Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
Eitt ljóð eftir Jónas
29.12.2007 | 09:52
Mér finnst það vera fólskugys
að fara niður til helvítis
og eyða aldri sínum
innan um brennu illan geim
ólíkan drottins sólarheim,
svo hrollir huga mínum.
Skötubarðvængjuð fjandafjöld
flaksast þar gegnum eilíft kvöld,
glórir í glóðir rauðar,
þar er ei nema eldur og ís,
allt í helvíti brennur og frýs,
Satan og sálir dauðar.
Jónas Hallgrímsson
1807-1845
Áttu silfur og gull?
28.12.2007 | 21:16
Silfur og gull á ég ekki en það sem ég hef, það gef ég þér. Í dag hefur þetta snúist við og gæti heitið á þessa leið: ég á ekkert annað en silfur og gull og bara það gef ég þér. Hérna get ég varla stillt mig að vippa mér ekki út í þjóðfélagslega gagnrýni á kaupháttum og forgangsröðun því mitt í auglýsingaflóðinu fyrir jólin fannst mér ég geta heyrt allar þessar íslensku fjölskyldur sem auglýsingunum var beint að, segja: Barnið mitt, fyrst ég kýs að taka óskir mínar um efnisleg gæði framyfir óskir þínar um tilfinningaleg gæði skal ég þó allavega sjá til þess að leikföngin þín séu nógu ríkmannleg.
Okkur hjónin langaði hreint ekki til að taka þátt í þessu át- og kaupsukki þannig að þótt við fengjum fullt af pökkum skildum við allt eftir og fórum uppí sveit yfir jólin. Áttum síðan yndislega stund í leigðum bústað á Flúðum og eyddum þar 5 dögum saman, í bæn og vinnu innávið með krökkunum, gátum betur en nokkru sinni fyrr notið þess að gleðjast yfir fæðingu frelsarans - öll saman. Þess á milli reistum við snjókall, eltum refaspor upp um hlíðar, skoðuðum rjúpu og byggðum snjóhús eða vorum í heitum potti og veltum okkur uppúr snjó og... og... Mjög dýrmætur tími sem við gátum notað líka til að skipuleggja næsta ár, hvað viljum við, hvernig ætlum við að komast þangað osfr. Síðan komum við heim og tókum upp pakkana, einn á mann í dag, annar á morgun. Í þeim var síðan ekkert sem komst í hálfkvisti við það sem við höfðum fengið.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10 gullnar sjónvarpsreglur
19.12.2007 | 06:09
1. Viljir þú gjarnan hafa ró í kring um þig og óhindrað geta snúið þér að skyldum þínum og áhugamálum settu barnið þitt fyrir framan sjónvarpið.
2. Langi þig að afla barninu þínu stökkbrettis til tíðrar, stjórnlausrar og fíkinnar sjónvarpsnotkunar, leyfðu því bara að fylgjast með hinu nytsama í útsendingunni og fræðsluefninu.
3. Langi þig að barnið þitt sé eins óánægt með það sem það hefur og kostur er, og vilji allstaðar meira eða annað - settu barnið þitt fyrir framan sjónvarpið
4. Langi þig að barnið þitt tapi hinum nytsömu og skapandi stundum dagsins um ókomna framtíð og viti ekki hvað það eigi að taka til bragðs þegar fram líða stundir - settu barnið þitt fyrir framan sjónvarpið.
5. Viljir þú að barnið geti ekki myndað eigin skoðanir heldur fái borna fram hagrædda og forsoðna skoðun á heimsviðburðum, stjórnmálum og umhverfi láttu það læra úr sjónvarpinu.
6. Langi þig að barnið þitt hneigist að neyslu, munaði og vanvirkni - settu það enn oftar fyrir framan sjónvarpið.
7. Langi þig að ofbeldisverk séu barninu þínu eðlileg, illska, svik og afbrot heyri til daglegs brauðs - settu þá barnið þitt líka á kvöldin fyrir framan sjónvarpið.
8. Langi þig að barnið þitt fari að hafa áhuga á hinu kyninu of snemma, fyllist óhreinum hugsunum og eigi síðar við vandamál í hjónabandinu að stríða, þá settu það líka á nóttinni fyrir framan sjónvarpið
9. Viljir þú að barnið þitt eignist þögla samvisku, geti ekki lengur gert greinarmun milli góðs og ills og sé ennfremur rænt algerlega eilífum og varanlegum gildum, heimilaðu því þá algert sjónvarpsfrelsi.
10. Getir þú sagt JÁ við öllum þessum reglum, undirbúðu þig þá undir gleðisnautt, einmanalegt og atburðarýrt líf í góðu samfélagi við sjónvarpið.
Fyrir sérhverjar kringumstæður lífs okkar er til andleg lausn til sigurs
Hátíð ljóss og friðar?
11.12.2007 | 21:58
Eiginlega ættu jólin að vera sá tími ársins þar sem fólk er stillt inná að gera eitthvað í minningu Jesú. (Ég sagði óvart í minningu Jesú", rétt eins og hann sé dáinn og ekki upprisinn, allra síst að hann búi í hjartanu í mér og þér.)
Eiginlega ættu jólin að vera svona tími þar sem fjölskyldan nýtur þess að vera saman, hugsar sinn gang og gerir upp árið. Fyrir okkur langflest tími kyrrðar og friðar.
Eiginlega ættu jólin að vera sá tími þar sem fólk, ja allavega kristið fólk, leitar uppruna síns, þess sem við eigum sameiginlegt í Kristi - friðarins, lífsins, ljóssins. Og við, hin kristnu, salt jarðar, berum við því vitnisburð hvernig þessi friður, þetta líf og ljós er leiðandi afl í lífi okkar? Hvers gerir eiginlega þetta salt jarðar" kröfu til?
Og einmitt í þessu skammdegi guðlegs friðar þar sem villuljósin skína hvað bjartast, finn ég hvað ég þarf virkilega á því að halda að halda fast í trúna á Krist og leita friðar Hans og lífsins í Honum.
Við hjónin vorum einmitt að spá í þessu í kvöld þegar við vorum búin að ákveða að fara yfir predíkun sem við eigum, metta okkur í Orðinu. En friðinn var einfaldlega ekki þar að finna, heldur í því að setjast niður með krökkunum, eiga kvöldstund saman yfir tafli, kenna strákunum mannganginn og leyfa þeim að sjá mig tefla við stóru stelpuna. Í leiðinni gat ég kennt þeim undirstöðuatriði í Guðlegri strategíu: hvar vill óvinurinn ráðast á mig? Hvernig get ég styrkt varnirnar? Þarf ég stundum að fórna einhverju fyrir eitthvað annað? Hvað gerist ef ég passa ekki uppá heimilið mitt (/grundvallaratriðin)?
Kvöldið varð öðruvísi en við höfðum planað en allir fóru að sofa með sitt á hreinu.
Jæja...
7.12.2007 | 18:51
Trúmál og siðferði | Breytt 8.12.2007 kl. 08:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Efribrúarholt
3.8.2007 | 19:32
Ég hlaut að velta vöngum yfir mynd í vikuritinu Dagskránni á Selfossi sem kom út í gær.
Þar voru þeir Guðmundur Týr og Jörmundur Ingi að fagna þeim tímamótum að Götusmiðjan komist í nýtt húsnæði þar sem eitt sinn hét Efri Brú og Guðmundur nokkur hafði forstöðu í Jesú nafni. Einhvernvegin þótt mér nefninlega býsna einkennandi, gott ef ekki tímanna tákn, að þar sem Drottins fólk rennur á rassinn, tekur ekki eftir því eða afneitar þvi og heldur áfram, að þar opnist sóknarfæri fyrir andstæð öfl. Nú veit ég svosem ekkert um það hvort hinn síðari Guðmundur sé ásatrúar bara fyrir þær sakir einar að hafa sést á mynd með uppgjafa alsherjargoða, vona hans vegna ekki, en gæti trúað að til væri lögmál sem gæti hljóðað svo: Alltaf og allstaðar þar sem fólk heldur fram skoðunum í Jesú nafni án þess að vera í Kristi (er jafnvel gegn eða and- í Kristi) grefur það undan Guðsríkinu.
Trúmál og siðferði | Breytt 27.3.2008 kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)