Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Opið bréf til Amnesty International

Þótt bloggið sé ekki í lóðbeinu framhaldi af fréttinni læt ég slag standa:

OPIÐ BRÉF TIL AMNESTY INTERNATIONAL
(
líka sent beint til þeirra)

Sent í kjölfar undirskriftaákalls þeirra dags 6.3.2020, einungis 3 dögum eftir aftökuna á Íranska generálnum Qasem Soleimani.

Úr ákallinu: „Skrifaðu undir núna og kallaðu eftir því að íslensk stjórnvöld veki athygli á stöðu mannréttinda í Íran og krefjist aðgerða á alþjóðavettvangi.“

Óskaplega er ég hissa á þessum eilífa undirlægjuhætti ykkar gagnvart Bandaríkjunum. Þegar mannréttindabrot eru framin um gjörvalla heimsbyggðina, set ég stórt spurningarmerki við þá pólitísku réttlætingu og kattarþvott sem þetta síðasta aðgerðaákall Amnesty hefur í för með sér.

Þegar ákvörðun Bandaríkjaforseta að beita dróna (fjarstýrðum leynimorðingja) til að taka háttsettan herforingja erlends ríkis af lífi ógnar hnattrænum friði - eruð þið ykkur meðvituð um þann pól sem þið takið í hæðina með aðgerðarákalli ykkar?

-Hvaða kröfu gerir Amnesty gagnvart aðalatriðum í samskiptum sjálfstæðra ríkja? Augljóst er að mannréttindi eru brotin víða á vesturlöndum, þ.m.t. í USA, svo eðliegt er að spyrja hvaða utanríkispólitík samtökin fylgi?  M.ö.o. hvernig sé forgangsraðað í aðgerðaákalli samtakanna.

-Þykir ykkur eins og USA í góðu lagi að leika löggjafa, dómsvald og framkvæmdavald í málum annarra ríkja með svo afgerandi hætti sem varð í Íran? (Ég fordæmi írönsk stjórnvöld fyrir allskyns mannréttindabrot, EN sný samt ekki blinda auganu að þessu enn stærra vandamáli sem snertir alla heimsbyggðina, þessum RISAVAXNA bleika fíl sem troðfyllir stofuna.)

-Þykir ykkur e.t.v tilgangurinn helga meðalið þegar USA finnst það fullkomlega réttlætanlegt að senda dróna til að sprengja fólk í heimalandi sínu, eins og gerðist þegar þeir tóku Soleimani af lífi þann 3.1.2020?


Að lokum bið ég ykkur þess að taka mig út af póstlistanum ykkar.


mbl.is Viss um að Íranar muni ráðast á bandaríska hermenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pútin rífur í ljóðin

Orðin góð stund síðan ég hef skrifað eitthvað hérna en þessi skemmtilega ásáttarvilla kom mér í gírinn.  Það er nefninlega svo fátítt að eitthvað skemmtilegt og jákvætt er sagt um Pútín. Yfirleitt þykir blaðamönnum, teinréttum af siðfágun eða einhverjum enn áhugaverðari hvötum, þessi þjóðarleiðtogi vera fremur einfaldur í sinni karlmennsku.

Þannig að þegar hann er sagður rífa í ljóðin (á líklega að vera lóðin, geri ég ráð fyrir) sá ég hann fyrir mér grípa í bók eftir Púshkin eða Majakovskí og rífa hana beinlínis í sig.  Hver veit, ekki sá ég dagatalið.


mbl.is Pútín sýnir „mjúku hliðina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segulstöðvarblúsinn tekinn að nýju

Lag: Bubbi Morthens, texti: Þórarinn Eldjárn

NÓTA, frá plötunni Línudans: Textinn er eftir Þórarinn Eldjárn, Þessi texti er einn magnaðasti texti sem hefur verið skrifaður um tilgang herstöðvarinnar á Miðnesheiði. Lagið er standard blús. 

Sit hér á seglinum
ungbarn, sötrandi minn djús.
Sit hér á seglinum
ungbarn, sötrandi minn djús.
Ég sit hér og söngla
segulstöðvarblús.
Ég sit hér og söngla
segulstöðvarblús.

Á seglinum
segulmagnaða.
Á seglinum
segulmagnaða.
Leit úr lofti
leikföng stórvelda.

Til hvers segullinn sé hér?
Veit sá sem ekki spyr,
til hvers segullinn sé hér?
Veit sá sem ekki spyr:
Til að vinir mínir í vestrinu
viti um dauðann fyrr.

Þegar svo logarnir ljósir
leika um mitt hús
þegar logarnir ljósir
leika um mitt hús
skal ég sitja og söngla
segulstöðvarblús.


mbl.is Kaldastríðsgrín og misskilningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gagnameðferð stórvelda

Bara svo enginn fari í grafgötur um söfnun einkamála þá eru Bandaríkin langefst í þessu með NSA í fararbroddi margra jafningja. Síðan mætti nefna Facebook sem hafa orðið viðurkennt að starfa með stjórnvöldum og að selja hæstbjóðandi upplýsingar. Ógleymdur er Google sem bókstaflega gerir út á þessi mið með sérstaklega ábatasömum hætti.


Sjálfsagt að halda þessu til haga, samanburðarins vegna.


mbl.is Notuðu Fan ID til að finna ræningja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin ólíku andlit Ísraels

Og í gær bárust fréttir af loftárásum Ísraela á Palestínu.
Læt fylgja krækju frá rt.com fyrst Mbl birtir engar upplýsingar.

Margítrekaðar loftárásir Ísraela í N-Gaza á Beit Hanoun

Er þetta kannski hluti af ´fjölbreytileikanum´ sem Netta er að prísa?


mbl.is Ísrael vann Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fordæmisgefandi persónuvernd

Nú þykir mér persónuvernd frekar mikið mál. En ekki eru allir sama sinnis. Maður mér nákominn spurði mig hvort ég hefði svona mikið að fela, hvatti mig til að vera bara með hreint mjöl í mínu pokahorni. Sama virðist hafa verið uppi á teningunum hjá velflestum Facebooknotendum þegar nú á dögunum upp komst um strákinn Tuma (sem flestir reyndar vissu) að Zuckerberg hefur þénað sér gullrassinn á sölu upplýsinganna um notendur Facebook. Eins og líka Google á sama máta. Fólki virðist hreinlega standa á sama. Enda fíkniefni seld þarna og sjálfsagt margt annað sem ég vil ekki einusinni heyra af.

En annað merkilegt gerist þegar netleitað er að ´privacy’ (persónuvernd) og sem Wikipedia orðar svo:
Privacy is … the right not to be subjected to unsanctioned invasion of privacy by the government, corporations or individuals (Persónuvernd er rétturinn til að verða ekki viðfangsefni óleyfilegrar innrásar yfir mína persónu af völdum stjórnvalda, fyrirtækja eða einstaklinga.) Fyrst engin félög eru þarna þrýstihópar (persónuvernd er þarna óvirk stofnun í þágu þess hóps sem mestri upplýsingasöfnun beitir) eru það bara kjörnir fulltrúar sem standa að þessu?  Þarna rís upp píratinn í mér og verð að viðurkenna að mér er það illmögulegt að sjá bandalag Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar koma þessum málaflokki í höfn. Verst að Birgitta sé farin.


mbl.is Nýtt persónuverndarfrumvarp „á næstu dögum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirlýsingagleði Breska heimsveldisins

Mjög áhugaverð fullyrðing frú May og vissulega athugandi upp að hvaða marki þessar ásakanir hennar megi heimfæra uppá aðrar þjóðir.  Til dæmis okkur.  Mér er ennþá minnisstætt hryðjuverkalögin sem Bretar settu á okkur 2008 þegar Icesave féll.  Og yfirlýsingagleði Gordons Brown í því tilefni.  Tony Blair var 6 árum fyrr jafnvel ennþá yfirlýsingaglaðari þegar til koma að því að fullyrða að Saddam Hussein ætti efnavopn til að sannfæra landa sína til innrásar í Írak.  Læt til gamans fylgja krækju á lista starfsmanna sendiskrifstofa utanríkisráðuneytis Íslands erlendis. HÉR Hversu margir af þessum starfsmönnum gætu verið njósnarar? 

Er May svo mikið í mun að koma NATO í stríð við Rússa að hún magnar upp gömlu grýluna á tómum getgátum?  Því ekki hefur hún birt snefil af sönnunargögnum fyrir því að þetta novitjok eitur sé komið frá Rússlandi.


mbl.is Eru sendiráðsstarfsmenn njósnarar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hressandi listrýni

Hvað maður getur nú verið feginn því að loksins sé komin upp gagnrýnin umræða um myndlist í opinberu rými.  Að loðmullunum sé ekki látinn vetvangurinn eftir.  Sú var tíð þegar var rifist um myndlist, hún hafði ´relevans´ í umræðunni enda tók fyrir áþreifanleg málefni.  Ég fagna því að þessi tími virðist kominn aftur, allavega hvað þetta varðar. 

Fannst þetta nú alltaf frekar slappur skúlptúr, margt sem Hulda hefur gert sem var miklu betra.  Finnst samt mjög eðlilegt að héðan í frá verði minnisvarðinn vaktaður rafrænt, gæti undirstrikað á áhrifamikinn máta eftirlitshlutverk NATO.  Þyrfti þá reyndar að vera tengt sjálfvirku refsikerfi sem beindist gegn þeim sem litu merkið hornauga.


mbl.is Skemmdarverk unnin á minnisvarða NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úkraína í logum

Ukraine On FireVar að horfa á gríðarlega áhugaverða heimildarmynd sem fjallar um átökin í Úkraínu og er að því leiti áhugaverðari en margar aðrar að hún virðist vera samstarfsverkefni milli USA, Rússlands og Úkraínu.  Framleiðaindinn er gamla brýnið Oliver Stone sem hefur lengi verið að snerta á verkefnum sem enginn annar þorir að taka á.  Guantanamo, Snowden, Wall Street, World Trade Center og Nixon svo eitthvað sé nefnt.

Myndin er mikill áfellisdómur um þátt vestrænna fjölmiðla sem eiga að hafa æst upp átökin með einhliða umfjöllun sinni um átökin.  Skylduáhorf allra sem hafa áhuga á átökum öxulveldanna og friði í heiminum.  Fyrir áhugasama er hérna líka slóðin inn á myndina hjá Vimeo.

 


Evr­ópu­mál­in sett á ís

Vísa í grein Mbl.is:

Evr­ópu­mál­in sett á ís


mbl.is Hafði rangt fyrir sér um áhrif Brexit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband