Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Skólastarf í kristna landinu Íslandi.

Mig langar að þakka Dögg Harðardóttur fyrir ágæta grein þann 21. sl. í Fréttablaðinu.  Þar fjallar hún um þær tillögur mannréttindaráðs að loka aðgengi trúarsamfélaga að skólum Reykjavíkurborgar.  Þetta er merkilegt mál þar sem mannréttindaráð ætlar að taka skref í átt frá stjórnarskrárbundnum rétti íslendinga og ýmsar blikur eru á lofti að samsteypuborgarstjórn Besta (?) flokksins og Samfylkingar ætli sér að fara þá leið.  Þessu vil ég mótmæla harðlega.  Ég fæ ekki með nokkru móti séð að það sé hlutverk mannréttindaráðs að gerilsneyða skólastarf á Íslandi.  Því fyrst mannréttindaráð vill stíga þetta fyrsta skref frá þeim sjálfsögðu mannréttindum að njóta uppfræðslu í trúarlegu starfi í landi þar sem þjóðkirkja er kristin, er mjög líklegt að í næstu skrefum verði höggvið í sama knérunn.

Það rísa upp með reglulegu millibili trúleysihópar sem láta hátt, tala digurbarkalega um hættuna sem Jesúbarnið skapar fyrir önnur börn og heimta að skólastarf sé aðlagað að kröfum þeirra. Fréttir af syndugu líferni kristinna einstaklinga hafa síðan því miður verið olía á eld þessara hópa.  En afbrot þeirra rýra á engan hátt þann fagnaðarboðskap sem Biblían færir okkur.

Því megum við ekki láta þetta yfir okkur ganga.  Verum óhrædd við að stíga fram og láta skoðanir okkar í ljós.  Látum ekki minnihlutahópunum eftir skoðanamyndandi umræðu heldur „berjumst“ fyrir börnunum okkar og skólunum þeirra.  Og leyfum þessum röddum að berast inn í skólana.  Látum skólastarf verða grundvöll fyrir skoðanaskipti um gæði hluta, hugsunar og skoðana og brýnum fyrir börnunum okkar gagnrýna hugsun.  Við viljum ekki ala upp kynslóðir sem vegna ofverndar og mötunar hafa hvorki getu til að hugsa sjálfstæða hugsun né taka sjálfstæða ákvörðun.  Ólíkt mannréttindaráði treysti ég íslensku börnum okkar til að taka upplýsta ákvörðun með foreldrum sínum hvort heldur þau vilja ganga í skátana, tilheyra kristinni kirkju eða stunda íþróttir.

Ég vil síðan líka hvetja kristið fólk til að láta nú loksins í sér heyra, látum ekki ræna okkur þeim áfangasigrum sem 1000 ára kristni í landinu hefur fært okkur.
(Greinin var send til Fréttablaðsins þann 23.6)

Þá er Google í vandræðum ...

Í raun merkilega þau ógrynni upplýsinga sem fyrirtæki safna um neysluhegðun og -mynstur þeirra sem notfæra sér þjónustu þeirra.  Og selja þau 3. aðila án þess að við fáum rönd við reist.  Google er náttúrulega þar fremst meðal jafningja enda þótt Facebook komi þar skammt á eftir.  Vísir (?) var með á dögunum grein um Assange þar sem hann kallar Facebook skelfilegustu njósnavél sem hafi verið búin til.  Hann hélt áfram og minnti á að þar sé að finna heimsins umfangsmesta safn af upplýsingum um einstaklinga, tengsl þeirra, nöfn, skoðanir og samskipti. Og bandarísk stjórnvöld hafi greiðan aðgang að þessu öllu.  Sama sagan sé að segja um Google og Yahoo.

Mæli með http://startingpage.com/ leitarvél sem EKKI skráir upplýsingar notenda sinna.

Mæli líka með að við skoðum neysluvenjur okkar og beinum viðskiptum okkar til aðila sem reyna ekki að stjórna okkur með þeim.


mbl.is Banna söfnun gagna um netnotendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttindi minnihlutahópsins barna

Þetta er nú svo illa prófarkalesið að erfitt er að fá skilning í þetta.
En mér virðist sem fólki lítist almennt vel á þessa hugmynd Orbans en vegna ótta og fordóma gagnvart sígaunum (Rómafólks) sé þjóðin klofin í afstöðu sinni.  Rétt skilið?
En hugmyndin finnst mér býsna athygliverð.  Og enda þótt ég viti svosem ekkert um fjölmiðlalög Orbans líkar mér vel við hugmyndir hans um hagsmuni framtíðakynslóða eins og þær birtast hérna.
mbl.is Mæður með ung börn fái aukaatkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumkunarverð fréttamennska mbl.is

Æi, hvað þetta er nú orðin aumkunarverð fréttamennska.  Þversniðið af erlendum fréttum er orðin eins og fréttamennskan hjá Binga á Pressunni eða á DV upp á sitt alversta:
Biskup og barnaníð, 14 ára í fangelsi fyrir lauslæti, skaut kærustuna, dönsk hjón drepin, brúðgumi beit brúði sína 27 sinnum (?!).
Er Mbl.is í keppni við Baggalút baggalutur.is eða >sannleikurinn.com< þar sem skemmtigildi er ofar fréttagildi?  Er Stefán Máni og Dr.E farnir að leita uppi fréttir fyrir moggann eða er þetta bara í þeirra anda?

mbl.is Brúðgumi réðst á brúði sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðlilegur ótti

Að sjálfsögðu er þetta eðlilegur ótti hjá peningamönnunum í Brussel.  Þegar land neitar að taka þátt í óráðsíunni og bullinu í verðbréfasölunum sem hafa kengbeygt öll almenn gildi úr öll lagi.  Hitt er hinsvegar algerlega ósatt og svosem dæmigerður undirróður að íslendingar ætli að losna við að borga skuldirnar sínar.  Það gerum við.  En við borgum hinsvegar ekki skuldir annarra.
„Reyttan kjúklíng“...? ESB...?  hnuss.  Af hverju ætti ESB að vera lokatakmark allra þjóða, af hverju ættum við ekki að geta haft fordæmisgildi á þeim vettvangi líka?
mbl.is Óttast fordæmi Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

xNEI þann 9.

nei

Ef við eigum að borga (sem mér virðist ólíklegt eftir að hafa skoðað rök beggja flokka) þá borgum við.  Ef okkur ber hinsvegar hvorki lagalegar né siðferðilegar skyldur til lúkningar skulda útrásarvíkinga þá borgum við ekki.  Einfalt mál.

Ég set x við NEI á morgun.


Óeðlilega lágt verð?

Já ekki aldeilis vanþörf á þessu. Lögreglan biður fólk að hafa aðgát ef það rekst einhverstaðar á óeðliega lágt vöruverð.  Ef einhver skyldi verða var við það lágt vöruverð að undrun sæti er sá hinn sami beðinn að senda tilkynningu um það hið fyrsta til forsætisráðherra merkt „skjaldborg heimilanna“ og hugsa sér gott til glóðarinnar við næstu kosningar.
mbl.is Fölsuð Gillette rakvélarblöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er persónuvernd núna???

Þetta er eimitt orðið stóra vandamálið á meginlandi Evrópu að þar hafa tryggingafélögin aðgang að þessum samfelldu rafrænu sjúkraskrám og neita ýmsum um tryggingar. 
Nei því miður, þú hefur fjölskyldusögu af mjög kostnaðarsömum nýrnasjúkdómi, við viljum ekki tryggja þig.  Reyndu sjúkratryggingar ríkisins, þeir borga raunar ekki nema lágt hlutfall eftir að ríkisstjórnin seldi tryggingastofnun ríkissins en ... c´est la wie.
Á sama hátt þurfa þessar sjúkraskrár að vera trúnaðarmál milli heimilislækni og sjúklings og fara ekki út fyrir nema með samþykki sjúklings.  Hefur Persónuvernd ekki eitthvað um þetta að segja?
mbl.is Upplýsingar um sjúklinga „frá vöggu til grafar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Money talks - bullshit walks

Þessi stefna sem við erum að reyna að hvetja til endurskoðunar á, er bakfiskurinn hjá Bretum. Viljum við ganga í eina sæng með þessum öfgum? 

N E I  við  E U


mbl.is Ofurríkir fá afslátt af landvistarreglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Morgunblaðið og klámið

Við fjölskyldan búum við ströndina og horfum gjarnan út á hafið, þekkjum vel styrk þess og afl, höfum sé brimið ganga yfir sjóvarnargarðinn og löðrið í sunnanáttinni baða mæni húsanna hérna í þorpinu.  Við settumst því saman við mbl.is og horfðum dolfallin á afl og vald flóðbylgjunnar sem engu eirði í Japan á föstudaginn var.  Það sem fór hinsvegar í taugarnar á mér voru þessar ófjölskylduvænu auglýsingar sem birtust alltaf í byrjun hverrar fréttar.  Eftir að hafa horft á nokkrar þeirra var ég farinn að kalla skjámyndina niður á meðan þær hljómuðu.  Samt náði elsti strákurinn minn að reka augun í eitthvað sem vakti forvitni hans: „Pabbi hvað er milf?“  Hann sló því inn hjá StartingPage og var kippt inn í viðbjóð klámheimsins við litla hrifningu okkar foreldranna.  Okkar fyrstu viðbrögð voru að nota þetta tilefni til að herða síuna á leitarvélinni.   Á sama tíma og leitarvélar bjóða flestar uppá leit sem útilokar klám (StartingPage, Google, Yahoo geta hindrað pornografískt efni af öllu tagi), hvernig má það vera að mbl.is beinlínis dæli yfir notendur netblaðsins auglýsingum sem innihalda klámtilvísanir?

Nú þykir mér fyrirtækið RING sem auglýsir með þessu móti, frekar ómerkilegt og dytti sjálfum aldrei í hug að hafa viðskipti við fyrirtæki sem stílar sér innihaldslaust inná "lifestile" og hip-og-kúl unglinga sjálfu sér til framdráttar.  En öðru máli gegnir um Morgunblaðið: væri ekki hægt að halda þessum ófjölskylduvæna hluta ritstjórnarstefnunnar innan Monitors og leyfa okkur sem þætti ágætt að losna undan honum - að ... einmitt já, losna undan honum?

Ég sendi þetta sem bréf til ritstjórnar mbl og þegar/ef ég fæ svar pósta ég það hinað inn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband