Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Forsætisfarsar

Seint ætla Kanar að sætta sig við það lýðræðisskipulag sem þeir þó sjálfir bjuggu til.  Fyrst útkoma forsetakosninganna reyndist önnur en allar spár fjölmiðlamógúlanna (sem m.a. RÚV tilheyrir lika) þá hlýtur að vera rangt gefið

Þrátt fyrir að minn forsetaframbjóðandi (sem ég er enn þess fullviss að sé langbesti kosturinn) hafi ekki hlotið hnossið, hlýt ég sem þátttakandi í lýðræðislegu samfélagi að sætta mig við niðurstöður kosninganna.  Nú kjósa Ítalir og Austurríkismenn, getur maður átt von á holskeflu ákæra og aðdróttana um kosningasvindl ef léttadrengir fjölmiðlanna hljóta ekki sigur?


mbl.is Jill Stein breytir um áherslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú geta líka Evrópubúar glaðst

Minni á leyniskjalið sem WikiLeaks birti um þetta samkomulag.

Hlutlaus rannsóknin á afleiðingum fríverslunarsamningsins var unnin af GDAE „Global Development and Environment Institute“ við bandaríska Tuffs háskólann. Niðurstaða þeirra reynist hörmuleg fyrir Evrópu:

583.000 atvinnutækifæri myndu glatast innan Evrópusambandsins til ársins 2025.  Fækkunin kæmi harðast niður á Þýskalandi, Frakklandi og Norðurevrópsku löndunum (þ.m.t. Íslandi)  TTIP hefði það í för með sér að útflutningur drægist saman með þeim afleiðingum að brúttóframleiðsla innanlands, skattatekjur og nettóinnkoma heimilanna minnkaði.  Sér í lagi þeir launþegar innan ESB sem sinna ófaglærðum störfum, fyndu fyrir launaþrýstingi. 

Hinsvegar liti niðurstaðan miklu betur út fyrir Bandaríkin.  Vegna TTIP skilaði þeim hagnaði á öllum sviðum.  Enn annar hópur sem myndi hagnast á TTIP eru fjölþjóðlegu stórfyrirtækin og hlutabréfamarkaðirnir.  Þeir fá að þrútna sérstaklega mikið út, nokkuð sem færir spákaupmönnum og sérstaklega hinum ofurríku mikinn ágóða í aðra hönd.  Sem var jú það sem Hillary barðist hvað ákafast fyrir.

Eitt stig fyrir Trump.


mbl.is Trump hyggst rifta fríverslunarsamkomulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt að Rússar fái að svara fyrir sig

Hrós dagsins: Óvenjulegt örlæti af hálfu fjölmiðils og sér í lagi af hálfu Mbl. að Rússar fái að svara ásökunum á hendur sér.  Að sama skapi virkileg gleðitíðindi enda því miður fjarri sjálfsagt að sé leitað að hinni hliðinni.
Upplýsing er alltaf besta leiðin til að jarðsetja grýlur, hvort heldur það eru Bandarískar -, Sýrlenskar -eða Rússagrýlur.


mbl.is Reyna að vekja upp Rússagrýluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvöfalda árásin

Athyglisverður tvískinnungur sem kemur fram í kjölfar sprengingunnar í Brüssel.  Annars vegar er þetta ytri árás á þau gildi sem Evrópa stendur fyrir og hinsvegar innri árás sem Baldur sér fyrir, á friðhelgi einkalífsins.


Þegar fólk deyr er farið offörum að friðhelginni, allt orðið leyfilegt í nafni ´réttlætis´.  Þetta hafa vestræn lönd upplifað oftsinnis enda þótt ekki sé farið lengra aftur en 11. sept 2001.

Fordæmum báðar árásirnar.


mbl.is Evrópsk gildi helstu skotmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skaðað orðspor

Já, Guð forði okkur frá því að fara að hugsa sjálfstætt.  Þegar utanríkisráðuneytið (hver ætli sitji annars í þeirri nefnd?) segir að þeir verði að fylgja alþjóðalögum verða þeir fyrst og fremst að átta sig á eigin stöðu sem leiguþý bandarískra hagsmuna í deilu sem hefur vissulega fleiri fleti en hér eru dregnir upp. Og snýst einungis að litlu leiti um landamæri og friðhelgi ríkja.

Þessi undirlægja er hluti vandamálsins við flokkakerfi stjórnmálanna, fólk tapar eigin dómgreind og hugsjónum frammi fyrir flokksmaskínunni og fer að taka þátt í hjarðeðli flokksmeðlimanna, hverfur frá hinu mannlega til hins miðstýrða.  Því þetta burthvarf frá sjálfstæðri hugsun er líka afsal eigin skoðana og dómgreindar.  Hápunktar íslenskrar lýðveldissögu undangenginna ára hafa einmitt verið þar sem við tókumst á við miklu stærri ríki en okkur með hugsjónina eina að vopni og bárum sigur.  Mér dettur hérna í hug lýðveldisstofnunin, útvíkkun landhelginnar og ICESAVE.  Ef okkur ætti eitthvað orðspor að vera kært væri það réttlætisleit, sjálfstæð hugsun og óttaleysi - jafnvel þótt utanríkisráðuneyti að NATO aðild sé í uppnámi.

Því má síðan bæta við að stofnun lýðveldisins bar við með þeim hætti að nokkrir norskir and-konungssinnar kusu að fara eigin leiðir og rufu þarmeð samstöðu innan ríkjabandalags Haralds konungs.  Ég reikna líka með að þar hafi allir verið nokkuð sammála þegar að grundvallaratriðum í öryggismálum kom.  En þar réð konungur, nákvæmlega eins og í dæminu um NATO þar sem USA ræður.


mbl.is Myndi skaða orðspor Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skarpsýnin helst óbreytt

Meiri skarpsýnin hjá utanríkisráðherra, þessar ´þvinganir´ hafa komið verst niður á okkur og líklega eyðilegt viðskiptasamninga til langframa.  Rússar tóku nefninlega uppá því að auka innanríkisframleiðslu sem þessum skorti á aðkeyptum varningi nam.  Líklega eitthvað sem nýttist okkur sjálfum ágætlega til að auka framleiðni og minnka viðskiptahalla.


mbl.is Viðskiptabann helst óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mesta ógnin við heimsfriðinn

Oft kemur mér það þannig fyrir sjónir að útþenslustefna Bandaríkjanna og þörf þeirra fyrir bjarga verðlausum gjaldmiðlinu sínum vera mesta ógn við heimsfriðinn sem heimurinn hefur staðið frammi fyrir.

Þeir stóðu að baki valdaráninu í Úkraínu og styðja þau stjórnvöld með vopnum og peningum.  Þeir sjá Ísrael (USrael) endalaust fyrir vopnum og peningum.  Írak, Sýrland og NSA, ACTA, CISPA, Guantananamo og Bagram.  Eins og einhver sagði: þurfum við eitthvað að ræða þetta?

Og síðan þegar til stendur að útmála IS (fyrrv. ISIS) sem ógn við heimsfrið USA hættir mér til að "follow the money trail" og velta vöngum fyrir því hverjir standi raunverulega að baki IS. 


mbl.is Mesta ógn Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Obama í útrás/innrás

Af hverju treystir fólk ríkisstjórn Bandaríkjanna?
Við teljum okkur búa í lýðræðislegu samfélagi.  Finnst okkur þetta vera eðlileg samskipti lýðræðislegs samfélags við nágranna sína?  Og nú er ég ekki bara að horfa á samskipti USA og Kúbu heldur líka t.d. USA og Íslands (afskipti Obama af hvalveiðum okkar) eða ef út í það er farið: USA og hvaða lands sem er í heiminum (Ofarlega í huga mér eru málefni Sýrlands, Lýbíu, Úkraínu ofl.)

Og af hverju er þett hjá Mbl undir dálknum ´Tækni og vísindi´?  Af hverju ekki undir dálknum ´Alþjóðastjórnmál´ eða ´Utanríkismál/alþjóðamál´???
Er það vegna aðdáunar blaðamanns á möguleikum tækninnar umfram yfirtroðslu lýðræðisins?  Spyr sá sem ekki veit.
mbl.is Nota Twitter til að grafa undan Castro
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband