Staðalmyndir eða stuð?

Hérna er náttúrulega skólasamfélaginu í heild stórkostlegur vandi á höndum.  Annarsvegar höfum við reglugerðir og ákvarðanir, lög og framfarasinnaðar, stefnumarkandi ályktanir
- og hinsvegar höfum við mannlegt eðli og langanir.

Er ekki hlutverk skólans að gera börn hæf til þátttöku í því þjóðfélagi sem þau búa í?  Skólinn er miklu meira en Písakannanir og jafnvel þótt Kristín Ást. segi helstu áhugamál stráka og stelpna hégóma komumst við ekki framhjá því að ef umræðunni er ekki stýrt leitar hún sinna eigin leiða.  Þegar skólinn er farinn að vinna gegn mannlegu eðli losnar hann úr tengslum við nemendurna - úr tenglsum við þá staðreynd að þeir eru EKKI kynlausir heldur hafa langanir, væntingar og þrár UTAN skólanámskrár.

Skóli er miklu meira en útungunarstöð fyrir tæknigeirann, hann verður að bjóða uppá snertiflöt við raunveruleikann, þann raunveruleika sem börnin okkar hrærast í.  Kennarar verða að geta nálgast nemendur sína á þeim stað sem þeir eru á, unnið traust þeirra og átt hlutdeild sem leiðbeinendur bæði í leik og starfi.


mbl.is Segir skólann fullan hégóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En alltaf er nú reiðuféð best ...

En þetta stemmir allt saman:
Guðrún Helgadóttir þáverandi þingmaður sagði að kortin myndu auka umframneyslu: það reyndist rétt
-að þau hækkuðu vöruverð: rétt
-að þau þarmeð auki verðbólgu: rétt
-að hægt sé að líkja neyslu með þeim við eiturlyf í einhverjum tilfellum: rétt

Nú berast mér æ fleiri sögur af fólki sem er að fara til baka til reiðufés, handbærir peningar blífa, skuldeyðsla tilheyrir munaðarlífsstíl sem er að dvína.


mbl.is Kreditkortin voru algjör bylting á Íslandi en var líkt við eiturlyf á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju bara sumar kirkjur?

Ég fór þarna inn og sá hvorki Hvítasunnukirkjuna í Reykjavík (Fíladelfíu), Akureyri, Keflavík, Fljótshlíð né á Selfossi.  Hvorki var Kristskirkja inni né Krossinn, ekki Vegurinn né Samhjálp.

Legg til að við gefum forsvarsmönnum síðunnar tiltal.


mbl.is Heimasíða um kirkjur á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílík einfeldni!

Já merkileg þessi einfeldni að halda að það að vera kona felist fyrst og fremst í „júllum og píku“.  Þessi „leiðrétting“ hefur í öllu falli ekki náð inn fyrir húðina.  Í dýraríkinu deyja þessi ófrjóu millistig, (nefnast kannski hvorugkyn?) út enda þjóna þau ekki framgangi og lífsafkomu tegundarinnar. 

Væri gaman að fá einhverjar umræðu um hvað spurningin annars fjalli „að vera kona“.  Ytri kynfæri?  Getuna að fjölga sér? Meðvitundina um að vera kona?  Samkennd með öðrum konum?   Kynlöngun til karlmanna?

Og að lokum, þessi hótun þarna í lokin „þá verða vesen og vandræði, ég er ekki að grínast.“ hvernig ætli hún líti út í framkvæmd?


mbl.is Vala Grand í Ungfrú Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagræn og hagvæn list

Alltaf þykir mér svolítið erfið þessi umræða um listir og hagnað.  það er nefninlega svo stutt í að hampa síðan þeim „skapandi greinum“ sem auka hagvöxt en dömpa hinum sem eru metin hafa lág hagræn skapandi áhrif.  Eins og kemur síðan fram: „þegar kemur að stefnumótun og ákvarðanatöku varðandi atvinnuuppbyggingu,“  Þannig er tónlistin öll metin eiga 4% af landsframleiðslu.  Er hér um að ræða Mugison, Megas eða Mozart eða er einhver þeirra þremenninga í hættu þegar kemur að stefnumótun og ákvarðanatöku varðandi atvinnuuppbyggingu?  En hinar listirnar?  Er skapandi listum hampað á kostnað hinna túlkandi?  Gætum við átt á hættu að Listasafnið lifði en Möguleikhúsið dæi?

Hef þar að auki frekar lítið álit á fræðimönnum í hagfræði við HÍ eftir að þeir unguðu út kynslóðum af hagfræðingum sem vissu hvorki haus né sporð á ástandi Íslands 2007 eða létu í besta falli pólitískan vilja stýra ákvörðunatökum sínum.
mbl.is Hagræn áhrif skapandi greina metin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oj barasta !!

Mikið rosalega hljómar þetta ógeðslegt.  Dettur helst í hug hormónanaut þeirra Ameríkana sem hafa breytt vaxtarlagi þjóðarinnar, ofvöxtur nautanna hljóp einmitt yfir í holdagerð þeirra sjálfra.  Nú er hér ekki um hormóna að ræða heldur einmitt farið dýpra og fiktað inni í frumuvextinum sjálfum.  Af hverju ætli erfðabreytt matvæli mæti svona mikilli mótstöðu nema einmitt vegna þess að það er farið að breyta sjálfu erfðaefninu til þess eins að ræktendur fái sem mestan gróða - sem hraðastan hagvöxt.  Minnir mig á nýafstaðið tímabil í Íslandssögunni þar sem öllu siðgæði, heiðarleika og réttlæti var kastað fyrir róða fyrir gróða.

Ég ætla örugglega ekki að kaupa þennan fisk!!


mbl.is „Hraðlax“ í búðirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimdallur í sjálfsskoðun?

Sem minnir á það: Nú hefur Heimdallur lengi þótt vera aðalgróðrarstía frjálshyggjunnar, þar fékk hugmyndafræðin að vaxa án praktískrar íhlutunar raunveruleikans.  Ljóst er að þeir horfðu í aðra átt þegar kom að sjálfsendurskoðun hugmynda í ljósi RNA-skýrslunnar.  Annars er ég svosem ekki ósammála því að maður beri ábyrgð á afleiðingum eigin gjörða (mea culpa=mín er ábyrgðin) enda þótt enginn hafi geta tekið með margfaldan kostnað gengistryggðu lánanna.  Hver reiknar svosem með í dæmið að landið manns fari á hausinn.
mbl.is Vilja ekki ríkisafskipti vegna dómsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðlilegur rekstrarkostnaður?

Einn lærdómur sem ég hefði svo gjarnan óskað mér að þjóðfélagið hefði tekið með sér frá 2007 er að rekstrarkostnaður er í beinu sambandi við yfirbyggingu og stýrist af löngunum framkvæmdastjórnar og ekki síst hluthafa.

Skv. Mbl stendur á vef fyrirtækinsins: „... að verð á bensíni og dísil sé nú langt undir því verði sem þarf til að standa undir eðlilegum rekstrarkostnaði.“

Ef þessi „eðlilegi rekstrarkostnaður“ er eitthvað sem er aukreitis frá 2007 þá er von að þeim þyki annað eðlilegt en neytendum (okkur) þyki eðlilegt.  En við höfum dregið MJÖG saman seglin undanfarin 2 ár og eðlilegur rekstrarkostnaður heimilanna er í dag miklu hærri.  Þökk sé skaldborg heimilanna.  Er ekki eðlilegt að olíufurstarnir taki á sig ákveðna skerðingu líka?


mbl.is Olís hækkar verð um 20 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fílabeinsturn Össurar

Alveg er það með endemum hve maðurinn er fjarri öllum (ÖLLUM) þeim raunveruleika sem við hin á landinu lifum í.  Þessi grein er full af draumvillu hjá blessuðum manninum. 

-að umsóknin um ESB sé óháð Iceslave er ekki rétt.  Þeir eru búnir að segja það allir helstu ráðamenn Englands og núna síðast forsætisráðherra Hollands að frumskilyrði þess að rennt væri glyrnu að þessari umsókn væri að Iceslave væri umsamið og úr sögunni sem þrætuepli.

-að stuðningurinn við aðild sé til staðar en Iceslave skyggi þar eilítið á.  Þvílík endemis þvæla.  Ísland vill EKKI aðild að ESB - það þarf engin séní til að lesa það útúr níðurstöðum nýafstaðinna kosninga.

-er ég að gleyma einhverju?

Þjóðin er heldur ekki búin að gleyma „skjaldborg heimilanna“ svokölluðu, stuðninginn við launahæsta fólk þjóðfélagsins og gengistrygginguna.  Nú skulum við berjast uns þessi umsókn er dregin til baka!


mbl.is „Heilladagur fyrir Ísland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og þá gleðst þjóðin...

Að sjálfsögðu gleðst þjóðin að þrátt fyrir það frumhlaup Össurar og Jóhönnu að rjúka til að sækja um ESB án umboðs þjóðarinnar, sjá Alþingi nú brátt að sér og dragi þessa vitleysu hið bráðasta til baka.


mbl.is ESB-umsóknin verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband