Icesave og ESB er tvennt ólíkt - og þó!

Ég hef skoðað kosti og galla inngöngu í ESB og er henni ekki hlynntur.  Það hefur hinsvegar ekkert með Iceslave að gera enda þótt þessi mál tengist víða.  T.d. í þeim þvingunaraðgerðum sem Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn með sín tengsl inn í Evrópusambandið beitir að ógleymdum makrílveiðunum sem eru í enn í brennidepli.

Og nú hlýt ég að spyrja mig hvernig nokkrum detti í hug að „stækkunar“-stjórinn sjálfum búi yfir „hlutlausum upplýsingum“.  Líklega hefur Göbbels líka fundist hann búa yfir hlutlausum upplýsingum um innlimum Tékkóslóvakíu heitinnar.  Við skulum kalla þetta áróður, OK?  Sem ESB leggur fúlgur fjár í.  Hvaða sjóði hafa andstæðingar ESB að leita í svo fyrrnefnds hlutleysis og að auki jafnræðis sé gætt?
mbl.is Gætu „tekið Noreg á þetta"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband