Er ekki maðurinn óttalegur kjáni?

Í sjálfu sér gott og blessað að láta reyna á lagasetningar stjórnvalda og sjálfur tek ég ofan fyrir aðgerðasinnum per se en maðurinn hefur einfaldlega rangt fyrir sér.  Kannski vegna kannabisneyslu.  Kannabis veldur eins og mýmörg önnur efni breytingu á skynjun (víma) og þessi breyting breytir fólki til langframa við áframhaldandi neyslu.  Hún gerir fólk líka t.d. van- eða óhæft til aksturs ökutækja og það eitt og sér getur leitt til þess að það valdi öðrum skaða, hættu eða tjóni.  Breyting á félagsleg hegðun og atferlismynstri getur kannski líka talist til tilfinningalegs skaða, hættu eða tjóns fyrir fjölskyldur neytenda og aðra aðstandendur.  Upplýst ákvörðun spilar þar enga rullu frekar en hjá neytendum áfengis eða annara vímugjafa.  Að öðru leiti bendi ég á SÁÁ eða NA hópa
mbl.is Reykti kannabis í alþingisgarðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alltaf einhver minnihluti sem getur ekki stjórnað neyslunni eins og er með áfengi og önnur vímuvaldandi lyf lögleg og ólögleg en ég sé ekki hverjum það hjálpar að gera þetta fólk að glæpamönnum. Ef þetta væri allt uppá borðum væri auðveldara að greina muninn á fíklum og venjulegum neytendum og hjálpa þeim þá sem þurfa hjálp, láta hina í friði. Auk þess myndi verðið til neytenda ekki vera svona himinhátt og ríkið fengi tekjur af þessu.

maggi220 (IP-tala skráð) 3.8.2012 kl. 14:19

2 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

jújú, ég þekki rökin það vantar ekki - mín nálgun á umræðuna er hinsvegar ekki hvort það sé glæpur að neyta/kaupa/selja heldur hvort rök Örvars haldi vatni að neysla valdi

„ekki öðrum skaða, hættu eða tjóni með upplýstri ákvörðun viðkomandi um kannabisneyslu.“

Síðan þegar spurningn er um hvort aksturhæfni minnkar eða ekki við neyslu THC innihaldandi efna er hæpið að tala um minnihluta sem getur ekki stjórnað neyslunni.  Þar flokkast þau með öðru fíkniefnum (fíknimyndandi efnum).

Ragnar Kristján Gestsson, 3.8.2012 kl. 15:02

3 identicon

Þoli ekki fólk sem lítur niður á fólk, bara vegna þess að það er forritað fyrir að vera með fordóma á ákveðnu fólki í samfélaginu.

Skít mig í fótinn með þessu.

Fribbi (IP-tala skráð) 3.8.2012 kl. 17:04

4 identicon

Hefurðu einhverjar heimildir fyrir því að kannabis "gerir fólk líka t.d. van- eða óhæft til aksturs ökutækja[...]"?

Eða a.m.k. að það geri fólk van- eða óhæfara en fólk sem er t.d. undir áhrifum af lyfskyldum lyfjum eða áfengi? Þar fyrir utan sé ég ekki að þessi Örvar Geir sé að tala fyrir því að fólk reyki kannabis og setjist síðan undir stýri, mér finnst meira að segja frekar líklegt að hann telji að slíkt ætti enn að varða við lög, hvort sem að lögin í kringum neysluna sjálfa myndu breytast eða ekki.

"Breyting á félagsleg hegðun og atferlismynstri getur kannski líka talist til tilfinningalegs skaða, hættu eða tjóns fyrir fjölskyldur neytenda og aðra aðstandendur."

Að flytja til útlanda getur valdið fjölskyldum og aðstandendum tilfinningalegum skaða, viltu líka láta banna það eða þarf "skaðinn" að vera tengdur vímu svo að þér finnist sjálfsagt að banna hlutinn?

Ég man líka eftir að hafa verið táningur og upplifað gríðarlegan tilfinningalegan skaða vegna óendurgoldinnar ástar, ég man að mér leið eins og ég væri að brotna að innan og að heimurinn í kringum mig væri að hrynja, ég var jafnframt fullviss að þetta myndi aldrei líða hjá og ég myndi deyja sem gamall maður, enn með þennan sting í hjartanu.

Ef ég hefði vitað að maður gæti ætlast til þess af fólkinu í kringum mann að það gerði alltaf nákvæmlega eins og maður ætlaðist til af því, og jafnframt að allur "tilfinningalegur skaði" sem að það veldur manni væri svona hræðilegur, hefði ég að sjálfsögðu leitað réttar míns.

Maynard (IP-tala skráð) 4.8.2012 kl. 15:06

5 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

@Fribbi: Já það er þetta með fórdómana.  Þessi fordómaumræða er merkilegt skoffín þar sem A nýr B því um nasir að lífsskoðanir hans og hugmyndir séu fordómar af því hann sé ósammála A.  En fordómar eru annars eðlis.  Fordómar eru skoðun byggð á skoðunarleysi.  Ályktun dregin án athugunar.  Niðurstaða án rannsóknar.  For-dómar.  Ég held ég geti fullyrt að ég hafi kynnt mér það sem ég tala um - also ekki for-dómar.  Hvort ég líti niður á fólk sem er ósammála mér ...?  Ég skal skoða það ;-) Hitt skildi ég ekki alveg...?

@ Maynard:

   Hefurðu einhverjar heimildir...?

Já, eigin reynslu og fjölmargra annarra.  Hvort kannabisvíma gerir fólk minna eða meira vanhæft til aksturs en eitthvað annað er alls ekki til umræðu.  Punkturinn sem Örvar byggir allan sinn rökstuðning á er að neysla valdi öðrum ekki skaða og ég fullyrði að sé hreinlega rangt.
Þrátt fyrir þennan útúrsnúning um ástamálin þín er það einmitt punkturinn að maður ætlast til einhvers af fólkinu í kringum mann - þú af mér, ég af þér, við báðir einhvers af umræðunni - ekki satt?

Samhryggist þér annars af táningreynslunni þinni, gott að þú komst yfir þetta.  Var ekki svo?  Vona líka að Örvar ánetjist ekki þessu eitri sem hann vill anda að sér.

Ragnar Kristján Gestsson, 4.8.2012 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband