Mör-gæs eða mörgæs ...
27.1.2008 | 16:30
Plottið í nokkrum orðum: Keisaramörgæsir ferðast frá hafinu á hverju hausti, mörg hundruð km. allstaðar frá inn í land í dalinn Oamoc til að makast, eru þar uns kvendýrið hefur verpt, þá tekur karlinn við egginu og konan heldur til hafs í 2 mánuði. Á meðan þreyir karlfuglinn þorrann með eggið falið milli fóta sér undir húðfellingu uns unginn ungast út. Konurnar borða þennan tíma allt hvað af tekur og flýta sér síðan til baka til að gefa unganum að borða því karlinn er þá búinn að svelta í 4 mánuði og hefur ekkert aukreitis handa afkvæminu. (Það er jú hávetur, -40°C , 3 vikna ferðalag frá sjó og hvergi neina fæðu að fá). Flest kvendýranna ná til karlanna og taka við ungunum en karlarnir flýta sér glorhungraðir til sjávar. Skiptin endurtaka sig síðan enn einu sinni áður en sumarið er komið.
En þvílík barátta fyrir lífinu. Að horfa á þetta sem fyrirmynd hinnar óeigingjörnu baráttu okkar fyrir því lífi (Jóh 1.4) sem er í Guði, var hreint stórkostlegt. Hvernig karlarnir hópuðu sig saman sem einn líkami gegn stórhríðinni: við munum þrauka vegna þess að við myndum þykkt teppi, risastóra brynju. Einstaklingarnir munu deyja vegna þess að þeir njóta ekki verndar hinna. Og þegar óvinurinn sækir að, hópa sig dýrin saman, og eins og alltaf falla dýrin sem sækja í einsemdina treysta á eigin mátt fylgja ekki leiðtoganum. Og pörunardansinn: hin algera samvinna manns og konu á öllum sviðum, þar sem þau dansa uns allar hreyfingar eru í fullkomnum takti. Í miskunarlausu umhverfi getur hver röng hreyfing þýtt dauða fyrir hið nýja líf sem fæddist hjá þeim. (Þekkjum við ekki öll dæmi þessa?)
Við sem höfum barist svona fyrir lífinu okkar sjálfra og annarra ættum að kannast við þessa baráttu, hve erfið hún er en jafnfram hve sigurinn er sætur þegar vel til tekst. Við sem berjumst í bæn og föstu fyrir fólki sem stendur frammi fyrir frostinu og dauðanum þekkjum hversu banvæn einsemdin er. Þar sem frostið er svo mikið að sjálfur vindurinn frýs, þar og vegna þessarar baráttu okkar klekjast sífellt fleiri ungar út. Og við áttum okkur á því að það erum ekki við sem skiptum öllu máli heldur Guð ... og lífið sjálft. Og einhverntíman yfirgefa ungarnir foreldrana og hefja sjálfir lífsins dans og við þökkum Guði fyrir þá náð sem Hann hefur auðsýnt enn á ný.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Andleg tannburstun?
24.1.2008 | 20:32
Ég heyrði þessa samlíkingu frá svissneskum Biblíukennara sem ég er í sambandi við, Ivo Sasek:
Ef við burstum ekki tennurnar á okkur felst náð GUÐS ekki í því að við fáum engar holur, heldur að HANN kennir vissum manneskjum heiðarleika og öðrum að bora í tennur.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skuldbinding, hvað á það að þýða?
13.1.2008 | 16:00
Munkarnir sögðu íslendinga vingjarnlega og almennt forvitna um klausturlífið og bróðir Davíð Tencer fræddi okkur áhorfendur um að jólahaldið í klaustrinu miðast eingöngu við að halda uppá fæðingu Krists. Hann segir að stærsti munurinn á trúarlífi íslendinga og slóvaka væri hve sjaldan þeir fyrrnefndu kæmu til kirkju og bætti við: Margir eru trúaðir en bara persónulega trúaðir svona eins og þeir segi: Ég er trúaður og trúi eins og mér finnst gott að trúa ...
Þetta kveikti einmitt í mér og er einmitt eitthvað sem ég hef velt vöngum yfir, einstaklingshyggjan og trúin. Afskaplega margir vilja smíða sér sína eigin trú, sitt eigið trúarkerfi sem er þá sniðið að þeirra eigin hugmyndum um lífið og tilveruna, svona designed faith. Þá er tekið gospel með smá af ásatrúarsvalli og dash af jóga + soaking (=joking?) og skreytt með persónulegu nirvana á toppnum. Þetta er tekið inn í vægum skömmtum - eftir löngun og þörf hverju sinni sem oftar en ekki tengist fjarlægð frá útborgunardegi. T.d. er sungið um frelsi en það síðan ekki skilgreint neitt nákvæmlega, frelsi frá hverju og til hvers. Að sjálfsögðu öðlast þeir sem trúa og fylgja Jesú frelsi eins og fullt af fólki getur borið vitni um í eigin lífi - ég sjálfur meðtalinn. En orð eins og skuldbinding, hvernig stendur þessarri einstaklingshyggju, hvernig förum við að því að axla okkar kross og fylgja Honum ef bara smá hluti að því sem Hann segir hentar okkur? Ég þjóna í kirkju og veit hve erfitt það er að fá fólk til að gefa tíma sinn fyrir þennan Krist sem það lofar og dýrkar. Stundum finnst mér fólk skuldbundnara uppáhalds sjónvarpsþættinum sínum en Kristi. Hvað þýða orð í dag eins og skulbinding og sameiginleg ábyrgð? Ég held að ég hafi aldrei fengið meiri festu og öryggi inn í mitt líf en þegar ég tók þessa ákvörðun: að láta mitt já vera já og orð mitt standa. Þannig kemur Jesú fram við mig, ég trúi því að þannig vilji Hann að við komum fram við aðra.
Trúmál og siðferði | Breytt 9.2.2008 kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Úr mínus í plús
4.1.2008 | 17:53
Gleðilegt ár
31.12.2007 | 23:44
Klukkuna vantar 15 mín. í miðnætti og útifyrir smellur og hvellur eins og í meðalborgarastyrjöld. Gleðilegt ár öllsömul og sjáumst endurnærð á því nýja.
Eitt ljóð eftir Jónas
29.12.2007 | 09:52
Mér finnst það vera fólskugys
að fara niður til helvítis
og eyða aldri sínum
innan um brennu illan geim
ólíkan drottins sólarheim,
svo hrollir huga mínum.
Skötubarðvængjuð fjandafjöld
flaksast þar gegnum eilíft kvöld,
glórir í glóðir rauðar,
þar er ei nema eldur og ís,
allt í helvíti brennur og frýs,
Satan og sálir dauðar.
Jónas Hallgrímsson
1807-1845
Áttu silfur og gull?
28.12.2007 | 21:16
Silfur og gull á ég ekki en það sem ég hef, það gef ég þér. Í dag hefur þetta snúist við og gæti heitið á þessa leið: ég á ekkert annað en silfur og gull og bara það gef ég þér. Hérna get ég varla stillt mig að vippa mér ekki út í þjóðfélagslega gagnrýni á kaupháttum og forgangsröðun því mitt í auglýsingaflóðinu fyrir jólin fannst mér ég geta heyrt allar þessar íslensku fjölskyldur sem auglýsingunum var beint að, segja: Barnið mitt, fyrst ég kýs að taka óskir mínar um efnisleg gæði framyfir óskir þínar um tilfinningaleg gæði skal ég þó allavega sjá til þess að leikföngin þín séu nógu ríkmannleg.
Okkur hjónin langaði hreint ekki til að taka þátt í þessu át- og kaupsukki þannig að þótt við fengjum fullt af pökkum skildum við allt eftir og fórum uppí sveit yfir jólin. Áttum síðan yndislega stund í leigðum bústað á Flúðum og eyddum þar 5 dögum saman, í bæn og vinnu innávið með krökkunum, gátum betur en nokkru sinni fyrr notið þess að gleðjast yfir fæðingu frelsarans - öll saman. Þess á milli reistum við snjókall, eltum refaspor upp um hlíðar, skoðuðum rjúpu og byggðum snjóhús eða vorum í heitum potti og veltum okkur uppúr snjó og... og... Mjög dýrmætur tími sem við gátum notað líka til að skipuleggja næsta ár, hvað viljum við, hvernig ætlum við að komast þangað osfr. Síðan komum við heim og tókum upp pakkana, einn á mann í dag, annar á morgun. Í þeim var síðan ekkert sem komst í hálfkvisti við það sem við höfðum fengið.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10 gullnar sjónvarpsreglur
19.12.2007 | 06:09
1. Viljir þú gjarnan hafa ró í kring um þig og óhindrað geta snúið þér að skyldum þínum og áhugamálum settu barnið þitt fyrir framan sjónvarpið.
2. Langi þig að afla barninu þínu stökkbrettis til tíðrar, stjórnlausrar og fíkinnar sjónvarpsnotkunar, leyfðu því bara að fylgjast með hinu nytsama í útsendingunni og fræðsluefninu.
3. Langi þig að barnið þitt sé eins óánægt með það sem það hefur og kostur er, og vilji allstaðar meira eða annað - settu barnið þitt fyrir framan sjónvarpið
4. Langi þig að barnið þitt tapi hinum nytsömu og skapandi stundum dagsins um ókomna framtíð og viti ekki hvað það eigi að taka til bragðs þegar fram líða stundir - settu barnið þitt fyrir framan sjónvarpið.
5. Viljir þú að barnið geti ekki myndað eigin skoðanir heldur fái borna fram hagrædda og forsoðna skoðun á heimsviðburðum, stjórnmálum og umhverfi láttu það læra úr sjónvarpinu.
6. Langi þig að barnið þitt hneigist að neyslu, munaði og vanvirkni - settu það enn oftar fyrir framan sjónvarpið.
7. Langi þig að ofbeldisverk séu barninu þínu eðlileg, illska, svik og afbrot heyri til daglegs brauðs - settu þá barnið þitt líka á kvöldin fyrir framan sjónvarpið.
8. Langi þig að barnið þitt fari að hafa áhuga á hinu kyninu of snemma, fyllist óhreinum hugsunum og eigi síðar við vandamál í hjónabandinu að stríða, þá settu það líka á nóttinni fyrir framan sjónvarpið
9. Viljir þú að barnið þitt eignist þögla samvisku, geti ekki lengur gert greinarmun milli góðs og ills og sé ennfremur rænt algerlega eilífum og varanlegum gildum, heimilaðu því þá algert sjónvarpsfrelsi.
10. Getir þú sagt JÁ við öllum þessum reglum, undirbúðu þig þá undir gleðisnautt, einmanalegt og atburðarýrt líf í góðu samfélagi við sjónvarpið.
Fyrir sérhverjar kringumstæður lífs okkar er til andleg lausn til sigurs
Hátíð ljóss og friðar?
11.12.2007 | 21:58
Eiginlega ættu jólin að vera sá tími ársins þar sem fólk er stillt inná að gera eitthvað í minningu Jesú. (Ég sagði óvart í minningu Jesú", rétt eins og hann sé dáinn og ekki upprisinn, allra síst að hann búi í hjartanu í mér og þér.)
Eiginlega ættu jólin að vera svona tími þar sem fjölskyldan nýtur þess að vera saman, hugsar sinn gang og gerir upp árið. Fyrir okkur langflest tími kyrrðar og friðar.
Eiginlega ættu jólin að vera sá tími þar sem fólk, ja allavega kristið fólk, leitar uppruna síns, þess sem við eigum sameiginlegt í Kristi - friðarins, lífsins, ljóssins. Og við, hin kristnu, salt jarðar, berum við því vitnisburð hvernig þessi friður, þetta líf og ljós er leiðandi afl í lífi okkar? Hvers gerir eiginlega þetta salt jarðar" kröfu til?
Og einmitt í þessu skammdegi guðlegs friðar þar sem villuljósin skína hvað bjartast, finn ég hvað ég þarf virkilega á því að halda að halda fast í trúna á Krist og leita friðar Hans og lífsins í Honum.
Við hjónin vorum einmitt að spá í þessu í kvöld þegar við vorum búin að ákveða að fara yfir predíkun sem við eigum, metta okkur í Orðinu. En friðinn var einfaldlega ekki þar að finna, heldur í því að setjast niður með krökkunum, eiga kvöldstund saman yfir tafli, kenna strákunum mannganginn og leyfa þeim að sjá mig tefla við stóru stelpuna. Í leiðinni gat ég kennt þeim undirstöðuatriði í Guðlegri strategíu: hvar vill óvinurinn ráðast á mig? Hvernig get ég styrkt varnirnar? Þarf ég stundum að fórna einhverju fyrir eitthvað annað? Hvað gerist ef ég passa ekki uppá heimilið mitt (/grundvallaratriðin)?
Kvöldið varð öðruvísi en við höfðum planað en allir fóru að sofa með sitt á hreinu.
Jæja...
7.12.2007 | 18:51
Trúmál og siðferði | Breytt 8.12.2007 kl. 08:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)