Píslarvætti Apollóníusar

Nú er ég alveg að verða búinn í prófum en gat ekki alveg á mér setið að deila með ykkur kvöldlesningunni minni.  Á bókasafninu rakst ég á merkilega bók: „Kristnir píslarvottar,“ eftir Curt Björgquist í þýðingu Ásmundar Eiríkssonar og sem Fíladelfía gaf út 1949.  Í einn stað hræðileg frásögn af pyntingum og aftökum trúsystkina okkar en á sama tíma stórkostleg lesning sigurs andans yfir holdinu.  Svo ég vil deila einum kafla, XI, með ykkur
Ég fann í þessum kafla margt sem er líkt með okkar tímum sem ég eftirlæt þeim sem les þetta að sjá.  Síðan væri gaman ef einhver gæti hjálpað mér að sjá hvert sé fánýti og hégómleiki hjáguðanna, sem samtíð okkar trúir á.  Annað sem gaman væri ef einhver útskýrði hvernig hafi staðið á því að því fleiri kristnir sem voru myrtir á þessum tíma, því meira fjölgar þeim.

XI kafli, Píslarvætti Apollóníusar
Á ríkisstjórnarárum Markúsar Aurelíusar og eftirmanns hans, Kommódusar, sem var tvennt í senn; siðlaus og treggáfaður (180-192), var viðunandi friðsamur tími fyrir kristindóminn.  Á því tímabili gekk fjöldi manns til kristinnar trúar.  Var þá svo komið að kristindómurinn hafði breiðzt út meðal allra stétta í þjóðfélaginu.  Þannig segir Eusebíus frá, að „margir ríkir menn í Róm og ættgöfgir hafi, ásamt fjöskyldum sínum og frændliði, látið frelsast.“
Samt sem áður eru nokkur dæmi um það, að kristnir menn þurftu á þeim tíma að líða píslarvætti.  Í Madura voru t.d. tveir menn teknir af lífi fyrir trú sína, og í Frygíu var hópur kristinna manna líflátinn.  Í Róm voru margir dæmdir í þrælkunarvinnu til Sardíníu.
- - -
Appóllóníus var af egypzkum ættum.  Hans rétta og upphaflega nafn var Sakkeas.  En eins og margir fleiri landsmanna hans hafði hann orðið fyrir áhrifum frá Hellenistum.  Seinna flutti hann til Róm og komst þar til mikilla virðinga vegna lærdóms síns í vísindum og heimspeki.  Hér var það, í hinni miklu heimsborg, að hann tók trúna á Jesúm Krist.  Nokkru seinna bar einn af þrælum hans sök á hann fyrir það, við yfirmann lífvarðarins, að hann væri kristinn.
Þegar Appóllóníus var spurður um það, hvort hann væri kristinn, játaði hann því.  Næst var hann spurður, hvort hann vildi ekki votta keisaranum guðdómlegan heiður.  Því neitaði hann.  Nú var ekki um annað að ræða fyrir héraðsstjórann, Perennis, en að hefja réttarhöld yfir honum, þótt það væri á móti hans eigin vilja.
 - - -
Við skulum nú tilfæra hér, í mjög stuttu máli, þáttinn um píslarvætti Apollóníusar. 
Þegar Appóllóníus kom fyrir réttinn, hófust réttahöldin
Héraðsstjórinn: Appóllóníus, ert þú kristinn?
Appóllóníus: Já, ég er kristinn, og þess vegna heiðra ég Guð og óttast Hann, sem skapað hefur himin og jörð og hafið, og allt, sem í þeim er.
Héraðsstjórinn: Skiptu um hugarfar. Hlýddu mér, Appóllóníus, og sver við herra okkar, Komódus keisara.
Appóllóníus: Hlýð gaumgæfilega á mál mitt, Perennis, er ég verð nú að halda hér fyrir þér alvarlega varnarræðu.
- - -
Í varnarræðu sinni benti nú Appóllóníus á, að rétt hugarfarsbreyting gæti ekki byggzt á því, að menn hyrfu frá því að hlýðnast boðum Guðs, heldur hinu, að maðurinn ætti að hverfa frá öllu ranglæti, frá hjáguðadýrkun, frá vondum hugsunum og öllu drottinvaldi syndarinnar.  Ennfremur sagði hann, að kristnir menn hefðu það boð frá Drottni, að þeir ættu aldrei að sverja, en ætíð að segja sannleikann.
Perennis endurtók nú á ný, það sem hann hafði áður sagt:
 - Það, sem ég býð þér, það skaltu gera: Ger hugarfarsbreytingu, Appóllóníus.  Hylltu Kommodus keisara og mynd hans!
Appóllóníus svaraði hlæjandi:  Ég hef skýrt afstöðu mína til hugarfarsbreytinga og eiðstafa.  En hlýddu nú á mál mitt um fórnirnar.
 - Við framberum fyrir hinn almáttuga Guð óblóðuga og hreina fórn.  ... Í öðru lagi biðjum við, samkvæmt guðdómlegu boði, daglega til Guðs í himninum fyrir Kommodusi keisara, sem Hann – Guð – hefur skipað hér á jörðu.
Héraðsstjórinn:  Ég gef þér umhugsunarfrest, Appóllóníus.  Þú skalt íhuga kringumstæður þínar.  Líf þitt er undir því komið!
- - -
Meðan á frestinum stóð, lét Perennis færa sér fyrirskipanir öldungarráðsins.  Þar sagði svo fyrir, meðal annars:  Kristnir menn eiga ekki að vera til, það er að segja, ef þeir játa það, að þeir séu kristnir og neita að fórna guðum ríkisins.  Þá skal hegna þeim með lífláti.
- - -
Að þrem dögum liðnum gaf héraðsdómarinn fyrirskipun um, að Appóllóníus skyldi koma fyrir réttinn á ný.  Við þetta tækifæri voru margir ráðherrrar, öldungaráðsmenn, og lærðir menn viðstaddir.
Þegar Appóllóníus kom fyrir réttinn, bauð héraðsstjórinn, að lesið skyldi úr embættisbókinni, það sem laut að þessu máli.  Þegar því var lokið, ávarpaði dómarinn sakborninginn og sagði:
 - Að hvaða niðurstöðu hefur þú komizt, Appóllóníus?
Appóllóníus: Ég ætla mér að heiðra Guð framvegis.
Perennis: Í nafni ríkisráðsins ræð ég þér til þess að skipta um hugarfar og heiðra og dýrka guðina, sem við allir heiðrum og dýrkum, og lifa síðan meðal okkar áfram.
Appóllóníus: Ég veit hver úrskurður ríkisráðsins er, Perennis.  En ég vil ekki þjóna þeim guðum, sem gerðir eru af mannahöndum og geta ekki sér, heyrt eða hreyft sig, en Guði himinsins þjóna ég, Honum, sem gefur öllu líf.  Ég vanhelga mig ekki með því, að tilbiðja það sem stendur í jafnlægð manna eða lægra en þeir ...
Fleira þessu líkt sagði Appóllóníus um fánýti og hégómleika hjáguðanna, sem samtíð hans trúði á.  Héraðsdómarinn reiddist því þessarri djörfu ádeilu Appóllóníus og fór nú að nota hótanir:
Héraðsdómarinn: Appóllóníus, ákvörðun ríkisráðsin er þessi, að kristnir menn skuli ekki eiga neinn tilverurétt.
Appóllóníus: Ákvörðun Guðs fellur ekki til jarðar fyrir ákvörðunum manna.  Því fleiri, sem þið myrðið af kristnum mönnum, því meira fjölgar þeim.  Ég óska að þú megir vita það, Perennis, að keisurum, ráðherrum og valdhöfum, fátækum og ríkum, frjálsum og ófrjálsum, vitrum og óvísum hefur Guð ætlað eitt sinn að deyja, og eftir það er dómurinn. (Hebr. 9, 27).
En það er til tvenns konar dauði, hélt Appóllóníus áfram.  Þeir, sem lifa samkvæmt kenningu okkar, deyja daglega frá girndum sínum. – Þar eð við höfum slíka grundvallarkenningu, finnst okkur það síður en svo erfitt að deyja líkamlegum dauða, vegna hins sanna Guðs. –
Héraðsstjórinn:  Þar sem þú hefur komizt að þessari niðurstöðu, þá vilt þú gjarna deyja?
Appóllóníus: Gjarna vil ég lifa, Perennis.  Þó ekki af ótta við dauðann og elsku til hins tímanlega lífs.  Ekkert er jafnmikils virði og lífið, það er að segja eilífa lífið, því að það er ódauðlegt fyrir þann mann, sem lifir réttlátlega í þessu lífi.
 - - -
Perennis:  Ég hélt það, Appóllóníus, að þú mundir hverfa frá villu þinni, og að þú mundir heiðra guðina, eins og við hinir.
Appóllóníus:  Ég hélt fastlega, að réttlátar hugsanir fyndust hjá þér og andleg augu þín mundu ljúkast upp, er þú heyrðir, á hverju ég byggi málsvörn mína.
Hér:  Ég vildi óska, að ég gæti gefið þér líf, en úrskurður keisarans útilokar það.  En ég skal breyta mannúðlega við þig í dauðanum.
Hér lýkur réttarhöldunum.
Af því, sem Eusebíus segir um réttarhöldin yfir Appóllóníus, sést, að enda þótt hann væri útlendur maður, mildaði Perennis svo dauðadóm hans að hann var hálshöggvinn, eins og gert var við rómversk þegna, sem dauðadóm hlutu.
Píslarvætti Appóllóníus er eftirtektarvert að því leyti, að þar fær sá ákærði tækifæri til að gera fulla grein fyrir trú sinni.  Með háttvísi og djarfri framkomu leitaðist hann við að ná jafnt til dómaranna sem áheyrandanna yfirleitt með skírskotun sinni til staðreynda, sem þeim voru kunnar.  Síðan hefur hann gildi kristinar trúar upp yfir þetta allt og leiðir sannleikann með ljósum rökum fyrir augu þeirra.


Postullegar bænir = dynamískar bænir


Og núna kemur síðasti hluti postullegu bænanna (fann ekki fleiri - kannski þið?).  Ég er einmitt að klára nám sem ég er í svo þetta kemur slitrótt.  En einmitt með þessum bænum byggi ég upp væntingar mínar til Guðs, þessar dynamisku (kraftvirku) væntingar að Guð hjálpi mér að yfirvinna sjálfan mig, værukærð og leti og gefi mér af visku sinni og þolgæði og að ég fái sýn hans á þetta verkefni.  Ég tek á móti ALLRI Guðs fyllingu !!!  - núna! og þessvegna beygi ég kné mín fyrir föðurnum.

Efe 3.14-21
14. Þess vegna beygi ég kné mín fyrir föðurnum,
15. sem hvert faðerni fær nafn af á himni og jörðu.
16. Megi hann gefa yður af ríkdómi dýrðar sinnar að styrkjast fyrir anda sinn að krafti hið innra með yður,
17. til þess að Kristur megi fyrir trúna búa í hjörtum yðar og þér verða rótfestir og grundvallaðir í kærleika.
18. Þá fáið þér ásamt öllum heilögum skilið, hve kærleikur Krists er víður og langur, hár og djúpur, og komist að raun um hann,
19. sem gnæfir yfir alla þekkingu, og náið að fyllast allri Guðs fyllingu.

Kol 4.12
Einnig biður Epafras að heilsa yður, sem er einn úr yðar hópi. Hann er þjónn Krists Jesú og berst jafnan fyrir yður í bænum sínum, til þess að þér megið standa stöðugir, fullkomnir og fullvissir í öllu því, sem er vilji Guðs.

Hebr 13.18a+19
18. Biðjið fyrir oss!
19. Ég bið yður enn rækilegar um að gjöra þetta, til þess að þér fáið mig brátt aftur heimtan.


Postullegar bænir = nitroglyserinbænir

Kannski við nánari athugun líkjast þessar bænir sprengiefninu nitroglyserini.  Það felst í þeim sprengikraftur þeim sem trúir en ég hef þurft að beita þeim og (OG!!) ég hef líka þurft að ganga fram í trúarfullvissu þess að Jesús sé Drottinn.  Og að í HONUM búi öll fylling guðdómsins líkamlega.  Enda stefni ég á fullþroska og að ná vaxtartakmarki Krists fyllingar. 

1Tim 2.1-4
1. Fyrst af öllu áminni ég um að bera fram ákall, bænir, fyrirbænir og þakkargjörðir fyrir öllum mönnum,
2. fyrir konungum og öllum þeim, sem hátt eru settir, til þess að vér fáum lifað friðsamlegu og rólegu lífi í allri guðhræðslu og siðprýði.
3. Þetta er gott og þóknanlegt fyrir frelsara vorum Guði,
4. sem vill að allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum.
 

2Þess 3.1-2
1. Að endingu, bræður: Biðjið fyrir oss, að orð Drottins megi hafa framgang og vegsamast eins og hjá yður,
2. og að vér mættum frelsast frá spilltum og vondum mönnum.
 

Efe 6.18-20
18. Gjörið það með bæn og beiðni og biðjið á hverri tíð í anda. Verið því árvakrir og staðfastir í bæn fyrir öllum heilögum.
19. Biðjið fyrir mér, að mér verði gefin orð að mæla, þá er ég lýk upp munni mínum, til þess að ég kunngjöri með djörfung leyndardóm fagnaðarerindisins.
20. Þess boðberi er ég í fjötrum mínum. Biðjið, að ég geti flutt það með djörfung, eins og mér ber að tala.
 

Efe 3.13
13. Fyrir því bið ég, að þér látið eigi hugfallast út af þrengingum mínum yðar vegna. Þær eru yður
til vegsemdar.
 


Postullegar bænir = kjarnorkubænir

Og áfram heldur rannsóknin: bænir eins og þessar, sem eru kannski fyrir flestum lítið annað en blek á pappír, eru burðarvirki krafts heilags Anda og fylla trúaða mætti sem veitir kraft hinum þreytta og gnógan styrk hinum þróttlausa.  Þeir sem vona á Drottinn fá nýjan kraft, þeir fljúga upp á vængjum sem ernir.  Þeir hlaupa og lýjast ekki, þeir ganga og þreytast ekki.  Og það besta er, þessi vitnisburður er óhrekjanlegur !!

Efe 1.17-23
17. Ég bið Guð Drottins vors Jesú Krists, föður dýrðarinnar, að gefa yður anda speki og opinberunar, svo að þér fáið þekkt hann.
18. Ég bið hann að upplýsa sálarsjón yðar, svo að þér skiljið, hver sú von er, sem hann hefur kallað oss til, hver ríkdómur hans dýrlegu arfleifðar er, sem hann ætlar oss meðal hinna heilögu,
19. og hver hinn yfirgnæfandi máttur hans við oss, sem trúum.

Kol 4.2-4
Verið staðfastir í bæninni. Vakið og biðjið með þakkargjörð.
3. Biðjið jafnframt fyrir oss, að Guð opni oss dyr fyrir orðið og vér getum boðað leyndardóm Krists. Hans vegna er ég nú bundinn.
4. Biðjið, að ég megi birta hann eins og mér ber að tala.

Róm 15.13
13. Guð vonarinnar fylli yður öllum fögnuði og friði í trúnni, svo að þér séuð auðugir að voninni í krafti heilags anda.

2Þess 1.11-12
11. Þess vegna biðjum vér og alla tíma fyrir yður, að Guð vor álíti yður maklega köllunarinnar og fullkomni allt hið góða, sem þér viljið og vinnið í trú og með krafti Guðs,
12. svo að nafn Drottins vors Jesú verði dýrlegt í yður og þér í honum fyrir náð Guðs vors og Drottins Jesú Krists.

Fíle 4-6
4. Ég þakka Guði mínum ávallt, er ég minnist þín í bænum mínum
5. Því að ég heyri um trúna, sem þú hefur á Drottni Jesú, og um kærleika þinn til hinna heilögu.
6. Ég bið þess, að trú þín, sem þú átt með oss, verði mikilvirk í þekkingunni á öllu því góða, sem tilheyrir Kristi.


Postullegar bænir = laserbænir

Ég hef verið að liggja yfir Biblíunni og skoða bænir postulanna, hvílíkt ríkidæmi af mögnuðum bænakrafti er þar að finna.  Samanþjappað ljós (Jóh 1.5) er jú kallað laser, kannski réttnefni yfir þessi orð séu laserbænir.  Þær er að finna allstaðar í NT og ég læt nokkrar fljóta með þessu til áréttingar og útskýringar.  Textinn er fenginn uppúr þýðingu Biblíunnar 1981.

Kol 1.9-12
9. Frá þeim degi, er vér heyrðum þetta, höfum vér því ekki látið af að biðja fyrir yður. Vér biðjum þess, að þér mættuð fyllast þekkingu á vilja Guðs með allri speki og skilningi andans,
10. svo að þér hegðið yður eins og Drottni er samboðið, honum til þóknunar á allan hátt, og fáið borið ávöxt í öllu góðu verki og vaxið að þekkingu á Guði.
11. Mætti hann styrkja yður á allan hátt með dýrðarmætti sínum, svo að þér fyllist þolgæði í hvívetna og umburðarlyndi og getið með gleði þakkað föðurnum.

1Þess 3.10-13
10. Og vér biðjum nótt og dag, heitt og af hjarta, að fá að sjá yður og bæta úr því, sem trú yðar er áfátt.
11. Sjálfur Guð og faðir vor og Drottinn vor Jesús greiði veg vorn til yðar.
12. En Drottinn efli yður og auðgi að kærleika hvern til annars og til allra, eins og vér berum kærleika til yðar.
13. Þannig styrkir hann hjörtu yðar, svo að þér verðið óaðfinnanlegir og heilagir frammi fyrir Guði, föður vorum, við komu Drottins vors Jesú ásamt öllum hans heilögu.

Hebr 13.20-21
20. En Guð friðarins, er leiddi hinn mikla hirði sauðanna, Drottin vorn Jesú, upp frá dauðum með blóði eilífs sáttmála,
21. hann fullkomni yður í öllu góðu til að gjöra vilja hans og komi því til leiðar í oss, sem þóknanlegt er í hans augum, fyrir Jesú Krist. Honum sé dýrð um aldir alda. Amen.

Fil 1.9-11
9. Og þetta bið ég um, að elska yðar aukist enn þá meir og meir að þekkingu og allri dómgreind,
10. svo að þér getið metið þá hluti rétt, sem máli skipta, og séuð hreinir og ámælislausir til dags Krists,
11. auðugir að réttlætis ávexti þeim, er fæst fyrir Jesú Krist til dýrðar og lofs Guði.


849 fósturmorð

849 lifandi litlar persónur sem voru myrtar fyrir fæðingu.  Hversu lengi á þessi hræsni að viðgangast að fordæma morð á fólki eftir fæðingu en blessa sama verknað einhverjum mánuðum fyrr.
mbl.is 849 fóstureyðingar árið 2006
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju með daginn ...

Þegar ég leit í morgun yfir til hans Sigurðar nágranna sá ég að hann hafði flaggað í hálfa stöng.  Nú lætur hann trúmál sem vind um eyrun þjóta öllu jöfnu, dauði Krists og þær afleiðingar sem hann hafði og hefur enn, skiptir Sigga sumsé litlu máli.  Ef ég hefði nothæfa fánastöng, fána og tilbehör flaggaði ég hinsvegar í fulla stöng.  Hversu hræðilegur sem dauði Krists var, beinast augun ekki að augnablikinu heldur því sem það leiðir af sér.  Á sama máta gleðst ég yfir þeim sem loksins klúðra sínum málum svo augun opnist fyrir því lífi sem þeir lifa.  Öll erum við syndarar og skortir Guðs náð.  Og ég síst þar undanskilinn.  Þótt ég hafi tekið á móti Kristi sem leiðtoga lífs míns fyrir bráðum 15 árum er ég fjarri því fullnaður enn.  Kristur er jú vegurinn (sannleikurinn og lífið) og hjá mér er góður spotti ófarinn enn.

 

Því óska ég OKKUR öllum til hamingju með daginn 


Best varðveitta leyndarmál helvítis

Mér þætti gott að fá einhverjar athugasemdir við þessu merkilega video sem ég fann á GodTube.  Ég er enn að garfa í hvernig ég set videoglugga inn, þetta nálgast vissulega en er ekki komið enn...  Sem dregur þó ekkert úr gæðum innihaldsins.

 

 

slóðin er http://www.godtube.com/view_video.php?viewkey=bb01943234bce7bf8453 


Þetta snýst bara um Jesús Krist sjálfan - HANN - ekki okkur

Aðalumfjöllunarefni Mósesar og spámannanna: Jesús Kristur sjálfur-
 
„Og HANN byrjaði á Móse og öllum spámönnunum og útlagði fyrir þeim það, sem um HANN er í öllum ritningunum.“  (Lúk 24.27)

„ ... sem um MIG er ritað í lögmáli Móse, spámönnunum og sálmunum.“  (Lúk 24.44)

„ ... Vér höfum fundið þann, sem Móse skrifar um í lögmálinu og spámennirnir, Jesú frá Nasaret, son Jósefs.“  (Jóh 1.45)

„Þér rannsakið ritningarnar, því í þeim hyggist þér eiga eilíft líf. Og það eru þær, sem vitna um MIG.“  (Jóh 5.39)

„Ef þér tryðuð Móse, munduð þér líka trúa MÉR, því um MIG hefur hann ritað.“  (Jóh 5.46)

„HONUM bera allir spámennirnir vitni ...“  (Post 10.43)

 

Aðalumfjöllunarefni Jesú Krists er: Jesús Kristur sjálfur-

„ÉG er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra, sem til MÍN kemur, og þann aldrei þyrsta, sem á MIG trúir.“  (Jóh 6.35)

„ÉG er ljós heimsins. Sá sem fylgir MÉR, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins.“  (Jóh 8.12)

„Til dóms er ÉG kominn í þennan heim, svo að blindir sjái og hinir sjáandi verði blindir.“  (Jóh. 9.39)

„ÉG er dyrnar. Sá sem kemur inn um MIG, mun frelsast ... (Jóh 10.9)

„ÉG er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina.“  (Jóh 10.11)

„ÉG er upprisan og lífið. Sá sem trúir á MIG, mun lifa, þótt hann deyi.“  (Jóh 11.25)

„ÉG er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir MIG.“  Jóh 14.6)

„ÉG er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Sá ber mikinn ávöxt, sem er í MÉR og ÉG í honum, en án MÍN getið þér alls ekkert gjört.“  (Jóh 15.5)



Aðalumfjöllunarefni heilags Anda er: Jesús Kristur sjálfur-

„Þegar hjálparinn kemur, sem ég sendi yður frá föðurnum, sannleiksandinn, er út gengur frá föðurnum, mun hann vitna um mig.“  (Jóh 15.26)

„Hann mun gjöra mig dýrlegan, því af mínu mun hann taka og kunngjöra yður.“  (Jóh 16.14)

 

Aðalumfjöllunarefni postulanna er: Jesús Kristur sjálfur-

„En þér munuð öðlast kraft, er heilagur andi kemur yfir yður, og þér munuð verða vottar MÍNIR ... “  (Post 1.8)

„og hann mun senda Krist, sem yður er fyrirhugaður, sem er Jesús" (Post 3.20)

„Létu þeir eigi af að kenna dag hvern í helgidóminum og í heimahúsum og boða fagnaðarerindið um, að Jesús sé Kristur." (Post 5.42)

„Filippus fór norður til höfuðborgar Samaríu og prédikaði Krist þar." (Post 8.5)

„Filippus tók þá til orða, hóf máls á ritningu þessari og boðaði honum fagnaðarerindið um Jesú." (Post 8.35)

„...og tók þegar að prédika í samkunduhúsunum, að Jesús væri sonur Guðs." (Post 9.20)

„Og hann bauð oss að prédika fyrir lýðnum og vitna, að hann er sá dómari lifenda og dauðra, sem Guð hefur fyrirhugað." (Post 10.42)

„...tóku þeir einnig að tala til Grikkja og boða þeim fagnaðarerindið um Drottin Jesú." (Post 11.20)

„Jesús, sem ég boða yður, hann er Kristur." (Post 17.3)

„...því að hann flutti fagnaðarerindið um Jesú og upprisuna." (Post 17.18)

„...Páll [gaf] sig allan að boðun orðsins og vitnaði fyrir Gyðingum, að Jesús væri Kristur. " (Post 18.5)

„...Ég særi yður við Jesú þann, sem Páll prédikar.'" (Post 19.13)

„...en vér prédikum Krist krossfestan..." (1Kor 1.23)

„...Er ég kom til yðar, bræður, og boðaði yður leyndardóm Guðs...Jesú Krist og hann krossfestan." (1Kor 2.1-2)

„Sonur Guðs, Jesús Kristur, sem vér höfum prédikað á meðal yðar,..." (2Kor 1.19)

„Ekki prédikum vér sjálfa oss, heldur Krist Jesú sem Drottin,..." (2Kor 4.5)

„...þóknaðist að opinbera mér son sinn, til þess að ég boðaði fagnaðarerindið um hann meðal heiðingjanna,..." (Gal 1.16)

„..[mér] var veitt sú náð að boða heiðingjunum fagnaðarerindið um hinn órannsakanlega ríkdóm Krists..." (Efe 3.8)

„Kristur er allt að einu boðaður, hvort sem það heldur er af uppgerð eða heilum hug." (Fil 1.18)

„Hann boðum vér, ..." (Kol 1.28)

„Hann opinberaðist í holdi, ... var boðaður með þjóðum..." (1Tim 3.16)


Draumurinn

Mig dreymdi í nótt að ég væri myndlistamaður.  Ég hafði fengið stóran sal til umráða, hátt til lofts og vítt til veggja en mjög hráan, svipaðan húsi tilbúnu undir tréverk.  Ég fékk til liðs við mig vini mína og fjölskyldu en líka fólk af öllu tagi, iðnaðarmenn og fagfólk.  Þarna eyddum við [draum-] vikum í að innrétta allt: flísaleggja gólfið, reisa upp veggi og byggja eldhúsinnréttingu með allskyns skápum og öllum þeim græjum sem í flottri innréttingu eiga að vera.  Miklum tíma var eytt í þetta og allir viðstaddir áttu þarna langar samvistir - oft fram á nótt.  Allt var fínpússað í hólf og gólf og hugað að sérhverju smáatriði.  Nema á frumsýningardaginn, nokkrum mínútum fyrir opnunina var ég á þönum fyrir aftan verkið, að stinga rafmagnssnúrum af öllum þessum ótengdu rafmagnstækjum eldhússins inn í skápa og á bakvið þegar ég áttaði mig á að ég hafði ekki sent neina boðsmiða.  Einhvernvegin fannst mér þetta vera allt í lagi, áttaði mig um leið hvað verkið heitir og skrifaði það á áberandi stað á þann vegg sem snéri að innganginum. .  Síðan tók ég mér stöðu fyrir framan hjálparfólkið (sá útundan mér að einhverjir nýkomnir gestir höfðu bætst við í hópinn) og hélt opnunarræðuna um það sem mér hafði skilist þarna fyrr:

„Góðir gestir, það sem þið sjáið hérna er verk sem heitir ‚Tilveran´.  Mestur hluti sýningartímans fór í að setja sýninguna upp svo að tíma verksins er brátt lokið.  Þetta verk á sér því hvorki nokkra tilveru áður en við komum hingað né eftir að við förum héðan.  Þetta verk á sér enga tilveru nema í samvinnu þeirra sem að því stóðu: vina minna, fjölskyldu og þeirra sem tóku þátt.  Það lítur út fyrir að vera nothæf íbúðareining en er það ekki - eini tilgangur hennar var samvinna þeirra sem að henni stóðu.  Veggirnir sem þið sjáið inni í rýminu eru engir alvöru stoðveggir, heldur tjaslað saman fyrir þessa einu sýningu; þegar við förum héðan verður þetta allt rifið.  Ekkert tækjanna virka, hér er hvorki straumur né vatn,  Það eina sem stendur er samvinna þessa fólks og það sem það gerði.  Því bið ég ykkur að athuga verkið vel og gera ykkur það minnistætt.  Ég segi sýninguna því setta og bið ykkur að gjöra svo vel.

... og þá hringdi klukkan.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband