Færsluflokkur: Mannréttindi

Barnabætur í Þýskalandi

Þar sem ég þekki til í Hamburg, Þýskalandi fletti ég snöggvast upp hjá þeim hvernig þeir haga málum. Einhver munur getur verið milli Bundeslandanna. 

Við fæðingu barns er hægt að sækja um foreldrafé sem er að jafnaði 67% (65-100%) af fullum nettólaunum. Það er að lámarki €300 (íkr 38.337) og hámarki €1800 (230.022) og fæst fyrstu 14 mánuðina eftir fæðingu. Allskonar aukagreiðslur auka foreldrum möguleikann að vinna hlutastarf.

Að auki eru barnapeningar mánaðarlega greiddir, €192 (íkr. 23.536) fyrir hvert barn, einhver hækkun er fyrir hvert barn eftir 3. barni.

Þannig fær barnafólk að minnsta kosti kr. 61.837 fyrsta árið til að auðvelda þeim barnsburðinn.

Þetta er vel að merkja greiðslur frá hinu opinbera, ekki það sem hver og einn þiggur frá sínum vinnuveitanda vegna lögbundins fæðingarorlofs.


Til hagnýtis fyrir hverja?

Ég man eftir að hafa heyrt af þessum flögum í umræðunni í bráðum 20 ár og hefur alltaf verið tengd við orvellska framtíðarsýn þar sem stjórnendum allra landa er gert kleyft að athuga og rannsaka ferðir og neyslumynstur neytenda hnattrænt. En það er fróðlegt að skoða hvað mannskepnan lætur (eða ekki) hafa sig útí og ég hvet alla til að skoða þetta og mynda sér skoðun hvaða leið sé æskileg að samfélög fari. En hafa þó í huga myllumerkin:

#mannréttindi, #vistun_persónuupplýsinga, #friðhelgi_einkalífsins, #einstaklingsfrelsi, #persónuvernd, #einkalíf, #skrásetningarmiðlar

Áhugavert er sérstaklega að skoða gagnrýnar síður umfram þær sem selja hugmyndina t.d.:
http://www.spychips.com/what-is-rfid.html


Jafnréttismál salernanna

… á því jafnréttismáli að klósett séu kynlaus …
Hjá mér í vinnunni í einni deildinni hefur hópur kvenna barist fyrir því að fá sér kvennaklósett (jafnréttiskrafan!!!) og nefna ólík þvaglátsbrögð karla og kvenna; karlmenn hafi þann [leiða] ávana að hafa þvaglát standandi en konur viðhafi þá eðlislægu kurteisi að sinna sínum málum sitjandi. Í tilviki karlana myndist dropar og annar óþverri á setunni því þeir séu ofan í kaupið svo óforskammaðir að lyfta ekki upp z-unni fyrir athöfnina.
Líklega hafa forstöðumenn litlu „jafn”-réttisdaganna í HÍ aldrei komið á grasrótarkynningu til mín. Hvort þetta heiti að svífa um í teoríunni?


mbl.is Kynlaus klósett í Háskólanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líst VEL á tillögu Frosta

Ég hef haft áhuga á hugmyndum Frosta um árabil og hef böðlað mér í gegnum það sem hann hefur verið að segja m.a. á síðunni http://betrapeningakerfi.is/  Möguleikarnir sem þessar pælingar um afnám brotaforðakerfisins bjóða samfélaginu eru mjög spennandi.  Ég íhugaði m.a.s. að kjósa Framsókn útá Frosta og hans pælingar núna síðast því þar komu þeir með nýja sýn á knýjandi vandamál.  Enda hefur það sýnt sig að nú þegar hýtin hefur gleypt í sig endurgreiðsluna er forsendubresturinn enn við lýði.

Það er kannski ekki von að varðhundar sitjandi fjármálaafla reki upp bofs hér og hvar því þetta þýðir býsna mikla breytingu á högum og hefðum bankanna. Var eiginlega búinn að afskrifa þessar breytingar, sorgmæddur yfir meintu ofurvaldi bankalobbýsins.

Hvet alla til að lesa í gegnum skýrsluna.  Lagði sjálfur ekki í enskuna en HÉR er að finna íslenska samantekt.
Fyrir grúskara er síðan krækja á síðu POSITIVE MONEY, „hreyfingu sem vill lýðræðisvæða peninga og bankakerfi svo það vinni fyrir samfélagið en ekki gegn því“ (tekið af síðu hreyfingarinnar 14.4.´15).
Hér greinin þar sem fjallar um Frosta.

... og að lokum eitt myndband af síðu ´Betra Peningakerfi´ svo auðveldara sé að skilja mikilvægi breytinganna.


mbl.is Líst ekki á tillögu Frosta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árás á málfrelsið

Og talandi um málfrelsið, ekki úr vegi að fjalla ögn um Bandaríkjaþing sem hefur í hyggju að keyra frumvarp í gegn sem hefur ritskoðun Internetsins að markmiði.  Þetta frumvarp gengur undir nafninu TPP (Trans-Pacific Partnership).

í myndbandinu má sjá hvernig TPP gengur fyrir sig.

 


Frábær sigur

Frábært.  Og mikilvægt fordæmi í baráttu einstaklinga við kerfið.  Að opinber vinnustaður eigi að fá að skerða málfrelsi og rétt til tjáningar er ótrúlega austantjaldslegt og Akureyrarbæ sannarlega ekki til uppdráttar og álitsauka.  Ég vona að norðlendingar muni eftir þessum dómi þegar kemur að kosningum.   Hér er krækja á bæjarfulltrúa Akureyrarbæjar.

Snorri er mikill baráttumaður og mér er ljúft og skylt að óska honum (og lýðræðinu) hjartanlega til hamingju með sigurinn.

Síðan er mér spurn -hvað gerist núna? Hefur bæjarfélagið manndóm í sér til að viðurkenna úrskurð innanríkisráðuneytisins?  Hvernig bæta þeir honum tjónið?  Að þeir bjóði honum starfið sitt aftur er náttúrulega lágmarksréttlætiskrafa hvort sem Snorri tekur við því.


mbl.is Snorri í Betel sýknaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynleg kerlbreiðsla

Kynleg kerlbreiðsla eru þessi kynjastýrðu orð.  Umræðan fer niður á heldur lágt plan þegar nálgunin er svona kvenlæg á sam(kven-&)mannlegan veruleika. Stelpur, hættið þessarri minnimáttarkennd (?) og reynum að gera þenna heim byggilegan báðum kynjum.  Kynjafræðin eru afskaplega afvegaleidd „fræði“.

 

kynleg_fraedi


mbl.is Karlskýrði karlbreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bólusetningarskylda stjórnarskrárbrot

Það er mín fullvissa að bólusetningarskylda af þessu taginu er stjórnarskrábrot.  Í besta falli gríðarlega vanhugsað frumhlaup og virkilega Degi B. Egg til hróss að hafa komið auga á það.  Sjá hér.

Að sama skapi er það sóttvarnarlækni til lítils hróss að breiða út ótta, bæði við meintar sóttir (mörgum er enn í ferslu minni frumhlaup hans varðandi allar undanfarnar stórsóttir, hvort sem þær eru kenndar við fugla eða svín) og við þessa sviptingu frelsisins. 

Að mínu mati stendur þessi krafa þvert gegn einstaklingsfrelsinu sem stjórnarskráin gætir og nefni ég þá fyrst 65. greinina sem segir að allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.

Jafnvel spurning hvort í þessu felist ekki líka annarskonar frelsissvipting, því kjósi sú fjölskylda að fylgja staðfestu sinni og láta ekki bólusetja eru þau án á leikskólamöguleika og því án framfærslumöguleika.  Merkilegt annars hve umræðan fór útá margskonar villigötur, mér hefur t.d. sýnst (þvert á allar fullyrðingar læknastéttarinnar og blaðamanna) að þeir sem kjósi að bólusetja ekki hafi fyrir máli sínu vel ígrunduð rök og hafi unnið umtalsverða bakgrunnsvinnu.

Síðan efast ég stórlega um vald sóttvarnarlæknis að láta „kalla inn“ óbólusett og vanbólusett börn.  Hvaða lagaboð eða -bókstaf ber hann þar fyrir sig?  Hvenær hættu landsmenn að vera fyrir honum sjálfstæðar persónur með ákvörðunarrétt, kröfu á virðingu oþh. og urðu að einskonar vörunúmerum sem þörf er að „kalla inn“ eins og hvern annan gallaðan varning.  Hver þjónar hér hverjum? 

Hlýt þó að gleðjast að einhver stöðvaði þessa vitleysu áður en að til skerðingar á persónuréttindunum kom því á hvaða leið værum við þá? 


mbl.is Óþarfi að skylda bólusetningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RESET THE NET


Jafnrétti = lögskipuð einsleitni?

Nú býð ég spenntur eftir því að feministar allra landa sameinist og fordæmi þessa frelsissviptingu konunnar.  Því ekki aðhyllumst við einsleitni kynjanna heldur sjálfsákvörðunarrétt konunnar yfir eigin lífi … ekki satt?

Eða var það ekki?


mbl.is Banna stelpum að klæðast pilsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband