Angar klámvæðingarinnar

Já Kolbrún, en þetta er ekki vel einhlítt. Sonur minn er á 1. ári í framhaldsskóla og læknanemahópur frá Ástráði kom í heimsókn og sýndi efni sem honum þótti klámfengið. Þar hefði fyrirlesarinn lofað klámáhorf og sagst horfa drjúgt á það sjálfur. Tjáði sig um mikilvægi þess í þroskaferli ungmenna. Stemningin yfir "kynfræðslunni" var öll á þann dúrinn að syni mínum ofbauð svo að hann stóð upp og kvaddi. Kvartaði síðan til skólastjóra. Í bréfaskriftum sem fylgdu milli mín og skólastjórans ræddi hann um særða blygðunarkennd og afar misjöfn viðmið fólks.  Breytti þar engu um að kennarar hefðu yfirgefið stofuna svo enginn starfsmaður skólans vissi hvað hefði gengið á.
Auðvitað er þetta samfélagslegur sjúkdómur sem hittir okkur öll fyrir, án tillits til þess hvort maður er klám "neytandi" eða "neitandi". menn sem konur og ekki annað í boði að berjast gegn þessu. Hér snýst þetta ekki um neitt annað en virðingu sem við VERÐUM að hafa hvert fyrir öðru.


mbl.is Drengir yngri en 11 ára horfa á klám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband