Færsluflokkur: Heilbrigðismál
Kári Amgen Trump
9.4.2021 | 10:23
Alveg þykir mér ótrúleg fylgispekt fjölmiðla við lobbyista lyfjafyrirtækisins Amgen. Maður sem er augljóslega með hagsmuni þeirra að leiðarljósi er eilíft tekinn tali þegar talið berst að hinum og þessum augljósum vandkvæðum á framkvæmd sóttvarnarhugmynda Þórólfs. Rétt eins og engir aðrir vísindamenn séu málshæfir. Læðist hreinlega að mér sá grunur að fjölmiðlar fylgi einhverju agenda?
Getum við ekki reynt að hafa hlut þrýstihópa lyfjaframleiðenda sem smæstan í stað þess að leyfa þeim að sitja í kjöltu forsætisráðherra (eða er það omvent?) og vera þá sem ríkisstjórnin virðist leita til annara fremur.
Langar annars að taka ofan fyrir Sigríði og reyndar líka Brynjari Nielsen sem bæði hafa sýnt sig og sannað sem talsmenn réttsýnnar umræðu sem tekur tillit til allra þátta.
Sigríður sendir Kára pillu vegna Trump-samlíkingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Önnur útskýring
8.5.2018 | 08:07
Gleðst yfir trú Trentons og foreldra hans. Oft er hið óútskýranlega einmitt þessi æðri kraftur sem streymir um æðar okkar.
Hinsvegar var það líffæraskiptin sem vöktu áhyggjur og óhug minn. Einmitt þetta er martröð margra, í eina tíð hét það ´kviksettur´ og það var þegar læknavísindin voru aftar á merinni en í dag. Hinsvegar,ólíkt sem þau telja sér trú um (sama gilti raunar á miðöldum), eru þau víðsfjarri því að vera óskeikul. Eins og dæmin sanna. Hef alltaf haft fyrirvara á umræðunni um ætlað samþykki og get því bara tekið undir þær efasemdir sem til staðar eru varðandi bráðræði í framkvæmd líffæragjafa.
Heiladauði er alls ekki til.
Hann er uppfinning ígræðslufræðinnar.
Prófessor Franco Rest
Vaknaði úr dái á síðustu stundu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athyglisvert myndband
7.5.2018 | 10:29
Það verður efalaust áhugaverður fyrirlestur Dr. Jordans Peterson í Silfurbergssal Hörpunnar dagana 4. og 5. júní nk. Langaði að hafa þetta brot úr viðtali breska blaðamannsins Cathy Newman við Petterson í janúar 2018. Þetta brot hefur verið kallað ´Ha, Gotcha´ af ástæðum sem koma fljótlega fram í viðtalinu:
Berst gegn öfgum og ofstæki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
#égstyðljósmæður
27.4.2018 | 13:01
Ljósmæður hafa tekið á móti öllum mínum börnum, það elsta fæddist á Eiríksgötunni og öll hin heima. Á þessar stétt meira að þakka en flestum öðrum. Verð líka að bæta því að enda þótt ég gleðjist yfir stuðningi Læknafélagsins við málstað ljósmæðra, stafar vandi ljósmæðranna m.a. af oftrú samfélagsins á læknum og vélunum þeirra sem segja ping.
Stjórn Læknafélagsins styður ljósmæður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Angar klámvæðingarinnar
22.3.2018 | 12:27
Já Kolbrún, en þetta er ekki vel einhlítt. Sonur minn er á 1. ári í framhaldsskóla og læknanemahópur frá Ástráði kom í heimsókn og sýndi efni sem honum þótti klámfengið. Þar hefði fyrirlesarinn lofað klámáhorf og sagst horfa drjúgt á það sjálfur. Tjáði sig um mikilvægi þess í þroskaferli ungmenna. Stemningin yfir "kynfræðslunni" var öll á þann dúrinn að syni mínum ofbauð svo að hann stóð upp og kvaddi. Kvartaði síðan til skólastjóra. Í bréfaskriftum sem fylgdu milli mín og skólastjórans ræddi hann um særða blygðunarkennd og afar misjöfn viðmið fólks. Breytti þar engu um að kennarar hefðu yfirgefið stofuna svo enginn starfsmaður skólans vissi hvað hefði gengið á.
Auðvitað er þetta samfélagslegur sjúkdómur sem hittir okkur öll fyrir, án tillits til þess hvort maður er klám "neytandi" eða "neitandi". menn sem konur og ekki annað í boði að berjast gegn þessu. Hér snýst þetta ekki um neitt annað en virðingu sem við VERÐUM að hafa hvert fyrir öðru.
Drengir yngri en 11 ára horfa á klám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Barnanauðgarinn Kinsey
12.1.2018 | 08:06
Sem stendur er verið að vinna námsefni í nafni kynfræðslu, réttinda barna eða kynhneygðar í skólum. Þetta námsefni snýr að forvörnum og snemmkynfræðslu barnsins og gerir það að skyldunámsefni í skólum! En í raun réttri grafa hér stjórnvöld undan kynuppeldinu.
Þetta hófst ekki í gær heldur á sér langan og alþjóðlegan aðdraganda.
Upphafið að öllu þessu var útfært og innleitt í smáatriðum árið 1938 í Bandaríkjunum af kynjafræðingnum Alfred C. Kinsey.
Alfred Kinsey er gjarnan nefndur "mikilvægasti kynjafræðingur 20. aldarinnar. En það er alrangt!
Vissulega var hann áhrifamesti þátturinn í skoðunamótun sam- félagsins hvað kynhegðun varðar en það er allt annað. Raunar eiga nánast allar núverandi kynfræðslustefnur í heiminum rætur sínar að rekja til verka Kinseys!
Þessar stefnur miðla því sjónarhorni kynferðis að allir hlutir séu mögulegir. Hin svonefnda nútímahugsun um kynlíf og kynhegðun er mótuð af Kinsey. En í framkvæmd hefur það sýnt sig að hér er um að ræða stórhættulegan hugsunarhátt sem hefur leitt til ótölulegra glæpsamlegra athafna.
Með bókum sínum setti Dr. Sex, (en svo var hann nefndur) mark sitt á kynferðislegan hugsunarhátt nánast alls heimsins! Sumsé maður sem með orðum sínum hefur vald yfir fjölda þjóða. Maður sem með fræðum sínum er nú fyrst virkilega farinn að bera ávöxt.
En hver nákvæmlega var þessi Kinsey?
Úr því sem komið er gæti engin spurning verið mikilvægari en þessi.
Á starfsferli sínum safnaði Kinsey 18.500 kynlífsdæmum með sérstöku dálæti á börnum undir lögaldri með það að leiðarljósi að opinbera þau. Æðsta markmið Kinseys var hinn kynferðislegi margbreytileiki. Sjálfan sig nefndi hann afturhaldsaman vísindarmann en árið 1997 dró þýska tímaritið Der Spiegel (sjá HÉR) hið ótrúlega tvöfalda líferni Kinseys fram í dagsljósið.
Koma grunnrannsóknir um kynhegðun fólks til álita í huga fólks sem veit fyrirfram að frumkvöðull þeirra var glæpsamlegur barnaníðingur og tölfræðifalsari?
Vissir þú að grundvöllur þeirrar snemmkynfræðslu sem nú er í tísku, hvílir sannanlega á vísindlegum grunni af þessu tagi?
Það sem Alfred C. Kinsey taldi vera venjulegt kynlíf barna var ekkert annað en kynferðislegar pyndingar á börnum. Kinsey hafði ástríðufullan áhuga á fullnægingargetunni og sér í lagi hjá börnum, þ.e.a.s. hjá drengjum ókomnum á kynþroskaaldur og sem fá ekki sáðlát!
Á grundvelli rannsókna Judith Reisman (sjá HÉR) var gerð heimildarmyndin The Children of Table 34 (Börnin á lista 34 - sjá HÉR). Myndin, sem opinberaði hryllilega hluti, var gerð frekari þolendunum til verndar.
Í nánu samstarfi við hr. Green kom til þessa djöfullega lista 34. Hópur frá BBC kom upp um að hr. Green væri Rex King, fjöldanauðgari sem misnotaði meir en 800 drengi og stúlkur kynferðislega. Á þessum lista flokkaði Kinsey upplýsingar um fullnægingargetu hvorki meira né minna en 317 karlkyns ungbarna og drengja.
Tilraun með kynfræðslu frá 1. upp í 10. bekk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Barnabætur í Þýskalandi
11.9.2017 | 13:54
Þar sem ég þekki til í Hamburg, Þýskalandi fletti ég snöggvast upp hjá þeim hvernig þeir haga málum. Einhver munur getur verið milli Bundeslandanna.
Við fæðingu barns er hægt að sækja um foreldrafé sem er að jafnaði 67% (65-100%) af fullum nettólaunum. Það er að lámarki 300 (íkr 38.337) og hámarki 1800 (230.022) og fæst fyrstu 14 mánuðina eftir fæðingu. Allskonar aukagreiðslur auka foreldrum möguleikann að vinna hlutastarf.
Að auki eru barnapeningar mánaðarlega greiddir, 192 (íkr. 23.536) fyrir hvert barn, einhver hækkun er fyrir hvert barn eftir 3. barni.
Þannig fær barnafólk að minnsta kosti kr. 61.837 fyrsta árið til að auðvelda þeim barnsburðinn.
Þetta er vel að merkja greiðslur frá hinu opinbera, ekki það sem hver og einn þiggur frá sínum vinnuveitanda vegna lögbundins fæðingarorlofs.
snjallsímafíkn
16.4.2017 | 10:30
Nú hlýtur einfaldlega greinin í Morgunblaðinu að hafa verið ítarlegri og betri en þessi takmarkaði stúfur sem mbl.is birtir. En maður veit aldrei.
En fyrir þá sem vilja auka skilning sinn á þessu vandamáli þá er hérna (líklega) greinin sem einhver þýðandi snaraði úr fréttaskeyti frá fréttaveitunni AFP (eru þýðendur á lægri launum en blaðamenn?). Ég fæ raunar ekki séð að Scientific Reports sé tímarit heldur gagnagrunnurinn nature.com Hvað um það. En síðan fylgja hérna 4 aðrar greinar úr sama grunni og greinarnar frá nature.com
Daily touchscreen use in infants and toddlers is associated with reduced sleep and delayed sleep onset
https://www.nature.com/articles/srep46104
Analysis of circadian properties and healthy levels of blue light from smartphones at night Áhugaverð grein seem fjallar um neikvæð áhrif á svefn í kjölfar lækkunar melantóníns af vegna ljóssins af sjallsímaskjám
https://www.nature.com/articles/srep11325
To use or not to use? Compulsive behavior and its role in smartphone addiction Áráttuhegðun og hlutverk hennar í snjallsímafíkn.
http://www.nature.com/tp/journal/v7/n2/full/tp20171a.html
Og síðan til áherslu, tvær greinar sem fjalla um vanda í kjölfar svefntruflana
Narcolepsy
https://www.nature.com/articles/nrdp2016100
Association between sleep duration and overweight: the importance of parenting Grein um tengsl milli svefns offitu: mikilvægi uppeldis.
http://www.nature.com/ijo/journal/v36/n10/full/ijo2012119a.html
Snjallsímabörn sofa minna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Æi, ekki núna ...
21.3.2017 | 19:42
Núna fer Landlæknir offörum og heimtar allsherjarbólusetningu á alla, þingkonur Sjálfstæðismanna krefjast þess að allir óbólusettir séu fluttir útí einhverja eyju utan alfaraleiðar og blöðin fyllast af hryllingssögum af hvernig þetta var. Ojæja. Þessi 95% bólusettra er þó væntanlega öruggir gegn veikinni.
Mislingar staðfestir á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kára-Care?
5.11.2016 | 08:02
Enda þótt þetta sé lýsing á Obama-Care og alúðinni sem bandarískt kerfi sýnir börnunum sínum, er þetta líka lýsing á því sem yfirmenn sjúkrahúsa telja meðeðlilegum hætti og því sem notendur sjúkrahúsa upplifa.
Sem leiðir líka hugann að ofurhátækni sjúkrahúsinu sem Kári ofl. vilja að rísi. Er sami munur á þeirra skynjun og þess raunveruleika sem við viljum? Þeir hömruðu á því að þetta væri aðalkosningamálið á meðan að venjulegar fjölskyldur berjast í bökkum við að láta enda ná saman.
Og að lokum: smá myndskeið frá Monty Python í tilefni dagsins.
Ól barn í bílnum, ber að greiða 7.400 dali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |