Heggur sá sem hlífa skyldi

Það hlaut að koma að því að ég yrði sammála yfirmönnum Eimskipa.  Gríðarleg skammsýni hjá Reykjavíkurborg að allir séu skornir niður við sama trog. Mér dettur í hug í þessu samhengi þegar Gídeonmönnum var vísað úr húsi fyrir að vilja gefa námsefni til trúarbragðafræðslu, Nýja Testamentið.  Vegna þess að allskonar lífsskoðunarhópar flykktust að og vlldu fá að segja frá sinni lífssýn datt Reykjavíkurborg ekkert betra í hug en að banna allar heimsóknir.  Reyndar voru innan ´Besta´ Flokksins einstaklingar í áhrifastöðum sem voru persónulega andvígir kristni og getur verið að það hafi litað ákvörðun Borgarstjórnar.  Angi af þessari ákvörðun er núna að koma niður á hjólreiðaöryggi ungmenna.

@Sigrún Björnsdóttir (... í hvaða flokki situr hún annars?):  Getum við ekki snúið við og farið að sjá þetta í ögn víðara samhengi???


mbl.is Ólafur Hand gagnrýnir Reykjavíkurborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Nýja textamentið er ekki fræðslurit heldur trúarrit og dreifing þess því klárlega trúboð. Trúboð í almennum skólum telxt til mannréttindabrota bæði í Mannréttindasáttmála Evrópu og Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Sigurður M Grétarsson, 17.4.2016 kl. 11:23

2 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Veistu Sigurður, þetta snýst ekkert um þínar skoðanir á NT.  Þetta snýst um það að í skólum er kennd trúarbragðafræði og NT er kennsluefni þar.  Þar er raunar líka kennt um búddisma, tao og m.a.s. ásatrú - alveg án þess að nokkur fetti fingur útí að Snorra-Edda sé trúarbragðarit sem eigi að banna frá skólum.  Hvergi um að ræða trúboð, hvorki hjá íslenskukennurum sem fjalla um Edduna né hjá Gídeonmönnum sem færa þeim NT sem vilja.  Ef þú lest NT til að fræðast um kristna trú - þá er NT fræðslurit. Ég treysti krökkum almennt (og heimilum þeirra) til að greina þar á milli.

En ég var að tala um hjálmana.  Ég á börn sem hafa þegið þessa hjálma og í einu tilviki bjargaði hann frá miklum höfðuáverka.  Að Kíwanis/Eimskips átakið hafi þannig skilað einhverju inn til þjóðarbúsins - finnst mér styðja það sem Ólafur Hand segir og EKKI það sem Sigrún gagnrýnir.

Ragnar Kristján Gestsson, 17.4.2016 kl. 13:17

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

NT er ekki notað sem kennsluefni í grunnskólum. Þar er kennd trúarbragðafræði með bókum sem hafa verið samdar til þess af fræðsluyfirvöldum. Það er alveg jafn mikið trúboð fólgið í því að dreifa NT í skólum eins og að dreifa Kóraninum. En að sjálfögðu eigum við að fræða börnin um öll helstu trúarbrögð mannkyns en ekki bara eitt þeirra.

Sigurður M Grétarsson, 17.4.2016 kl. 13:44

4 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Hvernig er það Siggi, eltir þú uppi greinar sem snerta við Nýja testamentinu?  Því hérna var ég raunar að velta því fyrir mér hvernig á því stendur að einhver skuli setja sig upp á móti gagnlegum hlutum.  Ef þín börn eiga ekki hjól er það deginum ljósara að þörf þeirra er minni en þeirra barna sem hjóla.  Ertu þessvegna á móti því að hjólabörnin fái hjálm? 

Og aftur að þínu hjartans máli: ég veit um allavega 3-4 skóla sem nota NT sem kennsluefni (er frekar lítið að rannsaka þessi mál - gætu mín vegna verið miklu fleiri) - ert þú autorítet í trúarbragðafræði og þekkir af 1. hendi til þessara mála?  Eða ertu svona prinsippmaður sem ferð á milli og gætir þess að mannréttindasáttmálar sé haldnir? (LOL)

Ragnar Kristján Gestsson, 17.4.2016 kl. 14:03

5 identicon

Hann Sigurður eltir uppi greinar sem gagnrýna á einhvern hátt Dag B og hans lið, Siggi er einn af varðhundunum sem passa að ekki falli skuggi á leiðtogann.  Það er sama hversu vondur málstaðurinn er Sigurður M. Grétarsson er ávallt mættur til að verja hann, sem er athyglisvert hafandi það í huga að hann er Kópavogsbúi.

gunnar (IP-tala skráð) 17.4.2016 kl. 15:07

6 Smámynd: Már Elíson

Það á samt ekki að láta börn sem geta ekki borið hönd fyrir höfðuð sér, þurfa skipulega að ganga/hjóla með lúmskar auglýsingar, (óvitandi t.d. um feril háttvirtra Eimskipa), um allar trissur. - KIWANIS gengur örugglega gott eitt til, en einhver, ef ekki báðir, græða, og græða óbeint á börnum sem eru klárlega misnotuð í þessu tilviki.

Már Elíson, 17.4.2016 kl. 15:15

7 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Sæll Már, þarna komstu að góðum punkti og ég er þér alveg sammála hér.  En til að falla undir meðahófsregluna og jafnt-út-yfir-alla regluna verðum við að skera alla niður við sama trog. 

Legg ég því til að föt merkt framleiðendum verði bönnuð eða þeim gert að fjarlægja sjáanlegar merkingar af flíkunum sínum.  Tollurinn gæti kannski tekið það að sér fyrir örlitla aukagreiðslu.  Nefni hérna nokkra framleiðendur sem ég man eftir: allar auglýsingarnar með Disney, Ralph Lauren, StarWars, Craghoppers, Benetton, Nike, Puma, Diesel, Carhart, McKinley, Ecco, Timberland, lewis, Regatta, Calvin Klein, Gucci, H&M, Bónus, Skechers, Hummel, Adidas, Cintamani, 66°Norður, North Rock, Didriksons1913, GAP ...

(... muniði eftir einhverjum fleirum?)

Ragnar Kristján Gestsson, 17.4.2016 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband