Friðhelgi einkalífsins

Það er í raun alveg makalaust hve öll umræða á Íslandi er komin stutt á veg þegar um er að ræða þemu á borð við friðhelgi.  Hvergi í heiminum er Facebooknotkun eins almenn svo dæmi séu nefnd.  Hvergi þótti eins sjálfsagt að allir Íslendingar tækju höndum saman við að byggja gagnagrunn Íslenskrar Erfðagreiningar.  Hvergi þykir fólki eins sjálfsagt að alllir viti allt um alla.  Hvergi annarstaðar í heiminu (að mér vitandi) leggur fólk fram kennitöluna sína (social-security number) til að leigja sér mynddisk.

Hef stundum velt fyrir mér hvort þetta sé af sveitabragnum á öllu en hvar ég hef búið erlendis eru privacy issues mjög mikilvægar, fólk hugsar sig oft um áður en það setur nafnið sitt við einhverjar upplýsingar - einmitt af því að það er svo auðvelt að misnota þær.  Í Þýskalandi var Stasi og einhverju fyrr Gestapo, KGB, VSB, CIA, Mossad og hvað-þeir-nú-hétu-allir.  Og við ...?  Sérsveitina hans Björns Bjarna?

Kannski Birgitta hafi einmitt fengið nasasjón af því hvernig vilji stjórnvalda getur hneigst til rannsókna á einstaklingum og hvernig andvaraleysi þegnanna er þeim beinlínis hjálplegt.  Fyrst við fáum að fylgjast með þessari sakleysissviftingu ættum við að reyna að læra eitthvað í leiðinni.

Hvet alla til að skoða leitarvélar á borð við https://startingpage.com/
mbl.is Öruggast að senda sendibréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já, mig hefur lengi grunað þetta, en ekki haft vissu fyrir að það væri raunverulega svona.

Það er gott að Birgitta vekur okkur af þessum þyrnirósar-svefni og andvaraleysi okkar. Gott hjá henni

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.11.2011 kl. 15:06

2 identicon

Ameríkanarnir eru að hverfa til baka í J.McCarthyismann

fanatískan rebublikan, sem kom mörgum saklausum á kaldann klakan. þetta var í kringum 1950-4

Illa klikkaður með kommagrýlu í hverju horni.

Síðan sáu kanarnir að sér. Vonandi gera þeir það líka núna.

En það verður nú framtíðin.

Jóhanna (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 15:36

3 identicon

Það er auðvelt að gagnrýna USA en hæstiréttur Íslands sá ekkert athugavert við að tölvupóstur Jónínu Ben væri stolið og það af honum sem passaði Jóni Ásgeir væri birt í Fréttablaðinu.

Grímur (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 15:43

4 Smámynd: Björn Jónsson

Sammála Grími hér á undan. En................. Hver var aftur ástæðan fyrir því að Klikkuðu Kanarnir vildu komast í póstinn hennar ????????? Er það ekki rétt munað hjá mér að ástæðan sé sú að Birgitta tengdist, eða tengist sértrúarsöfnuði sem BRAUST inn á viðkvæmar síður hjá Klikkaða Kananum.  Þetta mál segir okkur að ekkert er öruggt sem fólk situr á netið.

Björn Jónsson, 13.11.2011 kl. 16:40

5 identicon

Sértrúarsöfnuðurinn braust ekki inn á neitt, þeir fengu hins vegar afhent gögn úr tölvukerfum. Ekkert ósvipað því og heimildarmaður blaðamanns myndi gera til að afhjúpa einhver mál.

Karl J. (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 17:34

6 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Persónulega finnst mér skipta minna máli ástæða þess að einhver vill komast í póstinn hjá einhverjum.  Öllu alvarlegra er hversu einfalt það er.  Og enn alvarlegra þykir mér hversu auðvelt við gerum það hverjum sem verða vill.  Zuckerberg er orðinn multi-skulti-milljóner á kjánaháttinum í fólki.

Ragnar Kristján Gestsson, 13.11.2011 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband