Sölumennska fjölmiðla

Það hefur vakið eftirtekt og verið tíðrætt hvernig fjölmiðlar (fjórða og öflugasta valdið) beinlínis þó skapa ímyndir stjórnmálamanna (helst þó erlendra) með myndavali.  Gott dæmi um þetta er forsetakosningarnar í USA.  Þar hugnast íslenskum fjölmiðlum ekki repúblíkaninn Trump enda eru myndirnar af honum nánast allar með munninn geiflaðan og hárið útum allt.  Á sama tíma eru myndirnar af Hillary af allt ððrum toga.  Ég valdi að gamni mínu myndir af hinu gagnstæða, þ.e. undarlegar af Hillary en hlutlausa af Trump.  Svona myndir sjást sjaldan, ekki satt?usa3.jpgusa1.jpgusa2.jpg


mbl.is „Selja“ kjósendum tilfinningarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinn dynamíski og hinn statíski

Þetta er líka aðalmunurinn á þeim tveim sem voru í framboði til formannsins.  Annar sér vandann og tekst á við hann, þetta kostar oft átök að koma stöðnuðum ferlum á ferð.  Hinn er maður kyrrðarinnar, kyrrstöðunnar og sáttanna. Sá er maður lítilla sæva og enn smærri sanda og mun fljótt gleymast.  Og því miður líklega Framsóknarflokkurinn með honum.

Eða eins og Englendingurinn sagði: Hvort betur sæmi að þreyja þolinmóður í grimmu éli af örvum ógæfunnar, eða vopn grípa móti bölsins brimi og knýja það til kyrrðar.


mbl.is Átök meginstef ferils Sigmundar Davíðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningafrumvarp Pírata

Jæja, byrjar nú kosningaslagurinn fyrir alvöru hjá Pírötum :-)  Þeir þekkja sína heimamenn.


mbl.is Vilja afnema lög um kirkjulóðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt að Rússar fái að svara fyrir sig

Hrós dagsins: Óvenjulegt örlæti af hálfu fjölmiðils og sér í lagi af hálfu Mbl. að Rússar fái að svara ásökunum á hendur sér.  Að sama skapi virkileg gleðitíðindi enda því miður fjarri sjálfsagt að sé leitað að hinni hliðinni.
Upplýsing er alltaf besta leiðin til að jarðsetja grýlur, hvort heldur það eru Bandarískar -, Sýrlenskar -eða Rússagrýlur.


mbl.is Reyna að vekja upp Rússagrýluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hillary og veikindin

Nú er ég af því sauðahúsinu sem er fullviss að Hillary er samt verri kostur af þeim tveim kandídötum (og er þó tvísýnt).  Mér þykit það t.d. býsna örlátt af þessum 66% sem telja hana heiðarlega þrátt fyrir sterkan orðróm um tengsl hennar við fjármálastofnanir og stórbanka.  Sumir segja hana lítið annað en handbendi þeirra og hergagnaframleiðenda.
En kostulegast er nú samt að sjá hvað hún virðist vera tæp.  Andstæðingar hennar tala um hvort þetta sé manneskjan sem fólk vilji sjá við kjarnorkuflaugaræsihnappinn.  En myndbandið er áhugavert.


mbl.is Viðvörunarmerki um vanhæfi Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur og formannsslagurinn

Margir hafa viðrað þá pælingu hve óviturlegt það sé hjá Framsóknarflokknum að skipa sér í fylkingar með formannskjöri svona korter í kosningar.  Óþarft að bera í þann bakkafulla læk.  HInsvegar eru þessi tveir menn býsna ólíkir sem formannsefni og væri (verði ég) ég framsóknarmaður kysi ég Sigmund en aldrei Sigurð.  Sigmundur hefur sýnt í orði og á borði að hann er hugsuður með nægan kraft til að leiða ríkisstjórn betur en aðrir hafa gert frá aldamótum.  Ég hef rætt þetta Wintris mál við marga og flestir sammælast í því að finna Sigmundur hafa komð með fullnógar útskýringar á sinni hlið á því.  Og þegar í ljós kom að hann hafði losaði sig undan fyrirtækinu í tæka tíð og að Anna Sigurlaug hefði greitt af þessu skatta á Ísland, fannst mér þessi flétta RÚV býsna svínsleg.  Og full langt gengið hjá ríkisrekinni stofnun að ljúga sökum upp á sitjandi forsætisráðherra til að koma á hann (og sitjandi ríkisstjórn) höggi.  

Raunar líka áhugavert að skoða þátt Smára McCarthy í Reykjavík Media og öllum þessum leðjuslag nú þegar hann er sagður vera forsætisráðherraefni Pírata.

Og svo fókusinn fái að dvelja ögn lengur á Sigmundi þá átti Sigmundur síðan í Leiðtogaumræðum RÚV sl. fimmtudag besta ´burn´ (eins og krakkarnir segja) sem ég man eftir í sjónvarpi í langa tíð: „Kári heitir hann, var það ekki?“  Sjá á slóðinni hérna á 1:24:34


mbl.is Voru búin að ákveða að setja Sigmund af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur og Wintris

Jóhannes Gunnar Bjarnason, framsóknarmaður á Akureyri, sagði sig úr flokknum eftir að núver… eh fyrrverandi samherjar hans höfðu skilið að Wintris var ekki vandamál orsakað af Sigmundi heldur því hvernig RÚV með Jóhannes Kr. í fararbroddi kaus að klekkja á þáverandi forsætisráðherra.  Ég reikna með að Framsóknarflokkurinn sé sterkari eftir brottför Jóhannesar - og ábyggilega betur kominn.
Frá mínum bæjardyrum séð gerði Sigmundur grein fyrir öllum sínum fjármálum og allt var uppi á borðum.  Og samt hef ég aldrei verið framsóknarmaður.  Verð þó að viðurkenna að SDG gerði býsna fína hluti á þeim tíma sem  hann stýrði.  Kannski maður kjósi hann bara næst?


mbl.is Sigmundur með afgerandi forystu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamansamur Pútín

Nú eru alltaf birtar myndir af Obama glaðhlakkalegum en Pútín fremur alvarlegum.  Ég datt um myndband af Pútín þar sem ólíkt léttari mynd er dregin upp af Rússlandsforseta.  Sjálfsagt að gæta jafnræðis þegar kemur að brosandi leiðtogum (ath ekki nauðsynlega broslegum).


mbl.is Obama og Pútín ræða um Sýrland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kastljós og Jóhannes Kr.

Var það ekki öllum ljóst frá upphafi???  Í alvöru?  Ekki er Kastljos sérlega vant að virðingu sinni þegar kemur að skúbbum.

Blogg frá 11.5 um málið sem viðauki


mbl.is Tóku ekkert tillit til upplýsinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

okurverð einokunarfyrirtækja

Á tímum þar sem frjálst flæði peninga á að einkenna viðskipti er þetta merkileg tímaskekkja.  Skoðaði t.a.m. sl sumar möguleikann á að nota https://www.izettle.com/ sem leið en … það er ekki leyfilegt innan þess ramma sem VALITOR setur. Merkilegt fyrirtæki sem leikmanni virðist vera ofar í fæðukeðjunni en löggjafinn.


mbl.is Má ekki nota eigin posa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband