#OccupyMálfrelsi, #dægurmál, #OpinUmræða
27.4.2015 | 09:45
Já það er vandmeðfarið málfrelsið. Ég þarf að rifja það betur upp hver sagðist hafa setið fund um hinsegin fræðslu þar sem fjallað var um endaþarmsmök og (ó)viðeigandi leiðir til þess. Og þótti eftir fræðsluna hefði betur setið heima með dóttur sinni. En má kannski ekki tjá mig um það?
Sjálfur tel ég mig vera málsvara tjáningarfrelsisins og les margt og ræði við marga um ólíka fleti og hugmyndir þessa vandmeðfarna frelsis. Hér úr ritgerð eftir Guðmund Heiðar Frímansson af heimspekivef HÍ:
Það fyrsta er að hún festir þá grunnreglu fyrir íslenskt samfélag að öllum er frjálst að hafa skoðanir. Í öðru lagi þá segir að láti menn skoðanir sínar í ljós þá verði þeir að ábyrgjast þær fyrir dómi. Í þriðja lagi þá er kveðið á um að ritskoðun sé ekki heimilt að leiða í lög. Í fjórða lagi þá er kveðið á um að einungis sé heimilt að reisa tjáningarfrelsinu skorður með lögum og þau lög verði að setja í tilteknu markmiði sem tilgreind eru: þau verði að byggjast á allsherjarreglu, öryggi ríkisins, heilsuvernd, almennu siðgæði og vernda réttindi og mannorð annarra. Þau verði einnig að uppfylla tvö viðbótarskilyrði: lögin verði að vera nauðsynleg og samræmast lýðræðishefðum.
Vísindavefurinn tekur oft fyrir athyglisverð málefni á gráa svæðinu og bendir á að mannréttindi séu yfirleitt skilin svo að réttur hvers og eins takmarkist af réttindum hinna. Aka réttur þinn til að sveifla hendinni endar þar sem nefið á mér byrjar.
Leitarvélin mín sýnir mér 5300 greinar við leitinni um hatursáróður en engar aðrar leiðbeiningar um hvað það nákvæmlega sé (nema skoðanir einhverra á vissum stöðum í Biblíunni að ógleymdum ummælum stjórnmálamanna um hvern annan).
Athyglisverður er dómur sem dr. Davíð Þór Björgvinsson bloggar um í fyrra. Þar segir m.a.
Dómstólinn hafi lengi tekið fram í dómum sínum að rétturinn til tjáningar taki einnig til þess að tjá skoðanir og hugmyndir sem móðga eða ofbjóða.
Sem leiðir mig að meginpælingunni sem tengist útgáfu franska tímaritsins Charlie Hebdo. Ritstjórnin varð fyrir árás eins og alkunna er en aldrei heyrði ég jafnaðarmenn fetta fingur útí umfjöllunaratriði tímaritsins. Þó fjöllaði Habdo mjög móðgandi um allskyns samtíma málefni. Þannig að réttilega má segja að hér gildi hinn eilífi tvískinnungur utanum pólitíska rétthugsun. Nú fræði mig málsvarar og kyndilberar frelsisins: hvenær drepur maður mann?
En það má efalaust segja Samfylkingaræskunni það til hróss hve öflugu anddyri þeir hafa komið sér upp, baklandi utan um þeirra hugðarefni.
Er ekki útvarp Saga því bara gríðarlega mikilvægur þáttur í þessari opnu umræðu sem ber að fagna. Og hringja þangað sem oftast.
![]() |
Arnþrúður ánægð með #OccupySaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Drónamorð Obamas
24.4.2015 | 08:40
Sem yfirmaður Bandaríska heraflans er Obama persónulega ábyrgur fyrir því sem sumar heimildir telja vera 4700 aftökum með dróna eða fjarflugu, ómönnuðu, fjarstýrðu flygildi. Aðrar heimilidir segja að aftökurnar séu ´bara´ 2400. Undirskrift forsetans þarf á hverja árás (eða munnlegt samþykki og undirskriftavélin sér um restina).
USA hóf notkun dróna til stríðsreksturs 2004 undir stjórn Georgs W. Bush en Obama jók þær til muna. Mikið er rætt um fjölda fórnarlamba stríðsins meðal almennra borgara og sýnist sitt hverjum eftir því hvar í pólitík viðkomandi staðsetur sig. Þannig rokkar t.d. fjöldi óbreyttra borgara sem hefur týnt lífi í drónaárás á bilinu 286 til 890, þar með talin 168-197 börn. Meira að segja Amnesty International sem þó fylgir ríkisstjórn USA merkilega oft að málum hefur flokkað margar þessara árása undir stríðsglæpi. Verst hefur Pakistan og Afganistan orðið fyrir árásunum en önnur lönd eins og Jemen og Sómalía eru líka í eldlínu utanríkisstefnunnar hjá forsetanum skotglaða.
Huffington Post fjallar um nýtt lagafrumvarp sem skyldar USA til að gefa út opinbera yfirlýsingu um fjölda dauðsfalla í kjölfar drónaárásar. Að auki yrðu þeir að gefa út hvort hinir látnu hefðu verið álitnir stríðsmenn eða saklausir borgarar - afturvirkt til 5 ára. Dianne Feinstein, senator í Kaliforníu lagði frumvarpið fram.
Ég mæli með að fólk kynni sér The Bureau of Investigative Journalism. Þessi hópur rannsóknablaðamanna birtir athyglisverðar fréttir og fara miklu dýpra en almennir fjölmiðlar á Vesturlöndum sem virðast oft gera fátt annað en að prenta fréttatilkynningar og þýða fréttaskeytin frá Reuters og Co.
Hér klasaumföllun þeirra um dróna almennt og hér tölfræðin sem þeir hafa safnað um löndin 4 ofannefndu.
![]() |
Gíslar létust í drónaárás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Píratar gegn skoðanakúgun
22.4.2015 | 14:02
Gott að heyra í Helga Hrafni og hans mikilvæga innleggi í umræðuna um málfrelsið. Við VERÐUM nefninlega að heyra báðar hliðar til þess að við getum tekið lýðræðislega ákvörðun. Hver sem hún síðan er. Fordómar eru byggðir á fáfræði - að upplýsingunni kominni er hægt að finna sér leið í lífinu. Þetta á við um baráttu samkynhneigðra ekki síður en um brotaforðakerfi, við NSA jafnt sem persónufrelsi. Og hafa síðan umburðarlyndi gagnvart skoðunum náungans.
![]() |
Skoðanakúgun ekki lausnin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hver gæti Íslandspóstur þá stefnt?
16.4.2015 | 07:42
Hvert er þá hlutverk Íslandspósts?
Mörg ríki Bandaríkjanna hafa séð í póstútibúunum ákv. bankahlutverk: postbank. Banki sem sinnir grunnþjónustu og hefur önnur markmið en stóru bankastofnanirnar. Venjuleg bankaviðskipti og hugsanleg neyslulán færðust þá hugsanlega yfir á póstbankann en bankarnir gætu sinnt sínum afleiðuviðskiptum og áhættustýrðu aflandsviðskiptum í friði fyrir okkur sem kjósum að leggja ekki nafn okkar við slíkar stofnanir. Bankinn gæti haft hugmyndir Sparibankans hans Ingólfs til hliðsjónar: það er ekkert lögmál að tekjur banka renni til eigendanna. Þær gætu allt eins runnið til viðskiptavinanna. Ég myndi leggja fjármagn í stofnun slíkrar stofnunar og flytja viðskipti mín þangað - umsvifalaust.
![]() |
Póstrekstur ekki hlutverk ríkisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Líst VEL á tillögu Frosta
14.4.2015 | 08:34
Ég hef haft áhuga á hugmyndum Frosta um árabil og hef böðlað mér í gegnum það sem hann hefur verið að segja m.a. á síðunni http://betrapeningakerfi.is/ Möguleikarnir sem þessar pælingar um afnám brotaforðakerfisins bjóða samfélaginu eru mjög spennandi. Ég íhugaði m.a.s. að kjósa Framsókn útá Frosta og hans pælingar núna síðast því þar komu þeir með nýja sýn á knýjandi vandamál. Enda hefur það sýnt sig að nú þegar hýtin hefur gleypt í sig endurgreiðsluna er forsendubresturinn enn við lýði.
Það er kannski ekki von að varðhundar sitjandi fjármálaafla reki upp bofs hér og hvar því þetta þýðir býsna mikla breytingu á högum og hefðum bankanna. Var eiginlega búinn að afskrifa þessar breytingar, sorgmæddur yfir meintu ofurvaldi bankalobbýsins.
Hvet alla til að lesa í gegnum skýrsluna. Lagði sjálfur ekki í enskuna en HÉR er að finna íslenska samantekt.
Fyrir grúskara er síðan krækja á síðu POSITIVE MONEY, hreyfingu sem vill lýðræðisvæða peninga og bankakerfi svo það vinni fyrir samfélagið en ekki gegn því (tekið af síðu hreyfingarinnar 14.4.´15).
Hér greinin þar sem fjallar um Frosta.
... og að lokum eitt myndband af síðu ´Betra Peningakerfi´ svo auðveldara sé að skilja mikilvægi breytinganna.
![]() |
Líst ekki á tillögu Frosta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Árás á málfrelsið
11.4.2015 | 10:12
Og talandi um málfrelsið, ekki úr vegi að fjalla ögn um Bandaríkjaþing sem hefur í hyggju að keyra frumvarp í gegn sem hefur ritskoðun Internetsins að markmiði. Þetta frumvarp gengur undir nafninu TPP (Trans-Pacific Partnership).
í myndbandinu má sjá hvernig TPP gengur fyrir sig.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frábær sigur
11.4.2015 | 08:30
Frábært. Og mikilvægt fordæmi í baráttu einstaklinga við kerfið. Að opinber vinnustaður eigi að fá að skerða málfrelsi og rétt til tjáningar er ótrúlega austantjaldslegt og Akureyrarbæ sannarlega ekki til uppdráttar og álitsauka. Ég vona að norðlendingar muni eftir þessum dómi þegar kemur að kosningum. Hér er krækja á bæjarfulltrúa Akureyrarbæjar.
Snorri er mikill baráttumaður og mér er ljúft og skylt að óska honum (og lýðræðinu) hjartanlega til hamingju með sigurinn.
Síðan er mér spurn -hvað gerist núna? Hefur bæjarfélagið manndóm í sér til að viðurkenna úrskurð innanríkisráðuneytisins? Hvernig bæta þeir honum tjónið? Að þeir bjóði honum starfið sitt aftur er náttúrulega lágmarksréttlætiskrafa hvort sem Snorri tekur við því.
![]() |
Snorri í Betel sýknaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
general malakoff stræks bakk
8.4.2015 | 07:04
ótrúlegt!!! Það er eins og maður sé staddur í gamalli jamesbond mynd - vondu kallarnir ósýnilegir EN ... james finnur ´on location´ hár sem hann greinir með dna-greininum sem q hafði komið fyrir í úrinu hans og kemst að því að monnípenní var dobbúlagent og ástmær malakoff kgb-generáls.
Trúir þessu nokkur maður?
btw, fjallar cnn nokkurn tíman um hvað usa-ríkisstjórnin er að gera útum víðan heim?
![]() |
Rússar hökkuðu sig inn í Hvíta húsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kynleg kerlbreiðsla
25.3.2015 | 07:45
Kynleg kerlbreiðsla eru þessi kynjastýrðu orð. Umræðan fer niður á heldur lágt plan þegar nálgunin er svona kvenlæg á sam(kven-&)mannlegan veruleika. Stelpur, hættið þessarri minnimáttarkennd (?) og reynum að gera þenna heim byggilegan báðum kynjum. Kynjafræðin eru afskaplega afvegaleidd fræði.
![]() |
Karlskýrði karlbreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bólusetningarskylda stjórnarskrárbrot
18.3.2015 | 13:41
Það er mín fullvissa að bólusetningarskylda af þessu taginu er stjórnarskrábrot. Í besta falli gríðarlega vanhugsað frumhlaup og virkilega Degi B. Egg til hróss að hafa komið auga á það. Sjá hér.
Að sama skapi er það sóttvarnarlækni til lítils hróss að breiða út ótta, bæði við meintar sóttir (mörgum er enn í ferslu minni frumhlaup hans varðandi allar undanfarnar stórsóttir, hvort sem þær eru kenndar við fugla eða svín) og við þessa sviptingu frelsisins.
Að mínu mati stendur þessi krafa þvert gegn einstaklingsfrelsinu sem stjórnarskráin gætir og nefni ég þá fyrst 65. greinina sem segir að allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
Jafnvel spurning hvort í þessu felist ekki líka annarskonar frelsissvipting, því kjósi sú fjölskylda að fylgja staðfestu sinni og láta ekki bólusetja eru þau án á leikskólamöguleika og því án framfærslumöguleika. Merkilegt annars hve umræðan fór útá margskonar villigötur, mér hefur t.d. sýnst (þvert á allar fullyrðingar læknastéttarinnar og blaðamanna) að þeir sem kjósi að bólusetja ekki hafi fyrir máli sínu vel ígrunduð rök og hafi unnið umtalsverða bakgrunnsvinnu.
Síðan efast ég stórlega um vald sóttvarnarlæknis að láta kalla inn óbólusett og vanbólusett börn. Hvaða lagaboð eða -bókstaf ber hann þar fyrir sig? Hvenær hættu landsmenn að vera fyrir honum sjálfstæðar persónur með ákvörðunarrétt, kröfu á virðingu oþh. og urðu að einskonar vörunúmerum sem þörf er að kalla inn eins og hvern annan gallaðan varning. Hver þjónar hér hverjum?
Hlýt þó að gleðjast að einhver stöðvaði þessa vitleysu áður en að til skerðingar á persónuréttindunum kom því á hvaða leið værum við þá?
![]() |
Óþarfi að skylda bólusetningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)