Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Ólafi Ragnari að kenna?

Á ekki að reyna að kenna forsetanum um þetta líka?  Nóg var hann milli tannanna á þeim sem telja túrisma bestu leið okkar úr krísunni.
mbl.is Hætt við tugi ráðstefna á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími brostinna væntinga

Sem innlegg í þessa umræðu: ef ég vænti einhvers og miða mínar aðgerðir út frá þessum væntingum, er þá ekki hæpið og óeðlilegt að tala um TJÓN ÞJÓÐARBÚSINS ef þessar væntingar ganga ekki eftir?  Væntingar í fjárhagsspám ættu ekki að byggjast á of mörgum óvissuþáttum ef þær eiga ekki að kallast „gambling“.  Einn óvissuþátturinn byggir á þeirri óútreiknanlegu skepnu sem túrhesturinn er.  Annar ekki síður óútreiknanlegur er vissulega líka Almættið sem sprautaði ösku og eimyrju út um allan heim.
mbl.is Tjón þjóðarbúsins stefnir í 10 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um ósjálfstæða greiningu fjölmiðlanna

Það komu nú heldur betur í ljós afleiðingar þess að blaðamenn væru virkir þátttakendur í fjármálum og pólitík, svo maður noti orðalag skýrslunnar: lítið um sjálfstæða greiningu fjölmiðlanna.  Störf umsækjenda þekki ég lítið en hvet til allrar umræðu innan BÍ. hvernig þeir fái rekið af sér slyðru- og aftaníossaorðið.  Blaðamenneska á ekki að vera sókn gegn einum pól stjórnmálanna á meðan nuddað sér er uppað hinum, heldur óvilhallur fréttaflutningur JAFNVEL þótt hann beinist gegn eigin skoðunum á þjóðmálum.
mbl.is Framboð framkvæmdastjóra veldur titringi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

líka á Eyrarbakka

Ég þvoði bílinn í gær og strauk af rúðunni í morgun fíngerðan svartan salla: ösku.  Yfir öllu er slykja gráma, dagar myrkurs og niðdimmu, dagar skýþykknis og skýsorta hafa borist til okkar (Sef 1.14-15).
mbl.is Öskufall á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verri menntunaraðstaða?

Nú halda atlögurnar að menntakerfinu áfram.  Bandaríkjamenn eru í miklum vandamálum þar sem niðurskurður hefur verið á bilinu 5-10% eftir fylkjum.  Þeir hafa mætt þessu með niðurskurð á skólaárinu, -vikunni og -deginum, stærri bekkjum og færri stuðningsfulltrúum, fyrir utan uppsagnir fjölda kennara.  Auðvitað lendir þetta fyrst á öllum stundakennurum og lausráðnum (eins og í Hfj.) en þegar fram í sækir á öllu starfsfólki.  Mest bitnar þetta þó á menntun í landinu og börnunum okkar.

Takið eftir þessari ömurlegu klisju að kalla alltof stóra bekki og yfirfulla skóla „meiri möguleika á félagslegum samskiptum í fjölbreyttari nemendahópi.“  Ég óttast að þarna séum við ekki farin að bíta úr nálinni.


mbl.is Hafnfirskir skólar sameinaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auglýst eftir eldfjalla-viðskiptahugmyndum.

Úr síðustu færslu sem spannst út frá einni arfavitlausri hugmynd (sjá hér) langar mig að bjóða hugmyndasmiðum og framkvæmendum að hittast hérna og skiptast á.  Annar hópurinn er vitagagnslaus án hins svo þetta ætti að ganga vel upp.


Hugmyndirnar sem upp komu eru frá Snowman
Selja öskuna í litlum skömmtum og byrja strax á meðan hraunið er heitt.  Setja á E-Bay og aðrar síður.

Ein frá Ástu Maríu

Og frá mér:
Sætir litlir hraunmolar á stalli með skilti undir:

My friend went to see the Eee-fjeel-you-kull and all I got was this lousy lavapiece.

 

Hvet ykkur að hugstorma hingað inn - án þess að vera allt of mikið að spá í því hver framkvæmir hugmyndina heldur að við séum að vinna saman - nýtt Ísland.


Stjórnleysi náttúruaflanna

Merkilegt að lesa þetta: að heilli þjóð skuli vera ritskoða einmitt það sem okkur er orðið þokkalega sjálfsagt: að við höfum einmitt enga stjórn yfir náttúruöflunum.  Reyndar höfum við býsna litla stjórn yfir ýmsu öðru líka en það er önnur saga.  En hvernig ætli The Peking Enquierer (?) útskýri eldgosið okkar, að íslensk stjórnvöld skrúfi frá krana til að skjóta ösku yfir Evrópu?
mbl.is Múmínálfarnir vekja áhyggjur í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta 1. apríl gabb ???

Sorglega vitlaus hugmynd og hversu mjög er hún í takt við útrásina.  Allir eru þeir svo uppteknir af sjálfum sér að enginn getur unnt neinum þess að hafa átt nafngiftina  - NEMA þeim sem á mest monnípening.  Skítt með andagift eða skáldlegt innsæi, horfum framhjá tilfinningu fyrir málinu og frumlegum innblæstri.  Sá skal eiga flottastan bílinn, stærsta bankann og flest örnefnin sem er ríkastur.  Sá sem á mest í veskinu skal ráða. 

Með fullri virðingu fyrir höfundi þessarar hugmyndar: ég hef held ég aldrei heyrt menningarsnauðari dellu en að t.d. parís hilton geti keypt sér rétt til að skíra eitthvað í höfuðið á sér uppi á hálendi Íslands í kraft peninga sinna. 

Eins og sonur minn 9 ára segir: kommon?!


mbl.is Nafn nýrrar eldstöðvar verði boðið upp á eBay
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nekt v/s klám

Þetta umræðu efni kannski eins og svo mörg skiptir viðmælendum í tvær vígstöðvar.  Annar hópurinn segir að hræðsla við nekt sé geðsjúkdómur, á meðan að hinn hópurinn virðist hafa áttað sig á að heimur og haf liggi á milli nektar og kláms eða pornógrafíu.  Engum dettur t.d. í hug klám í  skiptiklefunum í sundi - þar athafnar þó kviknakið fólk sig án teljandi vandræða.  Stundum hef ég þó séð útlendinga lenda í einhverjum vandræðum, eitthvað sem við getum kallað árekstur milli mismunandi menningarheima.  En vel að merkja: þarna er fólki skipað í klefa eftir kynferði, karlar sér og konur sér. 
En aftur að fyrri hópnum, þeim sem vekur eiginlega meiri áhuga minn sem stendur.  Þarna eru rosknir, vel stæðir karlmenn í miklum meirihluta skv. könnun MMR.  Þessi hópur lítur á það sem sjálfsögð mannréttindi að fá að glápa á allsbert fólk og fer að hrópa um forræðishyggju þegar þeim er bent á að þetta samræmist nú eiginlega ekki mannréttindum og virðingu við þá sem á er glápt. 

Svo er það líka merkilegt í þessu máli öllu að ríku, gömlu kallarnir í fyrri hópnum eru ekkert spenntir fyrir því að dansa neitt fyrir aðra, þeir vilja bara hafa fólk til að glápa á án þess að þurfa að gera neitt sjálfir.  Málið snýst sumsé ekki um jafnan rétt allra til að horfa á alla, heldur bara um „rétt“ einhverra örfárra að fá að æsa í sér girndina með því að horfa á fólk hátta sig. 

Mikið rosalega er ég feginn því að súlustaðirnir loka.  Og mikið rosalega óska ég þeim konum sem þar höfðu atvinnu við að láta fyrrnefndan fyrrihóp glápa á sig, að þær finni einhverja atvinnu sem samræmist þeirri virðingu sem þær eru fæddar til.  Og mikið rosalega óska ég fyrri hópnum þess að þeir skilji vanvirðinguna við manneskjuna í þessari glápþörf sinni, hvort sem þessari þörf er svalað á súlustöðum, á tölvunni eða annarstaðar.


mbl.is Flestir vilja banna nektardans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott framtak!

Var að ræða við fólk fyrir helgi sem á heima á Hvolsvelli og mér þótti miður að heyra af óttanum þarna.  Hvað verður um túnin og skepnurnar?  Verður flúorið svo mikið að vöxturinn í vorinu spillist, eitraður svörður?  Þetta eru miklu áleitnari spurningar en maður áttar sig á.  Mér finnst gott hjá Ólafi að sinna þessu fólki - hann sinnir sínu starfi.

En yfir í annað, grínviðurinn segir (staðfæring á „grapewine has it“) að eins og alkunna sé hafi hið ískenska hagkerfi lagt upp laupana.  Það hafi hinsvegar átt þá síðustu ósk að  ösku sinni verði dreift yfir Evrópu.
mbl.is Forsetinn á gossvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband