Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
AGS + ESB = Landráð
18.4.2010 | 08:28
Jóhanna, Steingrímur, Gylfi og Már (seðlabankastj.) ætla að láta þjóðina borga ICESAVE fullu verði + vexti. Var ekki samið um annað? Bendi á fantafína bloggfærslu Guðmundar Ásgeirssonar hér.
Dear Europe
17.4.2010 | 21:37
We sincerely regret any inconvieniences caused by this unforseen eruption. We are quite frankly, just as you, taken in by this touch of the higher power now stretching out touching the continent. Please do not necessarily take this as a sign from above regarding EU, many other options are available, e.g. ... eh... well, ...
![]() |
Ekkert flug þriðja daginn í röð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.600.000.000 ástæður
17.4.2010 | 08:23
Það eru 1600 milljón ástæður fyrir því að Þorgerður Katrín víki á meðan rannsóknarnefnd Alþingis rannsakar hennar mál. Fylgja ágætu fordæmi Björgvins G. ofl. Að hún leggi sitt að stjórn landsins á meðan óvissa er um forgangsröð hennar er óþolandi. Enda þótt eitthvað færri ástæður séu fyrir því að Bjarni dragi sig í hlé eru þær þó ennþá mikilvægari enda er hann formaður stærsta flokks landsins og hans fordæmisgildi er ótvírætt. Við viljum nýtt Ísland þar sem stjórnendur hafa hreinan skjöld. Sómi Íslands, sverð og skjöldur skal verða kredo hvers og eins.
![]() |
Vilja að varaformaðurinn víki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þvílík landkynning!!!
16.4.2010 | 21:48
Nú þarf enginn að kvarta lengur yfir því að Ísland sé ekki inni á heimskortinu. Ef við látum það einu gilda hvers eðlis kynningin er getum við fallist á að vera þegar best lætur daglega milli tannanna á fólki. Nú fara líka allir (og amma hans) að leita leiða til að pranga einhverju inná þetta ferðamannahlaup sem öll þessi gos hljóta að bræða og hleypa síðan fram þegar aftur er fært til landsins.
Er einmitt að lesa Draumalandið hans Andra Snæs þessa dagana (mæli eindregið með því að lesa þessa sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð - oft var þörf...) og svo ég vitni (bls 131): Þegar alger kreppa ríður yfir kemur oft eitthvað í staðinn, samtakamáttur fólksins losnar úr læðingi, valdakerfi riðlast og gömul goggunarröð breytist. Alger kreppa eða algert hrun getur verið forsesenda uppstokkunar og umbreytinga.
Þetta er einmitt málið, leita sér upp möguleikana í stöðunni, finna sóknarfærin, allar stöður hafa einhverja jákvæða og spennandi fleti. En endilega velja sér fjárfestana MJÖG gaumgæfilega (t.d. er nafnið í skýrslunni?)
Er einmitt að lesa Draumalandið hans Andra Snæs þessa dagana (mæli eindregið með því að lesa þessa sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð - oft var þörf...) og svo ég vitni (bls 131): Þegar alger kreppa ríður yfir kemur oft eitthvað í staðinn, samtakamáttur fólksins losnar úr læðingi, valdakerfi riðlast og gömul goggunarröð breytist. Alger kreppa eða algert hrun getur verið forsesenda uppstokkunar og umbreytinga.
Þetta er einmitt málið, leita sér upp möguleikana í stöðunni, finna sóknarfærin, allar stöður hafa einhverja jákvæða og spennandi fleti. En endilega velja sér fjárfestana MJÖG gaumgæfilega (t.d. er nafnið í skýrslunni?)
![]() |
Ísland ofarlega í huga ferðalanga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þetta er sko ekkert Disneygos
15.4.2010 | 21:04
Einhverstaðar er aflið og krafturinn í þessu gosi það miklu meiri að Fimmvörðugosið virðist svona eins og prumpgos í Disneypark í samanburði. Það var alveg hreint óttalegt að sjá 7 fréttirnar og finna fyrir eyðileggingarmætti gossins sem er þó bara rétt byrjað að sýna klærnar. Hræðilegt að sjá túnin og skepnurnar - biðjum fyrir því að þetta verði ekki til að bændur missi alla fótfestu.
Brandarinn af Facebook er þó svoldið fyndinn - þessi með að Evrópa sé að kvarta við okkur yfir því að hafa beðið um CASH en við sendum bara ASH.
Brandarinn af Facebook er þó svoldið fyndinn - þessi með að Evrópa sé að kvarta við okkur yfir því að hafa beðið um CASH en við sendum bara ASH.
![]() |
Skarðið gæti nýst næsta flóði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
With love from Iceland.
14.4.2010 | 22:01
Ég bloggaði eitthvað um landkynningu hér fyrr og aftur gefst þetta bráðfína tækifæri til þess. Því nú reynir sko heldur betur á þolrif frændra vorra í Skandinavíu. Við erum búin að koma okkur útúr húsi á norðurhluta meginlands Evrópu - nú látum við frændþjóðir okkar finna fyrir því hvar Davíð (?!) keypti ölið. Talandi um ímyndarvanda þjóðar og hvernig beri að vinna á honum
.

![]() |
Stöðvi flugumferð yfir allri V-Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Úr öskunni á kaf í eldinn?
14.4.2010 | 19:12
Við ættum nú ekki aldeilis annað eftir en að hröklast helsærð í kjaftinn á þeim fúla ESB-úlfi. Þeir vita sjálfsagt ekkert um það hjá Berlinske Tidende en þetta var það fyrsta sem þjóðin hafði verið sammála um í langan tíma - tímamót í virku lýðræði á Íslandi. Við hverfum ekki svo glatt til baka aftur fyrir þann tíma.
![]() |
ESB leiðin út úr kreppunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Landkynning v/s ímyndarvandi?
14.4.2010 | 17:36
Þetta er mikil kynning fyrir Ísland að fá þessar vélar í loftið í
gegnum svo þekktan fréttavef sem CNN fréttavefurinn er, segir m.a. í fréttatilkynningu frá Mílu. Einhvernvegin finnst mér þetta nánast vera að bera í bakkafullan lækinn að demba hörmungafréttum frá eylandinu í nyrðra. En kannski er þetta eins og heitir á bankamáli: tilraun til leiðréttingar á ímyndarvanda mörlandans.
gegnum svo þekktan fréttavef sem CNN fréttavefurinn er, segir m.a. í fréttatilkynningu frá Mílu. Einhvernvegin finnst mér þetta nánast vera að bera í bakkafullan lækinn að demba hörmungafréttum frá eylandinu í nyrðra. En kannski er þetta eins og heitir á bankamáli: tilraun til leiðréttingar á ímyndarvanda mörlandans.
![]() |
CNN sendir beint frá gosstöðvum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Og hvað segir flokksforrystan nú?
14.4.2010 | 07:46
Hvernig má koma þessu yfir á andstæðingana? Eða er ekki bara betra að horfast í augu við eigin mistök!
![]() |
Hærri styrkir en Samfylking gaf upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
EKKI BEND´Á MIG... SAGÐI FRAMKVÆMDASTJÓRINN
13.4.2010 | 21:33
Eiginlega hefur lestur þessa doðrants sem ég hlóð mér niður af Alþingi sýnt mér eitt: þarna voru sverð Íslands, skildir þess og sómafólk búið að galopna vasana og munnana og sat hver um kjötkatlana eins og byr gaf.
Og núna á þessum pósthrunstímum stígur hver á fætur öðrum fram fyrir skjöldu og fyrrir sjálfan sig ábyrgð. Það vorum ekki við-heldur hinir, upplýsingarnar sem okkur bárust voru rangar. Við vorum dregnir inn í ríkisstjórn á fölskum forsendum - allt var þeim að kenna sem stýrðu á undan okkur (en þá vorum við sko í stjórnarandstöðu). OK, ég viðurkenni að við vorum smá meðvirk gagnvart brothættri ímynd fjármálakerfisins - but so...?)
En veistu hvað minn ágæti Skúli? Svona er ekki iðrast. Þegar maður iðrast horfir maður fyrst á bjálkann í eigin auga, þannig sér maður betur til að ná til flísinnar hjá hinum. (Þetta gildir að sjálfsögðu líka fyrir hina ;-)) Þið þvoið nú ykkar þvott og útskýrið fyrir okkur hvaða baktjaldamakk var í gangi með viðskiptaráðherran sem þó var ykkar eigin maður? Hann fékk 83 síðna plagg sem þú ættir að lesið vel að er ekki fullt af pólitísku skotum á hina flokkana. Það líðist ekki lengur að þykjast ekkert hafa vitað og ekkert hafa grunað - þú varst framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar 2006-9 og þykist ekkert hafa vitað um hvað var að gerast í íslensku þjóðlífi þennan tíma? Ég vissi meira úr blöðunum og las þó stopult. Þessi pólitíska sjálfréttlæting er það sem kom okkur hingað - núna þurfum við krafmeira þvottaefni. Öll Pressugreinin hér.
Og núna á þessum pósthrunstímum stígur hver á fætur öðrum fram fyrir skjöldu og fyrrir sjálfan sig ábyrgð. Það vorum ekki við-heldur hinir, upplýsingarnar sem okkur bárust voru rangar. Við vorum dregnir inn í ríkisstjórn á fölskum forsendum - allt var þeim að kenna sem stýrðu á undan okkur (en þá vorum við sko í stjórnarandstöðu). OK, ég viðurkenni að við vorum smá meðvirk gagnvart brothættri ímynd fjármálakerfisins - but so...?)
En veistu hvað minn ágæti Skúli? Svona er ekki iðrast. Þegar maður iðrast horfir maður fyrst á bjálkann í eigin auga, þannig sér maður betur til að ná til flísinnar hjá hinum. (Þetta gildir að sjálfsögðu líka fyrir hina ;-)) Þið þvoið nú ykkar þvott og útskýrið fyrir okkur hvaða baktjaldamakk var í gangi með viðskiptaráðherran sem þó var ykkar eigin maður? Hann fékk 83 síðna plagg sem þú ættir að lesið vel að er ekki fullt af pólitísku skotum á hina flokkana. Það líðist ekki lengur að þykjast ekkert hafa vitað og ekkert hafa grunað - þú varst framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar 2006-9 og þykist ekkert hafa vitað um hvað var að gerast í íslensku þjóðlífi þennan tíma? Ég vissi meira úr blöðunum og las þó stopult. Þessi pólitíska sjálfréttlæting er það sem kom okkur hingað - núna þurfum við krafmeira þvottaefni. Öll Pressugreinin hér.
![]() |
Treysti um of á fyrirliggjandi upplýsingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |