Yfirlýsingagleði Breska heimsveldisins

Mjög áhugaverð fullyrðing frú May og vissulega athugandi upp að hvaða marki þessar ásakanir hennar megi heimfæra uppá aðrar þjóðir.  Til dæmis okkur.  Mér er ennþá minnisstætt hryðjuverkalögin sem Bretar settu á okkur 2008 þegar Icesave féll.  Og yfirlýsingagleði Gordons Brown í því tilefni.  Tony Blair var 6 árum fyrr jafnvel ennþá yfirlýsingaglaðari þegar til koma að því að fullyrða að Saddam Hussein ætti efnavopn til að sannfæra landa sína til innrásar í Írak.  Læt til gamans fylgja krækju á lista starfsmanna sendiskrifstofa utanríkisráðuneytis Íslands erlendis. HÉR Hversu margir af þessum starfsmönnum gætu verið njósnarar? 

Er May svo mikið í mun að koma NATO í stríð við Rússa að hún magnar upp gömlu grýluna á tómum getgátum?  Því ekki hefur hún birt snefil af sönnunargögnum fyrir því að þetta novitjok eitur sé komið frá Rússlandi.


mbl.is Eru sendiráðsstarfsmenn njósnarar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband