Klárlega engin minna dætra
2.3.2016 | 08:58
Ótrúlegur frasi þetta
AÐ STYÐJA EKKI KYNSYSTUR SÍNAR.
Síðan hvenær fór þetta að snúast um kynin en ekki málefni? Eiga USA konur að styðja Hillary fyrir það eitt að hún sé kona? Og horfa framhjá Goldman Sachs tengslunum hennar og spenasoginu á Wall Street.
Eitthvað held ég jafnréttið hafa lagst lágt þessa dagana.
Því mér finnst þetta gríðarlega flott útganga hjá Ágústu Evu (prinsipp manneskja sem lætur verkin tala) en jafnframt gríðarlega skammsýnt hjá Gísla (frekar slappur hægrisinnaður populisti - þessi sögulega sjálfsréttlæting sökkaði).
Bendi á að bloggið mitt hérna snýst ekki kynin heldur málefnin.
Viðurkenni samt (trauðla) hér í lokin að ég hef oft hlustað á Rvkdætur og finnst þær oft rappa þétt. Hinsvegar er kynjafræðiblandaði öfgafeminsminn býsna afvegaleiddur. Ögrun er að því leiti erfið list að hún klýfur í fylkingar frekar en sameinar. En Rvkdætur virðast spenntari fyrir klofinu (á sér?) en sameingingu. Og að hvaða marki stefnir sú list?
En þetta er náttla bara mín skoðun
![]() |
Ekki þínar Dætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 09:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fjölmiðlaskólinn #922
29.2.2016 | 07:51
Fjölmiðlaskólinn
#922 ´Hvernig fara skal að við að koma óorði á fólk og stofnanir að ósekju.´
Einföld en áhrifarík leið til að koma óorði eða höggi á fólk og/eða stofnanir (hér nefnt ´viðfang´) sem ritstjórninni eða fjárhaldsmönnum fjölmiðilsins er í nöp við. Taka skal atburð sem breið samþykkt er fyrir að sé hræðilegur eða ömurlegur á einhvern máta og hann tengdur við viðfangið. Ekki skiptir öllu máli hversu lausleg tengingin er né hvort hún sé raunveruleg á nokkurn máta. Látið þess getið í fyrirsögn. Aðalatriðið er að skapa hugrenningatengsl milli tveggja hluta.
Dæmi: Tengið líkfund við viðfangið. Tengið viðfangið við nauðgun og/eða fíkniefnaneyslu.
![]() |
Leigðu á Airbnb og fundu lík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
framhjáhaldið ...
26.2.2016 | 08:19
Hvaða kona getur haldið í við stafrænu mellurnar sem eru til í tuskið hvenær sem er sólarhrings, hafa aldrei persónulegar skoðanir, þurfa engin skoðanaskipti, hvorki ást né tilfinningar, verða ekki óléttar Óskuldbundnir tvíviðir partnerar í kynvædda gerfiheiminum.
Líklega þurfa aðrir aðilar en kynlífsfræðingar og kynjafræðingar að rannsaka orsakir og afleiðingar klámfíknarinnar.
![]() |
Er kærastinn fastur í klámheimum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viljum við Snowden til Íslands?
24.2.2016 | 17:17
Já, bjóðum endilega Snowden til íslands enda þótt ekki nægi að hann komi til að við verðum land gagnsæis og borgaralegra réttinda, lýðræðislegra vinnubragða eins og Róbert heldur.
Hinsvegar held ég að mikilvægt sé að við bjóðum velkominn baráttumann fyrir borgaralegum réttindum, og gegn ranglátum stjórnvöldum. Snowden er tákn fyrir réttlætið eins og Björk er tákn fyrir frumleika eða Hillary er tákn fyrir spillingu og auðræði.
![]() |
Vill að Edward Snowden fái hæli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
kostir og gallar
1.2.2016 | 22:01
Enda þótt þetta sé náttla hið hryggilegasta mál í hvívetna getum við þó glaðist yfir mörgu.
T.d. því að fólk skuli ennþá geta haft skoðanir á myndlist. Hallgrímur sem var lengst af góðvinur útrásarinnar en snéri við í hruninu eins og svo margir, hefur í verkinu upp ákall til list(ó)vinanna: ´can I be with you?´ Og þegar einhver aktívisti meðal þeirra svarar kalli listarinnar gæti mörgum þótt tilefni til að gleðjast. Eins og yfir kollega Hallgríms í kassanum. Síðan geta listfræðingar og hagfræðingar velt vöngum yfir hvað þetta svar þýði á listgagnrýninn máta. Sýnist sjálfsagt sitt hverjum.
Nú er Hallgrímur þar að auki kominn í hóp ofurlistamanna á borð við kanónur eins og van Gogh og Rembrant sem eiga það á CV-inu sínu að verk þeirra hafi orðið fyrir árásum og eyðileggingum. Þetta eykur vafalítið verðgildi þeirra verka sem Hallgrímur á óseld og safnarar vilja nú ólmir bæta í söfnin sín.
Síðan má ekki gleyma því að við sérhvert listaverk sem skilur eftir skarð, koma tryggingarnar inn með ákv. upphæð sem má fjárfesta í að nýju. E.t.v. ættu listaspírur því að setja það á oddinn (helst í fornáminu) að skemma allavega eitt verk á önn eftir einhvern lengra kominn (verðandi) kollega sinn.
Kannski var þetta bara hið besta mál þegar upp er staðið
?
Því raunar eru málverk ekkert annað en litir misvel fyrirkomið á strigapjötlu.
![]() |
Listaverk í HÍ eyðilagt með hnífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skaðað orðspor
13.1.2016 | 08:25
Já, Guð forði okkur frá því að fara að hugsa sjálfstætt. Þegar utanríkisráðuneytið (hver ætli sitji annars í þeirri nefnd?) segir að þeir verði að fylgja alþjóðalögum verða þeir fyrst og fremst að átta sig á eigin stöðu sem leiguþý bandarískra hagsmuna í deilu sem hefur vissulega fleiri fleti en hér eru dregnir upp. Og snýst einungis að litlu leiti um landamæri og friðhelgi ríkja.
Þessi undirlægja er hluti vandamálsins við flokkakerfi stjórnmálanna, fólk tapar eigin dómgreind og hugsjónum frammi fyrir flokksmaskínunni og fer að taka þátt í hjarðeðli flokksmeðlimanna, hverfur frá hinu mannlega til hins miðstýrða. Því þetta burthvarf frá sjálfstæðri hugsun er líka afsal eigin skoðana og dómgreindar. Hápunktar íslenskrar lýðveldissögu undangenginna ára hafa einmitt verið þar sem við tókumst á við miklu stærri ríki en okkur með hugsjónina eina að vopni og bárum sigur. Mér dettur hérna í hug lýðveldisstofnunin, útvíkkun landhelginnar og ICESAVE. Ef okkur ætti eitthvað orðspor að vera kært væri það réttlætisleit, sjálfstæð hugsun og óttaleysi - jafnvel þótt utanríkisráðuneyti að NATO aðild sé í uppnámi.
Því má síðan bæta við að stofnun lýðveldisins bar við með þeim hætti að nokkrir norskir and-konungssinnar kusu að fara eigin leiðir og rufu þarmeð samstöðu innan ríkjabandalags Haralds konungs. Ég reikna líka með að þar hafi allir verið nokkuð sammála þegar að grundvallaratriðum í öryggismálum kom. En þar réð konungur, nákvæmlega eins og í dæminu um NATO þar sem USA ræður.
![]() |
Myndi skaða orðspor Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lífsbjörg öðlingsstéttarinnar
30.12.2015 | 20:34
Já og enn og aftur getum við státað okkur af læknunum okkar sprenglærðu sem kunna að gefa út svo margar ólíkar tegundir af sýkla- og penicillinafbrigðum. Þeir hafa setið á skólabekk margir hverjir áratug og lært allt sem nöfnum tjáir að nefna um allar meinsemdir mannanna. Þeir ráða orðið öllu um líf og dauða og jafnvel þótt þeir berjist árangurslaust gegn vorgangsröðunarlistum á spítölunum þýðir ekki að fást um það, peningarnir eru jú einusinni öflugra hreyfiafl en eiðurinn hans Hippókratesar. Bullukolla hlýtur hún Sallý að vera að hnýta svona í þessa öðlingsstétt, ekki trúi ég þessu uppá blessað fólkið að efa sér ekki tíma í að skoða ástæður veikindanna okkar. Hvað var nú aftur ástæða lekanda fjöllyndi? Kannski þeir finni leið til að vinna ögn í því, kannski í samvinnu við Kára?
![]() |
Lekandi gæti orðið ólæknandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hitler had only one small ball
19.12.2015 | 09:51
Þegar ég var unglingur missti pabbi minn út úr sér vísukorn sem hann hafði lært á námsárum sínum í Englandi. Ekki að sökum að spyrja, það situr kirfilega fast síðan þá. En þetta á að hafa verið vísa sem breskir hermenn sungu til að auka sér hugrekki og dug. Hef nú alltaf talið að þetta væri svona dæmigerð vísa óvininum til lítillækkunar en ef þessi vitneskja er fyrst núna að skjótast upp á yfirborðið veit ég ekki hvaðan bretar höfðu hana. Né heldur hvernig var statt með hina foringjana þarna neðanbeltis.
Hitler had only one small ball.
Göring hat two but very small
Himmler had something similar
but poor old Goebbels had no balls at all.
![]() |
Hitler var með eitt eista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt 20.12.2015 kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mjög spennandi valkostur
4.12.2015 | 17:53
Já mjög spennandi valkostur og sérstaklega athyglisverður eftirmaður Ólafs Ragnars. Mjög frambærilegur og ræðinn á mörg tungumál. Fengi líklega atkvæði mitt ...
![]() |
Fallegt að fólk treysti manni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Meiri aularnir ...
28.11.2015 | 08:37
á tímum þar sem 3 heimstyrjöldin virðist vofa yfir, flóttamannastraumar kaffæra Evrópu, Tyrkland/Rússlandsdeilan, Sýrland í klessu, Úkraína í klessu, Afghanistan í klessu, ISIS heldur landsvæðum í helgreipum með vopnum frá USA ogTTiP samningurinn setur rétt stórfyrirtækja yfir rétti þjóða
á tímum þar sem svo ótal margt þarfnast úrlausnar ráðast þessir tölvutótar á stjórnarráðið og þá vegna þess að við veiðum nokkra hvali???
Þykir mér athyglisverð forgangsröðun og ekki til þess fallin að auka orðstír þessara fólks.
En kannski er ég að vekja athygli þeirra á mér ...
![]() |
Síður stjórnarráðsins enn niðri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |