Heggur sá sem hlífa skyldi
17.4.2016 | 10:19
Það hlaut að koma að því að ég yrði sammála yfirmönnum Eimskipa. Gríðarleg skammsýni hjá Reykjavíkurborg að allir séu skornir niður við sama trog. Mér dettur í hug í þessu samhengi þegar Gídeonmönnum var vísað úr húsi fyrir að vilja gefa námsefni til trúarbragðafræðslu, Nýja Testamentið. Vegna þess að allskonar lífsskoðunarhópar flykktust að og vlldu fá að segja frá sinni lífssýn datt Reykjavíkurborg ekkert betra í hug en að banna allar heimsóknir. Reyndar voru innan ´Besta´ Flokksins einstaklingar í áhrifastöðum sem voru persónulega andvígir kristni og getur verið að það hafi litað ákvörðun Borgarstjórnar. Angi af þessari ákvörðun er núna að koma niður á hjólreiðaöryggi ungmenna.
@Sigrún Björnsdóttir (... í hvaða flokki situr hún annars?): Getum við ekki snúið við og farið að sjá þetta í ögn víðara samhengi???
![]() |
Ólafur Hand gagnrýnir Reykjavíkurborg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Loksins â¦
11.4.2016 | 07:40
Hér kemur framboð sem ég ætla að styðja. Var farinn að óttast að Össur og DO ætluðu að hrinda úr vör og þá fengi allt endalega á sig blæ ofurruglsins.
Mjög frambærilegur maður, menningarlegur bakgrunnur forseta af kalíberi Vigdísar, fræðimaður eins og Eldjárnið
og svo náttúrulega það sem fyrst kemur upp í hugann:
réttsýnn og alþýðlegur baráttumaður með tærnar á kafi í grasrótinni.
![]() |
Andri Snær staðfestir framboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármálafarsinn í nýjar lægðir
7.4.2016 | 17:01
Þetta minnir ögn á einhverskonar bíómynd eða lélegan tölvuleik: Einmitt þegar landið er í sem mestum sárum og svo virðist sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar hafi gert sig seka um skattsvik hægri/vinstri þá laumar Sjálfstæðisflokkurinn skyttunum þrem úr fangelsi þaðan sem þeir höfðu verið fyrir efnahagsbrot og fengu feykilega góða syndaaflausn, langstærstur hluti dómsins felldur niður, sátu ekki nema eitt ár af 4-5 árum.
Og Gleym-mér-ei fá Unnur Brá og Ólöf Nordal.
Ökklaband er fáránlegt fyrir hvítflibbaglæpamenn sem fremja sína stærstu glæpi við skrifborð og á tölvunni.
Skúbbið á Stundin sem fylgist með þótt aðrir sofi:
http://stundin.is/frett/kaupthingsmenn-leystir-ur-haldi-i-dag/
http://stundin.is/frett/ovenjulegur-isbiltur-fra-fangelsinu-kviabryggju/
![]() |
Lausir af Kvíabryggju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
BURTU MEÐ ÞIG!!!
4.4.2016 | 12:23
Æðsti embættismaður íslensku þjóðarinnar, í forsvari þeirra sem sóru drengskapareið að því að verja hagsmuni þjóðarinnar, fremstur í flokki þeirra sem bera hag Íslands sér fyrir brjósti.
Aumur varstu í gær - farðu burt í dag.
![]() |
Ekki íhugað að segja af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármagnsstýrðu stórfyrirtækin
27.3.2016 | 22:04
Og baráttan gegn auðstýrðum stórfyrirtækjum heldur áfram. Mig minnir að í myndinni Inside Job hafi komið fram að Hillary hafi notið dyggs stuðnings lyfjafyrirtækjanna, alkunna er hinsvegar að de Niro er dyggur demókrati svo ég hvet alla að skoða nú myndina sjálf, hvort hann hafi tekið þessa ákvörðun af pólitískum þrýstingi eða vegna þess sem hann nefnir.
heimasíða VAXXED HÉR
Og á meðan þessi mál finna sér leið getum við ornað okkur við að Hollvúdd hefur loks þor í sér að grípa upp 8 ára gömul mál auðstýrðra stórfyrirtækja og gera þeim skil með tilheyrandi stjörnufans. Rotten Tomatoes segir 88%
![]() |
Neitar að sýna Vaxxed |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tvöfalda árásin
23.3.2016 | 15:18
Athyglisverður tvískinnungur sem kemur fram í kjölfar sprengingunnar í Brüssel. Annars vegar er þetta ytri árás á þau gildi sem Evrópa stendur fyrir og hinsvegar innri árás sem Baldur sér fyrir, á friðhelgi einkalífsins.
Þegar fólk deyr er farið offörum að friðhelginni, allt orðið leyfilegt í nafni ´réttlætis´. Þetta hafa vestræn lönd upplifað oftsinnis enda þótt ekki sé farið lengra aftur en 11. sept 2001.
Fordæmum báðar árásirnar.
![]() |
Evrópsk gildi helstu skotmörk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mannúðlegur, aðþjóðamenningarsinnaður intellektúel?
18.3.2016 | 20:33
En í alvöru: Erum við ekki komin með nóg af grínistum í opinberum stöðum?
![]() |
Davíð Þór íhugar forsetaframboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hillary Íslands?
17.3.2016 | 07:11
Jæja þá er feminíska, fjármálatengda framboðið komið. Eins og Hillary með Wallstreet og Goldman Sachs tengslin. Nokkuð augljóst hvaða fólks hún telur sig höfða til
Munið það konur að kjósa nú ekki eftir frambærileika heldur kyni.
![]() |
Halla ætlar að bjóða sig fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bankarnir og GUÐ
10.3.2016 | 07:39
Þessi fyrirtæki hafa orðið meira vald en löggjafinn og framkvæmdavaldið. ALLIR sitja og standa eftir þeirra höfði, þeir setja gjöld á hvern aur sem er hreyfður innan veggja þeirra og ráða lífi og dauða. Svoldið eins og Guð. Öfgasinnaða fólkinu í Vantrú væri nær að berjast á móti þessum Mammon.
![]() |
Vissu af dauðalistanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Judge Dredd og við
8.3.2016 | 08:02
Nú þekki ég svosem ekki aðstæður lögreglunnar í Manitoba, reikna raunar með því að þær séu betri en kollega þeirra á Íslandi
en greinin segir frá svona Judge Dredd atburði, þar sem fólkið fer sjálft á stúfana að leita sér réttlætis. Sjálfsagt er hægt að velta vöngum út frá greininni af hverju nefndur Stefan hafði ekki samband við lögreglu. Ég heyrði rétt nýverið sögur af manni sem bjó í íbúð yfir heimilisofbeldi. Eitt kvöldið voru barsmíðarnar svæsnari en önnur kvöld svo hann hringdi í lögregluna, sagði að í íbúðinni undir sér væri partí og á lyktinni fyndi hann að sterk eiturlyf væru höfðu um hönd. Innan nokkurra mín. var lögreglan komin. Það fylgdi sögunni að hann hafði hringt áður inn upplýsingar en lögreglumaður á vakt sagði lögregluna einfaldlega vera of fáliðaða til að sinna svona verkefnum - þannig að hann (eins og Stefan) greip til sinna ráða.
Þegar stjórnvöld skera endalaust niður við grunnþjónustuna hvað er þá tiil ráða?
![]() |
Gaf sig fram eftir vinabeiðni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |