Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
849 fósturmorð
31.3.2008 | 19:44
![]() |
849 fóstureyðingar árið 2006 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Til hamingju með daginn ...
21.3.2008 | 13:23
Þegar ég leit í morgun yfir til hans Sigurðar nágranna sá ég að hann hafði flaggað í hálfa stöng. Nú lætur hann trúmál sem vind um eyrun þjóta öllu jöfnu, dauði Krists og þær afleiðingar sem hann hafði og hefur enn, skiptir Sigga sumsé litlu máli. Ef ég hefði nothæfa fánastöng, fána og tilbehör flaggaði ég hinsvegar í fulla stöng. Hversu hræðilegur sem dauði Krists var, beinast augun ekki að augnablikinu heldur því sem það leiðir af sér. Á sama máta gleðst ég yfir þeim sem loksins klúðra sínum málum svo augun opnist fyrir því lífi sem þeir lifa. Öll erum við syndarar og skortir Guðs náð. Og ég síst þar undanskilinn. Þótt ég hafi tekið á móti Kristi sem leiðtoga lífs míns fyrir bráðum 15 árum er ég fjarri því fullnaður enn. Kristur er jú vegurinn (sannleikurinn og lífið) og hjá mér er góður spotti ófarinn enn.
Því óska ég OKKUR öllum til hamingju með daginn
Best varðveitta leyndarmál helvítis
9.3.2008 | 12:03
Mér þætti gott að fá einhverjar athugasemdir við þessu merkilega video sem ég fann á GodTube. Ég er enn að garfa í hvernig ég set videoglugga inn, þetta nálgast vissulega en er ekki komið enn... Sem dregur þó ekkert úr gæðum innihaldsins.
.
slóðin er http://www.godtube.com/view_video.php?viewkey=bb01943234bce7bf8453
Trúmál og siðferði | Breytt 15.3.2008 kl. 06:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Þetta snýst bara um Jesús Krist sjálfan - HANN - ekki okkur
24.2.2008 | 15:24
Og HANN byrjaði á Móse og öllum spámönnunum og útlagði fyrir þeim það, sem um HANN er í öllum ritningunum. (Lúk 24.27)
... sem um MIG er ritað í lögmáli Móse, spámönnunum og sálmunum. (Lúk 24.44)
... Vér höfum fundið þann, sem Móse skrifar um í lögmálinu og spámennirnir, Jesú frá Nasaret, son Jósefs. (Jóh 1.45)
Þér rannsakið ritningarnar, því í þeim hyggist þér eiga eilíft líf. Og það eru þær, sem vitna um MIG. (Jóh 5.39)
Ef þér tryðuð Móse, munduð þér líka trúa MÉR, því um MIG hefur hann ritað. (Jóh 5.46)
HONUM bera allir spámennirnir vitni ... (Post 10.43)
Aðalumfjöllunarefni Jesú Krists er: Jesús Kristur sjálfur-
ÉG er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra, sem til MÍN kemur, og þann aldrei þyrsta, sem á MIG trúir. (Jóh 6.35)
ÉG er ljós heimsins. Sá sem fylgir MÉR, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins. (Jóh 8.12)
Til dóms er ÉG kominn í þennan heim, svo að blindir sjái og hinir sjáandi verði blindir. (Jóh. 9.39)
ÉG er dyrnar. Sá sem kemur inn um MIG, mun frelsast ... (Jóh 10.9)
ÉG er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina. (Jóh 10.11)
ÉG er upprisan og lífið. Sá sem trúir á MIG, mun lifa, þótt hann deyi. (Jóh 11.25)
ÉG er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir MIG. Jóh 14.6)
ÉG er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Sá ber mikinn ávöxt, sem er í MÉR og ÉG í honum, en án MÍN getið þér alls ekkert gjört. (Jóh 15.5)
Aðalumfjöllunarefni heilags Anda er: Jesús Kristur sjálfur-
Þegar hjálparinn kemur, sem ég sendi yður frá föðurnum, sannleiksandinn, er út gengur frá föðurnum, mun hann vitna um mig. (Jóh 15.26)
Hann mun gjöra mig dýrlegan, því af mínu mun hann taka og kunngjöra yður. (Jóh 16.14)
Aðalumfjöllunarefni postulanna er: Jesús Kristur sjálfur-
En þér munuð öðlast kraft, er heilagur andi kemur yfir yður, og þér munuð verða vottar MÍNIR ... (Post 1.8)
og hann mun senda Krist, sem yður er fyrirhugaður, sem er Jesús" (Post 3.20)
Létu þeir eigi af að kenna dag hvern í helgidóminum og í heimahúsum og boða fagnaðarerindið um, að Jesús sé Kristur." (Post 5.42)
Filippus fór norður til höfuðborgar Samaríu og prédikaði Krist þar." (Post 8.5)
Filippus tók þá til orða, hóf máls á ritningu þessari og boðaði honum fagnaðarerindið um Jesú." (Post 8.35)
...og tók þegar að prédika í samkunduhúsunum, að Jesús væri sonur Guðs." (Post 9.20)
Og hann bauð oss að prédika fyrir lýðnum og vitna, að hann er sá dómari lifenda og dauðra, sem Guð hefur fyrirhugað." (Post 10.42)
...tóku þeir einnig að tala til Grikkja og boða þeim fagnaðarerindið um Drottin Jesú." (Post 11.20)
Jesús, sem ég boða yður, hann er Kristur." (Post 17.3)
...því að hann flutti fagnaðarerindið um Jesú og upprisuna." (Post 17.18)
...Páll [gaf] sig allan að boðun orðsins og vitnaði fyrir Gyðingum, að Jesús væri Kristur. " (Post 18.5)
...Ég særi yður við Jesú þann, sem Páll prédikar.'" (Post 19.13)
...en vér prédikum Krist krossfestan..." (1Kor 1.23)
...Er ég kom til yðar, bræður, og boðaði yður leyndardóm Guðs...Jesú Krist og hann krossfestan." (1Kor 2.1-2)
Sonur Guðs, Jesús Kristur, sem vér höfum prédikað á meðal yðar,..." (2Kor 1.19)
Ekki prédikum vér sjálfa oss, heldur Krist Jesú sem Drottin,..." (2Kor 4.5)
...þóknaðist að opinbera mér son sinn, til þess að ég boðaði fagnaðarerindið um hann meðal heiðingjanna,..." (Gal 1.16)
..[mér] var veitt sú náð að boða heiðingjunum fagnaðarerindið um hinn órannsakanlega ríkdóm Krists..." (Efe 3.8)
Kristur er allt að einu boðaður, hvort sem það heldur er af uppgerð eða heilum hug." (Fil 1.18)
Hann boðum vér, ..." (Kol 1.28)
Hann opinberaðist í holdi, ... var boðaður með þjóðum..." (1Tim 3.16)
Draumurinn
7.2.2008 | 06:22
Mig dreymdi í nótt að ég væri myndlistamaður. Ég hafði fengið stóran sal til umráða, hátt til lofts og vítt til veggja en mjög hráan, svipaðan húsi tilbúnu undir tréverk. Ég fékk til liðs við mig vini mína og fjölskyldu en líka fólk af öllu tagi, iðnaðarmenn og fagfólk. Þarna eyddum við [draum-] vikum í að innrétta allt: flísaleggja gólfið, reisa upp veggi og byggja eldhúsinnréttingu með allskyns skápum og öllum þeim græjum sem í flottri innréttingu eiga að vera. Miklum tíma var eytt í þetta og allir viðstaddir áttu þarna langar samvistir - oft fram á nótt. Allt var fínpússað í hólf og gólf og hugað að sérhverju smáatriði. Nema á frumsýningardaginn, nokkrum mínútum fyrir opnunina var ég á þönum fyrir aftan verkið, að stinga rafmagnssnúrum af öllum þessum ótengdu rafmagnstækjum eldhússins inn í skápa og á bakvið þegar ég áttaði mig á að ég hafði ekki sent neina boðsmiða. Einhvernvegin fannst mér þetta vera allt í lagi, áttaði mig um leið hvað verkið heitir og skrifaði það á áberandi stað á þann vegg sem snéri að innganginum. . Síðan tók ég mér stöðu fyrir framan hjálparfólkið (sá útundan mér að einhverjir nýkomnir gestir höfðu bætst við í hópinn) og hélt opnunarræðuna um það sem mér hafði skilist þarna fyrr:
Góðir gestir, það sem þið sjáið hérna er verk sem heitir Tilveran´. Mestur hluti sýningartímans fór í að setja sýninguna upp svo að tíma verksins er brátt lokið. Þetta verk á sér því hvorki nokkra tilveru áður en við komum hingað né eftir að við förum héðan. Þetta verk á sér enga tilveru nema í samvinnu þeirra sem að því stóðu: vina minna, fjölskyldu og þeirra sem tóku þátt. Það lítur út fyrir að vera nothæf íbúðareining en er það ekki - eini tilgangur hennar var samvinna þeirra sem að henni stóðu. Veggirnir sem þið sjáið inni í rýminu eru engir alvöru stoðveggir, heldur tjaslað saman fyrir þessa einu sýningu; þegar við förum héðan verður þetta allt rifið. Ekkert tækjanna virka, hér er hvorki straumur né vatn, Það eina sem stendur er samvinna þessa fólks og það sem það gerði. Því bið ég ykkur að athuga verkið vel og gera ykkur það minnistætt. Ég segi sýninguna því setta og bið ykkur að gjöra svo vel.
... og þá hringdi klukkan.
Mör-gæs eða mörgæs ...
27.1.2008 | 16:30
Plottið í nokkrum orðum: Keisaramörgæsir ferðast frá hafinu á hverju hausti, mörg hundruð km. allstaðar frá inn í land í dalinn Oamoc til að makast, eru þar uns kvendýrið hefur verpt, þá tekur karlinn við egginu og konan heldur til hafs í 2 mánuði. Á meðan þreyir karlfuglinn þorrann með eggið falið milli fóta sér undir húðfellingu uns unginn ungast út. Konurnar borða þennan tíma allt hvað af tekur og flýta sér síðan til baka til að gefa unganum að borða því karlinn er þá búinn að svelta í 4 mánuði og hefur ekkert aukreitis handa afkvæminu. (Það er jú hávetur, -40°C , 3 vikna ferðalag frá sjó og hvergi neina fæðu að fá). Flest kvendýranna ná til karlanna og taka við ungunum en karlarnir flýta sér glorhungraðir til sjávar. Skiptin endurtaka sig síðan enn einu sinni áður en sumarið er komið.
En þvílík barátta fyrir lífinu. Að horfa á þetta sem fyrirmynd hinnar óeigingjörnu baráttu okkar fyrir því lífi (Jóh 1.4) sem er í Guði, var hreint stórkostlegt. Hvernig karlarnir hópuðu sig saman sem einn líkami gegn stórhríðinni: við munum þrauka vegna þess að við myndum þykkt teppi, risastóra brynju. Einstaklingarnir munu deyja vegna þess að þeir njóta ekki verndar hinna. Og þegar óvinurinn sækir að, hópa sig dýrin saman, og eins og alltaf falla dýrin sem sækja í einsemdina treysta á eigin mátt fylgja ekki leiðtoganum. Og pörunardansinn: hin algera samvinna manns og konu á öllum sviðum, þar sem þau dansa uns allar hreyfingar eru í fullkomnum takti. Í miskunarlausu umhverfi getur hver röng hreyfing þýtt dauða fyrir hið nýja líf sem fæddist hjá þeim. (Þekkjum við ekki öll dæmi þessa?)
Við sem höfum barist svona fyrir lífinu okkar sjálfra og annarra ættum að kannast við þessa baráttu, hve erfið hún er en jafnfram hve sigurinn er sætur þegar vel til tekst. Við sem berjumst í bæn og föstu fyrir fólki sem stendur frammi fyrir frostinu og dauðanum þekkjum hversu banvæn einsemdin er. Þar sem frostið er svo mikið að sjálfur vindurinn frýs, þar og vegna þessarar baráttu okkar klekjast sífellt fleiri ungar út. Og við áttum okkur á því að það erum ekki við sem skiptum öllu máli heldur Guð ... og lífið sjálft. Og einhverntíman yfirgefa ungarnir foreldrana og hefja sjálfir lífsins dans og við þökkum Guði fyrir þá náð sem Hann hefur auðsýnt enn á ný.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Andleg tannburstun?
24.1.2008 | 20:32
Ég heyrði þessa samlíkingu frá svissneskum Biblíukennara sem ég er í sambandi við, Ivo Sasek:
Ef við burstum ekki tennurnar á okkur felst náð GUÐS ekki í því að við fáum engar holur, heldur að HANN kennir vissum manneskjum heiðarleika og öðrum að bora í tennur.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skuldbinding, hvað á það að þýða?
13.1.2008 | 16:00
Munkarnir sögðu íslendinga vingjarnlega og almennt forvitna um klausturlífið og bróðir Davíð Tencer fræddi okkur áhorfendur um að jólahaldið í klaustrinu miðast eingöngu við að halda uppá fæðingu Krists. Hann segir að stærsti munurinn á trúarlífi íslendinga og slóvaka væri hve sjaldan þeir fyrrnefndu kæmu til kirkju og bætti við: Margir eru trúaðir en bara persónulega trúaðir svona eins og þeir segi: Ég er trúaður og trúi eins og mér finnst gott að trúa ...
Þetta kveikti einmitt í mér og er einmitt eitthvað sem ég hef velt vöngum yfir, einstaklingshyggjan og trúin. Afskaplega margir vilja smíða sér sína eigin trú, sitt eigið trúarkerfi sem er þá sniðið að þeirra eigin hugmyndum um lífið og tilveruna, svona designed faith. Þá er tekið gospel með smá af ásatrúarsvalli og dash af jóga + soaking (=joking?) og skreytt með persónulegu nirvana á toppnum. Þetta er tekið inn í vægum skömmtum - eftir löngun og þörf hverju sinni sem oftar en ekki tengist fjarlægð frá útborgunardegi. T.d. er sungið um frelsi en það síðan ekki skilgreint neitt nákvæmlega, frelsi frá hverju og til hvers. Að sjálfsögðu öðlast þeir sem trúa og fylgja Jesú frelsi eins og fullt af fólki getur borið vitni um í eigin lífi - ég sjálfur meðtalinn. En orð eins og skuldbinding, hvernig stendur þessarri einstaklingshyggju, hvernig förum við að því að axla okkar kross og fylgja Honum ef bara smá hluti að því sem Hann segir hentar okkur? Ég þjóna í kirkju og veit hve erfitt það er að fá fólk til að gefa tíma sinn fyrir þennan Krist sem það lofar og dýrkar. Stundum finnst mér fólk skuldbundnara uppáhalds sjónvarpsþættinum sínum en Kristi. Hvað þýða orð í dag eins og skulbinding og sameiginleg ábyrgð? Ég held að ég hafi aldrei fengið meiri festu og öryggi inn í mitt líf en þegar ég tók þessa ákvörðun: að láta mitt já vera já og orð mitt standa. Þannig kemur Jesú fram við mig, ég trúi því að þannig vilji Hann að við komum fram við aðra.
Trúmál og siðferði | Breytt 9.2.2008 kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Úr mínus í plús
4.1.2008 | 17:53
Gleðilegt ár
31.12.2007 | 23:44
Klukkuna vantar 15 mín. í miðnætti og útifyrir smellur og hvellur eins og í meðalborgarastyrjöld. Gleðilegt ár öllsömul og sjáumst endurnærð á því nýja.