Er þetta 1. apríl gabb ???
21.4.2010 | 16:00
Sorglega vitlaus hugmynd og hversu mjög er hún í takt við útrásina. Allir eru þeir svo uppteknir af sjálfum sér að enginn getur unnt neinum þess að hafa átt nafngiftina - NEMA þeim sem á mest monnípening. Skítt með andagift eða skáldlegt innsæi, horfum framhjá tilfinningu fyrir málinu og frumlegum innblæstri. Sá skal eiga flottastan bílinn, stærsta bankann og flest örnefnin sem er ríkastur. Sá sem á mest í veskinu skal ráða.
Með fullri virðingu fyrir höfundi þessarar hugmyndar: ég hef held ég aldrei heyrt menningarsnauðari dellu en að t.d. parís hilton geti keypt sér rétt til að skíra eitthvað í höfuðið á sér uppi á hálendi Íslands í kraft peninga sinna.
Eins og sonur minn 9 ára segir: kommon?!
![]() |
Nafn nýrrar eldstöðvar verði boðið upp á eBay |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nekt v/s klám
19.4.2010 | 18:19
En aftur að fyrri hópnum, þeim sem vekur eiginlega meiri áhuga minn sem stendur. Þarna eru rosknir, vel stæðir karlmenn í miklum meirihluta skv. könnun MMR. Þessi hópur lítur á það sem sjálfsögð mannréttindi að fá að glápa á allsbert fólk og fer að hrópa um forræðishyggju þegar þeim er bent á að þetta samræmist nú eiginlega ekki mannréttindum og virðingu við þá sem á er glápt.
Svo er það líka merkilegt í þessu máli öllu að ríku, gömlu kallarnir í fyrri hópnum eru ekkert spenntir fyrir því að dansa neitt fyrir aðra, þeir vilja bara hafa fólk til að glápa á án þess að þurfa að gera neitt sjálfir. Málið snýst sumsé ekki um jafnan rétt allra til að horfa á alla, heldur bara um rétt einhverra örfárra að fá að æsa í sér girndina með því að horfa á fólk hátta sig.
Mikið rosalega er ég feginn því að súlustaðirnir loka. Og mikið rosalega óska ég þeim konum sem þar höfðu atvinnu við að láta fyrrnefndan fyrrihóp glápa á sig, að þær finni einhverja atvinnu sem samræmist þeirri virðingu sem þær eru fæddar til. Og mikið rosalega óska ég fyrri hópnum þess að þeir skilji vanvirðinguna við manneskjuna í þessari glápþörf sinni, hvort sem þessari þörf er svalað á súlustöðum, á tölvunni eða annarstaðar.
![]() |
Flestir vilja banna nektardans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gott framtak!
18.4.2010 | 17:24
En yfir í annað, grínviðurinn segir (staðfæring á grapewine has it) að eins og alkunna sé hafi hið ískenska hagkerfi lagt upp laupana. Það hafi hinsvegar átt þá síðustu ósk að ösku sinni verði dreift yfir Evrópu.
![]() |
Forsetinn á gossvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
AGS + ESB = Landráð
18.4.2010 | 08:28
Dear Europe
17.4.2010 | 21:37
We sincerely regret any inconvieniences caused by this unforseen eruption. We are quite frankly, just as you, taken in by this touch of the higher power now stretching out touching the continent. Please do not necessarily take this as a sign from above regarding EU, many other options are available, e.g. ... eh... well, ...
![]() |
Ekkert flug þriðja daginn í röð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.600.000.000 ástæður
17.4.2010 | 08:23
![]() |
Vilja að varaformaðurinn víki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þvílík landkynning!!!
16.4.2010 | 21:48
Er einmitt að lesa Draumalandið hans Andra Snæs þessa dagana (mæli eindregið með því að lesa þessa sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð - oft var þörf...) og svo ég vitni (bls 131): Þegar alger kreppa ríður yfir kemur oft eitthvað í staðinn, samtakamáttur fólksins losnar úr læðingi, valdakerfi riðlast og gömul goggunarröð breytist. Alger kreppa eða algert hrun getur verið forsesenda uppstokkunar og umbreytinga.
Þetta er einmitt málið, leita sér upp möguleikana í stöðunni, finna sóknarfærin, allar stöður hafa einhverja jákvæða og spennandi fleti. En endilega velja sér fjárfestana MJÖG gaumgæfilega (t.d. er nafnið í skýrslunni?)
![]() |
Ísland ofarlega í huga ferðalanga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þetta er sko ekkert Disneygos
15.4.2010 | 21:04
Brandarinn af Facebook er þó svoldið fyndinn - þessi með að Evrópa sé að kvarta við okkur yfir því að hafa beðið um CASH en við sendum bara ASH.
![]() |
Skarðið gæti nýst næsta flóði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
With love from Iceland.
14.4.2010 | 22:01

![]() |
Stöðvi flugumferð yfir allri V-Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Úr öskunni á kaf í eldinn?
14.4.2010 | 19:12
![]() |
ESB leiðin út úr kreppunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |