkilegra að heyra pólitíska andstæðinga hans ætla að nota sér þann höggstað sem fjölmiðlar eru núna að smjatta á.

Og talandi um fjölmiðla þá er raunar mjög áhugavert að heyra reynslusögu Péturssonar af framgangi fjölmiðla og sérstaklega Vísi. Þar eru gammarnir búnir að spotta safaríka sögu þar sem hægt er að gera sér mat úr. Og taka fólk og brenna það. Hafnir upp yfir nauðsyn réttmætrar heimildavinnu, gefa þeir fólki stökkpall fyrir órökstuddar ásakanir á hendur náunga sínum.  Ef þær reynast sannar þá er viðkomandi ærulaus, ef þær reynast ósannar birta engin blöð leiðréttingu og viðkomandi fær ekki rönd við reist.  Jafn ærulaus í báðum tilvikum.

Ég er þó feginn því að meðal frambjóðenda til varaformanns Kennarasambandsins séu einhverjir sem styðja eðlilegan framgang dómskerfisins. Það vekur vonir.


mbl.is Formaður KÍ geti ekki notið vafans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband