Mín hjartans bæn
18.11.2008 | 18:05
Heilagi Jesús
Ég tilheyri ekki lengur mér heldur þér
Settu mig þangað sem þú vilt,
Eftirláttu mér samvistir með þeim sem þú vilt.
Láttu mig starfa, láttu mér þolinmæði í té.
Taktu ekki vandamálin burt frá mér, gefðu mér heldur styrk og visku til að leysa þau.
Notaðu mig fyrir þig eða settu mig til hliðar fyrir þig.
Reistu mig upp fyrir þig settu mig niður fyrir þig.
Fylltu mig tæmdu mig.
Gefðu mér allt eða láttu mig ekki hafa neitt.
Af frjálsri ákvörðun og af öllu hjarta læt ég allt að þinni velþóknun og stjórn.
Og nú, dýrlegi og upphafni Guð, Faðir, Sonur og heilagur Andi þú ert minn og ég er þinn.
Verði það svo.
Staðfestu á himnum sjálfsfórn mína, eins og ég hef framkvæmt hana hér á jörðu. Amen.
Himnaríki og helvíti
11.11.2008 | 18:35
Helgur maður var í viðræðum við Guð og sagði:
Drottinn, mig langar að vita hver munurinn er á himni og helvíti.
Svo Guð tók manninn að tvennum dyrum.
HANN opnaði aðra þeirra og hinn helgi maður leit inn.
Í miðju herbergisins var stórt hringlaga borð á miðju þess var stór pottur með pottrétti sem ilmaði svo vel að hinn helgi maður fékk vatn í munninn.
Fólkið sem sat við borðið var horað og veiklulegt og leit út fyrir að vera að svelta í hel.
Fólkið hélt að skeiðum með löngu handfangi og hendur þeirra voru bundnar við stólana en þó gátu þau veitt matinn upp úr pottinum með skeiðinni.
En þar sem handföngin á skeiðunum voru lengri en hendur þeirra þá gátu þau ekki komið matnum úr skeiðinni upp í sig.
Hinn helgi maður varð undrandi á þeirri eymd og þjáningu sem við honum blasti.
Guð sagði, 'Þú hefur nú séð inn í helvíti.'
Síðan fóru þeir að næstu hurð og opnuðu hana.
Við blasti sama sjón og í fyrra herberginu.
Stórt hringlaga borð með stórum potti fullum af pottrétti sem einnig varð til þess að hinn heilagi maður fékk vatn í munninn.
Fólkið hafði sama búnað, þ.e. skeiðar með löngu handfangi. Munurinn var hins vegar sá að þetta fólk var vel haldið, kátt,hresst og talaði saman.
Þetta sagðist hinn helgi maður ekki skilja.
Þetta er einfald, sagði Guð. En þetta krefst eins hæfileika.
Eins og þú sérð þá hefur þetta fólk lært að mata hvert annað á meðan að hinir gráðugu hugsa eingöngu um sjálfan sig.
IVO SASEK fjallar um Konungsdrottnun Jesú Krists
2.11.2008 | 17:48
í húsnæði Hvítasunnukirkjunnar á Selfossi, 7. nóv. kl. 20:00
Lifirðu í Kristi? Ertu í Honum? Er Hann í þér?
Fyrirlestur verður haldinn með Svisslendingnum Ivo Sasek föstudaginn 7. nóv. kl. 20.00 í húsnæði Hvítasunnukirkjunnar á Selfossi, Austurvegi 40 b (keyrt að bakhúsi við hliðina á Sjóvá). Hann ætlar að fjalla um það þema sem virkar þungamiðju í þjónustu hans: Leyndarmál Krists (Kristur í okkur og við í Kristi) og hið lífræna líf í Jesú, svo notuð sé áfram líking Páls um okkur sem líkama Krists. Ivo hefur sinnt fullri þjónustu í nánast þrjátíu ár, gefið út 17 bækur um ofangreint efni, er að auki 11 barna faðir. Á myndinni til vinstri er hann með konunni sinni, Anni. Enduruppbygging fjölskyldunnar í Kristi er annar hornsteinn kennslu Ivos, að fjölskyldan nái að þroska samband sitt við Guð og eignist þannig frið. Ivo er fyrst og fremst þekkur í hinum þýsku-mælandi heimi, þar umsetinn sem gesta- og ráðstefnufyrirlesari. Það eru því sérstök forréttindi að fá hann hingað í annað sinn.
Þjónusta Ivo Saseks er þverkirkjuleg, ótengdri ákveðinni kirkjudeild og hefur hann þjónað í hið minnsta 17 löndum. Hér um ekki um að ræða neinn anga þjóðkirkju, fríkirkju né neins konar sértrúarsöfnuð af neinu tagi, heldur andlega hreyfingu sem vill tryggja ávöxt trúboðsins og hvetja til hagkvæmrar einingar, skuldbindingar og andlegs þroska kristinna. Hann hefur leitt saman kristið fólk af ólíkum bakgrunni, kirkjudeildum og uppruna, og kennt hvernig hægt sé að vinna að sameiginlegum markmiðum með frið Krists sem
hinn eina tilgang. Ivo hefur framleitt og leikstýrt 5 bíómyndum í fullri stærð, þeirri síðustu 2008 Sophie. Í öllum tilvikum er um að ræða kvikmyndir með sterku kristnu yfirbragði og innihaldi.
Umfjöllunin er öllum opin, verður á þýsku með íslenskri þýðingu og er að sjálfsögðu ókeypis eins og öll þjónusta Ivos. Nánari upplýsingar er að fá hjá Ragnari og Hildi í síma 483·3239 / 824·3939 eða með spurningum á netfangið >berg44@simnet.is<. Boðið verður uppá efni eftir Ivo og samræður að loknum fyrirlestrinum.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
USA kýs um líf eða dauða
29.10.2008 | 20:41
Sjá ég hefi í dag lagt fyrir þig líf eða heill, dauða og óheill (5Mós 30.15) -veldu líf !!
Kristna grúppan Jonas Brothers
10.9.2008 | 16:42
Ég var að hlusta á athyglisverðan þátt í dag í útvarpinu (þessu allra landsmanna, munið þið?) þar sem Magnús R. Einarsson í þættinum Heimsauga fræddi þjóðina um kristnu hljómsveitina Jonas Brothers. Raunar var umfjöllunin ekki minna um Russel nokkurn Brand sem lét Purity ring þeirra bræðra fara fyrir brjóstið á sér. Þeir bera sumsé þennan hring hreinleikans sem tákn þess að þeir ætli ekki að hafa samfarir fyrir hjónaband. Og til að gera Magnúsi enn meiri óleik dópa þeir hvorki né drekka. Hann fussaði yfir því hvernig rokkið væri nú búið að missa hjartansblóðið, sex&drugs&rock&roll orðið útþynnt og slappt. Engir drungalegir draumaprinsar, engir mjaðmahnykkir?
Þótt ég þekki þessa hljómsveit ekki neitt finnst mér mikið (MIKIÐ) til koma til þessarrar ákvörðunar og hefði svo sannarlega viljað hafa borið gæfu til að hafa haldið mér hreinum fyrir hjónaband. Magnús sagði síðan (reyndar án þess að hafa skilið það til fulls að þeir væru mótsvar) að á sama tíma væru kynsjúkdómar unglinga að aukast, óléttur og ólöglegar fóstureyðingar og sú sálarkvöl sem því fylgir.
Fréttir berast stöðugt um nauðganir (samræði við stúlkur undir lögaldri) í partíum víðsvegar um landið. Valið gæti orðið svo miklu einfaldara.
Christian one-liners
9.7.2008 | 10:13
Ágætu bloggfélagar. Ég hef lítið komið hingað það sem af er sumri enda rykfellur tölvan í húsaviðgerðum og öðrum þeim athöfnum sem tilheyra sumrinu á þessum bæ. Þessar tuggur, frasar, kliskjur (eða hvernig sem hægt er að þýða one-liners) eru misalvarlegar, spanna frá mikilli visku yfir í ... tja.... minni visku, en ég vona að þið getið haft gaman að. Ég verð samt í lauslegu sambandi, les hjá ykkur en er lítið að athafast. Eigið sem best sumar
Don't let your worries get the best of you; remember, Moses started out as a basket case.
*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*
Many folks want to serve God, but only as advisers.
*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*
It is easier to preach ten sermons than it is to live one.
*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*
The good Lord didn't create anything without a purpose, but mosquitoes come close.
*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*
When you get to your wit's end, you'll find God lives there.
*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*
People are funny; they want the front of the bus, the middle of the road, and the back of the church.
*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*
Opportunity may knock once, but temptationbangs on your front door forever.
*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*
Quit griping about your church; if it was perfect, you couldn't belong.
*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*
If your church wants a better Minister, it only needs to pray for the one it has.
*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*
Some minds are like concrete, thoroughly mixed up and permanently set.
*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*
Peace starts with a smile.
*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*
I don't know why some people change churches; what difference does it make which one you stay home from?
*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*
A lot of church members who are singing "Standing on the Promises" are just sitting on the premises.
*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*
Be ye fishers of men. You catch them - He'll clean them.
*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*
Coincidence is when God chooses to remain anonymous.
*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*
Don't put a question mark where God put a full-stop.
*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*
Don't wait for 6 strong men to carry you to church.
*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*
Forbidden fruits create many jams.
*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*
God doesn't call the qualified, He qualifies the called.
*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*
God grades on the cross, not the curve.
*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*
God loves everyone, but probably prefers "fruits of the spirit" over "religious nuts!"
*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*
God promises a safe landing, not a calm passage.
*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*
He who angers you, controls you!
*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*
If God is your Co-pilot - swap seats!
*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*
Prayer: Don't give God instructions -- just report for duty!
*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*
The task ahead of us is never as great as the Power behind us.
*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*
The Will of God never takes you to where the Grace of God will not protect you.
*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*
We don't change the message, the message changes us.
*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*
You can tell how big a person is by what it takes to discourage him.
*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*+*
The best mathematical equation I have ever seen:
1 cross + 3 nails = 4 given.
Kristilegt rapp/hiphop
1.7.2008 | 20:21
Rakst á þennan gaur sem kallar sig Crusified og býður uppá ókeypis niðurhal af nýjasta diskinum sínum Christ Life (http://www.getcrucified.com/). Skemmst frá því að segja að þetta er hinn ágætasti diskur og ekki síst textarnir sem eru predíkanir og vitnisburðir vel yfir meðallagi.
Hann er líka að finna á http://www.reverbnation.com/getcrucified
Nema hvað, um að gera að koma þessu í dreifingu til okkar sem hafa gaman að svona tónlist !!!
Spurgeon á ferðalagi
29.6.2008 | 09:41
Einn daginn ferðaðist Spurgeon (1834-92) frá London til afskekktst þorps til að predíka. Á heimferðinni tók hann eftir því að hann hafði týnt farmiðanum sínum. Hinn farþeginn horfði uppá hvenig hann leitaði í öllum vösum uns hann spurði Spurgeon að lokum hvort hann hefði týnt einhverju. Spurgeon sagði honum að hann hefði týnt farmiðanum sínum og hann heldur enga peninga. En, bætti hann við, ég er á ferð í þjónustu Drottins míns og Guð hefur nú svo oft gripið inní atburðarásina þegar ég hef átt í vandræðum. Þessvegna trúi ég því að hann leysi líka þetta vandamál. Á þessu augnabliki kom lestarvörðurinn inn í vagninn til að athuga farmiðana. Hann snerti húfuderið létt í kveðjuskyni þegar hann sá ferðafélaga Spurgeons. Sá sagði hinsvegar: Hér er allt í lagi, William, svo vörðurinn gekk leiðar sinnar. Merkilegt, sagði Spurgeon, hann spurði mig alls ekkert eftir farmiðanum. Hinn svaraði og sagði: Hérna hefur þú enn annað dæmi um þá Guðlegu forsjá sem þú varst að segja mér af. Þú mátt vita að ég er forstjóri þessa járnbrautarfélags og án efa hagræddi Guð því þannig að ég sæti með þér í vagninum þér til aðstoðar í vandræðum þínum.
Við eigum mikinn Guð, jafnt í gær, dag og á morgun
Wesley og þjófurinn
7.6.2008 | 06:27
Árum síðar stóð Wesley við dyr kirkjunnar og kvaddi kirkjugesti, þegar ókunnugur maður kom upp að honum. Honum til mikillar undrunar var þarna um að ræða þann sem fyrr hafði rænt hann. Í millitíðinni hafði sá snúist til trúar á Jesú Krist og var orðinn að heiðarlegum kaupsýslumanni. Og það er þér að kenna, sagði maðurinn brosandi. Nei, nei, vinur minn, mótmælti Wesley, ekki ég, heldur hið dýrmæta blóð Krists sem hreinsar af allri synd.!
John Wesley hafði virkilega gefið ræningjanum þetta kvöld eitthvað miklu verðmætara: Fagnaðarboðskapinn um frelsunina fyrir Jesús Krist.
Biblían orðar það á þennan hátt: Blóð Jesú, sonar HANS, hreinsar oss af allri synd. (1Jóh 1.7)
Er til önnur leið en leið helgunar og hreinsunar ???
24.5.2008 | 14:02
Ég er ennþá að lesa Kristnir píslarvottar, eftir Curt Björgquist í þýðingu Ásmundar Eiríkssonar sem Fíladelfía gaf út 1949. Er kominn þar við sögu að árið er 284 og Diocletíanus er orðinn keisari í Rómaveldi. Síðan stendur um hinar innri ástæður:
Þá miklu velsæld, er kristnir menn áttu við að búa, ár eftir ár, kunnu þeir ekki með að fara. Eusebíus sýnir fram á, hvernig velgengnin og frjálsræðið meðal hinna trúuðu, hafði hægt og hægt opnað dyrnar fyrir léttúð og andlegum sljóleika. Upphefð og virðing, er margir kristinir menn hlutu, hleypti af stað öfund og óvináttu bræðra á milli. Af því leiddi deilur, nagg og ýmiss konar óvirðingar. Forstöðumenn risu í gegn forstöðumönnum og söfnuðir í gegn söfnuðum.
Þá leyfði Guð ofsóknunum að skella yfir.
Kirkjan þarna var ofsótt eins og kirkjan er ofsótt í mörgum löndum en óx samt mjög hratt. Eftir að hafa heyrt bróður Yun (Heavenly Man/Himmelsbürger/man ekki hvað hún heitir á ísl) segja frá vexti húskirkjanna í Kína þrátt fyrir svakalega ofsóknir hlaut ég að skoða hvernig vesturlönd stæðu sig. Man að Yun talaði um að stærsta vandamál sem vestræn kirkja stæði frammi fyrir væri velmegunin. Svissnesku pastorinn Ivo Sasek talar ekki um annað en leiðir kristinnar kirkju út úr vandamálum velmegunar. Ofsóknir á okkar kirkju eru fyrst og fremst vegna þess að við leyfum þeim að gerast innri ástæður. Hérna er enginn fangelsaður af trúarlegum ástæðum einna helst að blogginu manns sé lokað vogi maður sér að kalla hlutina réttum nöfnum en allt gerist samt á mjög faglegum nótum. Vegna þess að kristnir hér, ólíkt öllum ofsóttum kirkjum fyrr og síðar, taka einfaldlega þátt í öllu sukkinu með heiminum. Þess vegna kemur aldrei til þess að Kristur tali um okkur eins og hann segir við föður sinn í Jóh 17.14:
Ég hef gefið þeim orð þitt og heimurinn hataði þá af því að þeir eru ekki af heiminm, eins og ég er ekki af heiminum. ... (v.23)) ... ég í þeim og þú í mér svo að þeir verði fullkomlega eitt, til þess að heimurinn viti að þú hefur sent mig og að þú hefur elskað þá eins og þú hefur elskað mig.
Útlitslega séð skerum við okkur ekki úr, við eru jafn ofnærð (lesist: andleg og líkamleg offita) og heimurinn (nb. á vesturlöndum). Við eigum jafnerfitt með að láta enda ná saman, við eyðum jafnmikið um efni fram. Við þráum sama lúxusinn og leyfum okkur jafnmikið. Börnin okkar hafa sama hlufall af ADHD og standa sig jafnilla (/vel) í skólunum. Við vinnum jafn ofsamikið og eyðum jafnlitlum tíma með börnum og fjölskyldum. Skilnaðir eru hjá okkur jafntíðir, fyllerí og sjálfsmorð líka. Við horfum á sömu sjónvarpsþættina og ræðum og rökræðum á sama máta. Við getum skrifa fallega hluti á netinu en heimilin okkar og prívatlífið er jafn heltekið af einstaklingshyggju og jafn innihaldsrýrt og hjá hinum. Þegar upp er staðið, frá hverju erum við eiginlega frelsuð? Og af hverju ætti heimurinn að hata okkur þegar við stöndum okkur jú jafnilla og hann? Salt jarðar? Ljós heimsins? Kannski spurning hvort Moggabloggið sé réttur grundvöllur fyrir umræðu af þessu tagi en ég veit ekki að hún eigi sér stað annarstaðar. Þigg leiðréttingu fagnandi.
En ég vil ekki lengur taka þátt í þessu. Höldum við virkilega ennþá að það sé til önnur leið en helgun og hreinsun?
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)