Meirihluti sjálfstæðismanna does it again

Sjálfstæðismenn í Árborg stigu fyrsta óheillaskrefið í þessa átt í fyrra og ætluðu að afgreiða þetta í laumi án nokkurrar umræðu. Það tókst ekki enda var nánast því samhljóða andbyrinn sem stóð gegn þessum hugmyndum.  Öll rök bentu á hversu vanhugsuð og skammsýn þessi ákvörðun væri:  

  • ekki væri nokkur leið að bjóða upp á viðlíka þjónustu fyrir skólaumhverfi í Árborg fyrir þá fjármuni sem ættu að sparast. 
  • kippt væri fótunum undan þjónustu við minni sveitarfélög og skóla sem yrðu þá í uppnámi eða án þessháttar þjónustu sem skólaskrifstofan veitir. 
  • almenn óánægja skólafólks og foreldra með úrsögnina.  

Ég minni líka á hvernig sú eina sjálfstæðismanna í Árborg sem sá þetta mál í stærra samhengi, Elva Dögg, valdi að hætta stjórnmálaafskiptum með sjálfstæðismönnum frekar en að selja samviskuna. Þar fór góður stjórnmálamaður - mættu fleiri vera óviljugir til að fórna langtímahagsmunum landsins (lesist hér: sveitarfélagsins) fyrir skammtímahagnað. Ég bloggaði um þetta í fyrravor þegar úrsögnin vofði yfir, bloggið er að finna hér.


mbl.is Árborg hættir í skólasamstarfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FACEBOOK og árásirnar

 

... ekki sé vitað til þess að upplýsingum um notendur Facebook hafi verið stofnað í hættu.

 

 

UPPLÝSINGUM Í FACEBOOK ER STOFNAÐ Í HÆTTU.

-myndirnar ykkar eru seldar í ágóðaskyni,

-sjórnvöldum eru gefnar upp þær upplýsingar sem þær þurfa þá og þá stundina,

-auglýsingar eru seldar sem byggðar eru upp í kringum upplýsingarnar sem þið látið í té og flokka ykkur í markhóp - og birtast bara ykkar markhópi  

 

FACEBOOK verður ekki fyrir árás -

FACEBOOK er árás sem notendur hafa boðið inn á sitt einkalíf


mbl.is Tölvuþrjótar réðust á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nefndir vita alltaf betur en þjóðin

Og sér í lagi nefndir sem styðja ríkjandi (ó)stjórn. Það sem nefndin ætti þó að vita er að hér á landi hefur ríkt um langt skeið mikill óstöðugleiki sem á sér m.a. djúpar rætur í pólitískri vinavæðingu. Að auðlindaákvæðið og aðkoma almennings að ákvörðunum skuli orsaka hræringar í óstjórninni ætti því ekki að koma neinum á óvart. En sjáum hvað setur, dag skal að kveldi lofa  
mbl.is Flókin ákvæði í stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En bankarnir græða!?

Rakst á þetta einfalda skýringamyndband og þætti nú gott ef áhuga- og atvinnumenn létu ljós sitt skína: er þetta staðan eins og hún er í raun eða tómt kjaftæði?


mbl.is 47,8% hafa miklar eða frekar miklar fjárhagsáhyggjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynsjúkdómurinn HPV - upplýst umræða

Ekki er laust við að Landlæknisembættið liggi undir ámæli fyrir undarlega starfshætti þegar kemur að bóluefnum.  Þann 4. okt var grein í Mbl um tengsl eins starfsmanns þar við innflutningsfyrirtækið sem flytur efnið inn.  En þegar fólk situr beggja vegna við borðið er ekki von á góðu.  Því hefur dregið úr trausti á þessa stofnunun og maður veltir fyrir sér hvort það sé kannski dæmigert fyrir embættið að þeir skuli ekki vara við aukaverkunum og hættum af bóluefnunum sem þeir eru að "selja".
En vegna þess að fólk hefur áttað sig almennt á því að það sjálft ber ábyrgðina er mikilvægt að það heyri bæði raddirnar með og á móti.

Við leit að gardasil og danger birtast tæplega 66.500 síður og sú fyrsta er hér:
http://truthaboutgardasil.org/
Þar er sagt frá 103 skráðum dauðsföllum vegna GARDASIL-bólusetningar og hinum aðskiljanlegustu hremmingum sem ungar stúlkur hafi lent í eftir bólusetningu

http://www.judicialwatch.org/blog/2012/02/medical-study-confirms-gardasil-dangers-exposed-by-judicial-watch/
Hérna er aftur vísað í rannsókn á vegum háskóla í Vancouver þar bregður allt öðru ljósi á verkefnið sem Landlæknisembættið er að vinna.  Þar segir m.a. :

For example, while the world’s leading medical authorities state that HPV vaccines are an important cervical cancer prevention tool, clinical trials show no evidence that HPV vaccination can protect against cervical cancer. Similarly, contrary to claims that cervical cancer is the second most common cancer in women worldwide, existing data show that this only applies to developing countries. In the Western world cervical cancer is a rare disease with mortality rates that are several times lower than the rate of reported serious adverse reactions (including deaths) from HPV vaccination. Future vaccination policies should adhere more rigorously to evidence-based medicine and ethical guidelines for informed consent.

Í beinu framhaldi er sjálfsagt að velta því fyrir sér hvernig á því standi að títtnefnt embætti skuli ekki fylgja þessum „ethical guidelines for informed consent“, því upplýst samþykki hlýtur að byggja á upplýsingum um kosti OG GALLA í þessu tilviki bólusetningar með GARDASIL.  Vangaveltur um hvernig á því standi að embættið skuli ekki upplýsa um þessar hræðilegu aukaverkanir beinast því fljótlega að tengslum þess við innflutningsaðila og lyfjaframleiðendur.

Til samanburðar er sjálfsagt að láta fljóta með eina síðu sem nefnir ekkert af þeim vafatilvikum sem hinar síðurnar halda fram
http://www.cdc.gov/vaccinesafety/Vaccines/HPV/Index.html

Skoði nú hver sína ábyrgð.


mbl.is Ókeypis fyrir 12 ára en dýrt fyrir aðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hvetja til lögbrots?

Nú er það raunin að auðvelt er að sjá vanhæfni annarra (minni á Biblísku umræðuna um bjálkann og flísina) og Hjálmar horfir á þessa umræðu út frá sínu kynlöngunarvali.  Núna er hann t.d. búinn að úttala sig um þetta mál og þar með væntanlega að útiloka sig frá kennarstarfi í nútíð og framtíð.  En sannleikurinn er að kennarar eru líka fólk sem lifir í sama samfélagi og Hjálmar og hefur rétt á sama tjáningar- og málfrelsi í sínum frítíma.  Og þar styð ég Snorra hjartanlega.  Hann hefur nefninlega nákvæmlega sama rétt á því að tala og tjá sig um sínar skoðanir og ég ... og Hjálmar.

Kannski verði líka einhverntíman hægt að ræða um málefni samkynhneigðra án þess að nota orðið ´fordómar´ eða ´sleggjudómar´.  Því einhverntíman hlýtur að vera hægt að kynna sér málið ofan í kjölinn og mynda sér út frá því skoðun - sem er þá skoðun en ekki for-dómur (að dæma e-ð fyrirfram).  Þetta hefur Snorri gert og hefur lögbundinn rétt til að úttala sig um sína skoðun.  Að krefjast annars er lögbrot.


mbl.is Ef ég lendi í helvíti rotna ég þar glaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DUMP DIMON

250px-chase_logo_2007_svg.pngBankastjórinn hjá JPMorgan Chase Bank (einn fjögurra stærstu banka USA), undir stjórn Jamie Dimon tapaði á síðasta ári 9 billjónum dollara.  Bankinn er ríkistryggður eins og bankarnir á Íslandi.  Á sama tíma á hann sæti í Seðlabanka New York fylkis.  Hlutverk Seðlabankanna (the Feds) er að sjá fyrir öryggi, heilbrigði og lífvænleika hag- og fjármálakerfisins (e.foster the safety, soundness and vitality of our economic and financial systems) og vinnur innan Seðlabanka Bandaríkjanna (Federal Reserve System eða The Fed) sem er í einkaeigu.

Nema Bandaríkjamönnum þykir þessi hagsmunaárekstur hjá stjórnanda eins stærsta banka í heim vera ámælisverður: afhverju eigi eftirlitsaðilinn Dimon að hafa eftirlit með bankastjóranum sjálfum sér?

Aðgerðahópur sem nefnir sig Hin 98%-in heldur úti síðu þar sem þau safna undirskriftum til að þrýsta á Dimon til að segja af sér hjá Seðlabankanum.  Hér er síðan: Dump Jamie Dimon

 


Samanburður á verði byggingavörverslana

Ætla að snara upp milllivegg og þarf til þess grindarefni og plötur svo ég settist við símann og heyrði prísa hjá þremur byggingarvöruverslunum og birti hérmeð verð hjá tveim þeirra.  Verðin hjá þeirri þriðju, Húsasmiðjunni, voru svo miklu hærri að ég hætti fyrirspurninni á miðri leið.
                             BYKO         Bauhaus
Þilull 70 mm            4442        4595
Grindarefni 34x70      202          255
Gipspl. 13mm          1844        1960 (ögn hærri plata)
Furukrossv 12mm    3882        4900
grenikrossv  9mm    3724        5995
og síðan ýmislegt smotterí. 

Nema heldarverð hjá BYKO var 63.910 en Bauhaus 82.250Þarna er mismunurinn kr. 18.340.  Ég slæ á að það sé í kringum 20%

En Bauhaus auglýsir 12% verðvernd og mér reiknaðist til að hefði ég nennt að keyra til þeirra héðan úr sveitarfélaginu Árborg þar sem ég bý hefði ég getað rukkað þá um mismuninn 18.340+12% af 63.910 eða alls 26.009 kr.

Hvet fólk einfaldlega til að spara sér vesenið við "verðvernd" og önnur slík gylliboð og gera beint verðsamanburð. BYKO var hér klárlega með lægstu verðin en ekki samkeppnisaðilarnir.  Hef annars áður lent í að Bauhaus hafi lofað ermina hjá sér fulla en efndirnar tómar.  Buðu á opnunartilboði rásaðan krossvið sem ég var á góðu verði.  TIl að ég færi nú ekki fýluferð hringdi ég í þá á staðfestingu á þessu verði áður en ég keyrði yfir heiðina.  Þegar ég var kominn í búðina vissi fyrst lengi vel enginn neitt en svo kom á daginn að svo uppfræddi mig glottandi lagergutti að þeir hefðu fengið eitt bretti af krossviðnum og hann löngu búinn.  Sumsé löngu áður en ég hringdi.  Sumsé aðgát skal höfð í viðskiptum við risann þýska. 

Leiðinlegt annars að Dr. Gunni sé hættur með ágæta Okursíðu sína hér. Vissulega þörf á einhverri neytendavænni uppflettisíðu.


Er ekki maðurinn óttalegur kjáni?

Í sjálfu sér gott og blessað að láta reyna á lagasetningar stjórnvalda og sjálfur tek ég ofan fyrir aðgerðasinnum per se en maðurinn hefur einfaldlega rangt fyrir sér.  Kannski vegna kannabisneyslu.  Kannabis veldur eins og mýmörg önnur efni breytingu á skynjun (víma) og þessi breyting breytir fólki til langframa við áframhaldandi neyslu.  Hún gerir fólk líka t.d. van- eða óhæft til aksturs ökutækja og það eitt og sér getur leitt til þess að það valdi öðrum skaða, hættu eða tjóni.  Breyting á félagsleg hegðun og atferlismynstri getur kannski líka talist til tilfinningalegs skaða, hættu eða tjóns fyrir fjölskyldur neytenda og aðra aðstandendur.  Upplýst ákvörðun spilar þar enga rullu frekar en hjá neytendum áfengis eða annara vímugjafa.  Að öðru leiti bendi ég á SÁÁ eða NA hópa
mbl.is Reykti kannabis í alþingisgarðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjórða eða langfyrsta valdið?

Mikið afskaplega er ég ánægður með þessa opinberun á því valdi fjölmiðla sem er komin upp.  Fjölmiðlar hafa verið kallaðir fjórða valdið, næst á eftir ríkisvaldinu þrískipta - hinsvegar hafa þessi valdahlutföll raskast mikið frá tímum nafngiftarinnar.  Murdoch stærði sig af því að hafa komið ríkisstjórnum á tindinn og niður aftur.  365 miðlar vilja höggvar í svipaðan knérunn.  Nú er mér því miður fullljóst að það er ekki bara 365 sem dreymir valdadrauma um Þóru og ESB.  Mér þótti athyglisverð umræðan á DV um hvernig LÍÚ réð Davíð Oddsson sægreifunum til aðstoðar, Bingi ræður einhverjum vefmiðlunum og Viðskiptablaðið ... Fjölmiðlanefnd segir Myllusetur eiga það og fyrir Myllusetri eru þar skráðir Pétur Árni Jónsson og Sveinn B. Jónsson (bræður?).  

Annars meira um eignarhald og -tengsl fjölmiðla í fyrirlestri Þorbjarnar Broddasonar

mbl.is Yfirgáfu kappræður í Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband