dragg, um drögg, frá dröggi, til dröggs


Nú er ekki lengur þorandi að hafa skoðun á Hinsegin dögum svo ég held skoðun minni fyrir mig á hópi sem á ekkert sameiginlegt nema þá kynhvöt sem beinist að eigin kyni.  Hinsvegar er þessi borgarstjóri  merkilegt kerti sem minnir mig á söguna um fjöðrina sem var þar að finna sem vindar blésu henni.  Gnarr er einkar viðfeldinn kall sem hefur daðrað við hina ýmsu þjóðfélagshópa, kallar sig trúð á góðum degi, titil sem virðist kannski ná kjarna þess sem hann hefur fram að færa.  Í öllu falli er ég óskaplega feginn að hann sé ekki við stjórnvölinn í mínu bæjarfélagi, nógu erfitt er þar samt. 

En fyrir mig fávísan, er dragg bara þegar karlmenn íklæðast kvenmannsfötum?  Ekki þegar konur íklæðast karlmannsfötum? Cool


mbl.is Óvæntur gestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Jónsson

Ósammála er ég flestu í færslu þinni en hef þó sjaldnast þolinmæði til að nöldra í fólki. Vildi samt svara spurningu þinni, í þeirri von að þú og fleiri reynið að öðlast meiri skilning og vitneskju um lífsskoðanir og stíl annarra frekar en að setja ykkur upp á móti þeim. Öll eigum við jú að geta lifað í sátt og samlyndi þrátt fyrir mismunandi "smekk á lífinu", nógu mikið er af alvöru vandamálum í heiminum fyrir utan þau sem við sköpum okkur með þesslags sundrung.

Drag er semsagt að klæðast fötum sem hafa sterka félagslega tengingu í viðeigandi samfélagi við annað kyn en manns eigin. Það á við hvort sem er um kvenmenn eða karlmenn og rannsóknir sýna að það er iðkað af fólki af öllum kynhneigðum og kynþáttum. Merkilegir fordómar gagnvart slíku í rauninni miðað við það að í gegnum aldirnar hafa svo mismunandi hlutir verið "karlkyns" eða "kvenkyns" í slíku, á mismunandi stöðum, að línurnar ættu að vera óljósari en þær eru. En svona er hugsunin fyrir fólk sem lifir í nútímanum, við sjáum í gegnum gleraugu okkar samfélags sem við höfum upplifað, og þess vegna finnst mörgum það sjálfsagt og augljóst að borgarstjóri ætti ekki að vera í "dragi". Vonum bara að heimurinn haldi áfram að þróast frá miðaldarhugsunum í átt til þess að fólki sé frjálst að lifa eftir sínum ákvörðunum og löngunum. :)

Friðrik Jónsson, 6.8.2010 kl. 12:23

2 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Þakka þér æði góða skilgreiningu á draggi.  Ég viðurkenni að ég ýkti ögn fávísi mína til að ná ákv. áhrifum fram.  Mig langar til að benda þér á notkun þína á orðunum fordómar og hinsvegar skoðunum (stíl/ákvörðunum/löngunum/...).  Að ég láti í ljós það að mér þyki það óþarfi að bera kynlöngun / -þörf / -þrá sína á torg gerir mig fordómafullan og í miðaldahugsun - en þú ert í nútímanum, frjáls til að lifa eftir þínum ákvörðunum og löngunum.  En nú hef ég lengi velt fyrir mér þessu fyrirbæri áður en ég komst að þessari niðurstöðu og er þessum lífsstíl einfaldlega ósammála - er ég ennþá fordómafullur?  Eða bara ósammála?  Þurfum við virkilega að vera öll sammála til að geta lifað í sátt og samlyndi?  Ég held að ég geti auðveldlega borið virðingu fyrir þér án þess að vera sammála öllu sem þú gerir.  Sérð þú það ekki eins?  Þannig að þar væri vonandi eitt sem þú gætir verið sammála mér í þessari færslu.

Ég held annars að þessi sexualisering almennt og í opinberu rými sé partur af stærra vandamáli sem á eftir að skjóta upp kollinum víða.  Sumir tala um að á eftir generation X komi einmitt sú sem nefnd er generation sex.

Ragnar Kristján Gestsson, 6.8.2010 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband