Bólusetningarskylda stjórnarskrárbrot

Það er mín fullvissa að bólusetningarskylda af þessu taginu er stjórnarskrábrot.  Í besta falli gríðarlega vanhugsað frumhlaup og virkilega Degi B. Egg til hróss að hafa komið auga á það.  Sjá hér.

Að sama skapi er það sóttvarnarlækni til lítils hróss að breiða út ótta, bæði við meintar sóttir (mörgum er enn í ferslu minni frumhlaup hans varðandi allar undanfarnar stórsóttir, hvort sem þær eru kenndar við fugla eða svín) og við þessa sviptingu frelsisins. 

Að mínu mati stendur þessi krafa þvert gegn einstaklingsfrelsinu sem stjórnarskráin gætir og nefni ég þá fyrst 65. greinina sem segir að allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.

Jafnvel spurning hvort í þessu felist ekki líka annarskonar frelsissvipting, því kjósi sú fjölskylda að fylgja staðfestu sinni og láta ekki bólusetja eru þau án á leikskólamöguleika og því án framfærslumöguleika.  Merkilegt annars hve umræðan fór útá margskonar villigötur, mér hefur t.d. sýnst (þvert á allar fullyrðingar læknastéttarinnar og blaðamanna) að þeir sem kjósi að bólusetja ekki hafi fyrir máli sínu vel ígrunduð rök og hafi unnið umtalsverða bakgrunnsvinnu.

Síðan efast ég stórlega um vald sóttvarnarlæknis að láta „kalla inn“ óbólusett og vanbólusett börn.  Hvaða lagaboð eða -bókstaf ber hann þar fyrir sig?  Hvenær hættu landsmenn að vera fyrir honum sjálfstæðar persónur með ákvörðunarrétt, kröfu á virðingu oþh. og urðu að einskonar vörunúmerum sem þörf er að „kalla inn“ eins og hvern annan gallaðan varning.  Hver þjónar hér hverjum? 

Hlýt þó að gleðjast að einhver stöðvaði þessa vitleysu áður en að til skerðingar á persónuréttindunum kom því á hvaða leið værum við þá? 


mbl.is Óþarfi að skylda bólusetningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband