Vöxtur 1. valdsins
26.7.2015 | 15:14
Tengsl fjölmiðlunar og valds eru gríðarleg. Sú var tíð að fjölmiðlar væru kallaðir 4. valdið og sátu þá hógværlega í forsælu þrískiptingar hins raunverulega valds: dóms-, löggjafar- og framkvæmdavalds. En í Murdoch-skum anda sem fullyrti að hann hefði persónulega komið nokkrum ríkisstjórnum til valda og fellt aðrar, má hæglega leiða að því getum að fjölmiðlar séu jafnvel 1. valdið. Nefni máli mínu til stuðnings hvernig forsetakosningar í USA eru háðar í og utanum tilveru fjölmiðla - og hafa verið það síðan Kennedy/Nixon 1960.
Tengsl fjölmiðlunar og peninga eru líka ekki minna rannsóknarefni og margir skoðað eignarhald fjölmiðlunar á Íslandi. Alþekkt er t.d. hvernig Mbl. tengist sægreifunum og Fréttablaðið/ 365 miðlar Baugsveldinu. En við getum t.d. til gamans skoðað á Forbes listanum hvað milljarðamæringarnir t.d. í topp 20 séu margir tengdir fjölmiðlun af einhverju tagi. Lauslega taldi ég 5 en Murdoch sjálfur er bara í #77.
En af því að Björn Ingi var kaupandinn, (skv frétt RÚV) má þá gera því skóna að Framsókn ætli sér að kefja landshlutaumræðuna eða í besta falli stýra henni? Eða eru þetta bara vaxtarórar Binga? Á hvorn vænginn er vegið þá er það hið allra versta mál þegar frjálsir fjölmiðlar eru keyptir málstað til stýringar eða stuðnings. Hvort tveggja skerðir tækifæri á umræðu byggðri á fjölbreyttu áhorfi og skoðun.
Örfá orð um það hvernig peningar stýra umræðunni. Er ekki kominn tími á blað sem ekki er stýrt út frá peningum heldur hugsjónum?
![]() |
Fótspor ehf. hættir útgáfu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skódi flotti ...
23.7.2015 | 08:02
Einhverntíman keypti ég mér Skóda og fékk þarmeð tækifæri að takast á við klisjuna: Skódi ljóti ... Þá gat maður nefninlega sagt í staðinn:
Skódi flotti
spýtir gotti
![]() |
Skódi fljóti, spýtir grjóti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
kúltúr og cash
22.7.2015 | 09:01
Ég var viðskiptavinur Sparisjóðs Vestmannaeyja og lenti inni í Landsbankanum þegar sparisjóðurinn lagðist á hliðina. Fór óhress með efasemdir mínar um ´Björgúlfsbanka´ og ´hrunadansbanka´ til kunningjakonu minnar í bankanum sem kontraði efa minn með því að benda ljúflega á að þetta væri nú eini ríkisbankinn. Væri þannig í höndum þjóðarinnar ólíkt semkeppnisaðilunum sem eru þegar farnir að færa sig hratt uppá 2007 skaftið að nýju með bónusgreiðslum og sömu söluhvetjandi ferlunum sem svæfðu siðgæðið hvað hraðast í bólunni fyrir kreppu.
Ekki svo að skilja að ég hafi haldið Landsbankann undir stjórn Steinþórs og same-old vera krosstré, en nú virðast vera komnir sjáanlegir þverbrestir í þá spýtu. Hrokinn er í því fólginn að detta í hug að peningastofnun í eigu þjóðarinnar (og vel að merkja peningastofnun sem er í hugum allra sem eiga sér minni sem nær lengra en 7-8 ár aftur, tengd óráðssíu, glæframennsku og flottræfislhætti eins og Elliði segir réttilega) eigi að vera á langbestu og dýrustu lóð á Íslandi, gnæfandi yfir miðbæinn og höfnina, Hörpunni til höfuðs. Og helst stærri en Seðlabankinn.
Og hver eru skilaboðin til okkar? Kúnnanna og þjóðarinnar?
Það er hinsvegar verst að nú get ég illa hótað því að flytja mín viðskipti annað, það er búið að útrýma allri samkeppni á bankamarkaðnum. Ég batt lengi vonir við Sparibankann hans Ingólfs en nú virðist fokið í flest skjól.
Hvernig stóð á því annars að bara Elliði af öllum fulltrúum hluthafa gerði athugasemdir? Stóð hinum á sama eða fjallaði Mbl.is ekki um þá? Hver er fulltrúi þjóðarinnar á hlutahafafundi Landsbankans?
![]() |
Engin flottræfilshöll við Hörpu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Rússneskt ICESAVE?
20.6.2015 | 21:48
Noh, þetta er eins og með ICESAVE. Nema sá stóri munur er að enda þótt okkur hafi þótt þetta vera ögrun við okkur einskorðuðust okkar mótmæli útavið við stöku mjálm í ráðamönnum og síðan upphrópunarmerki á samfélagsmiðlum. Á erfitt með að sjá Rússa taka eins á málunum.
Hafa einhverjir velt fyrir sér áhrifum stórrar styrjaldar í Evrópu (þriðja heimsstyrjöldin) á okkur hér á Íslandi? John Kerry er m.a.s. farinn að smjaðra fyrir Íslendingum óþvegið, minnist bæði á NATO og mikilvægi samstarfs.
![]() |
Kyrrsetja rússneskar eignir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljósmæður vs. stofnanavæðingin
2.6.2015 | 07:56
Krísan sem ljósmæður eiga við að etja er hluti af stofnanavæðingu afturhaldssams læknakerfis. Af læknum innan þess kerfis er vissulega nóg. Hluti þeirra berst fyrir launahækkunum langt umfram sátt í landinu - hótuðu að öðrum kosti að munstra sig erlendis og skilja landið eftir læknalaust (sem rímar raunar við stefn stjórnvalda að koma þeim öllum á höfuðborgarsvæðið).
Hvet stjórnvöld að gera vel við ljósmæður, ólíkt betra samband myndast milli mæðra (og feðra) við ljósmæður en við lækna sem auðveldar allan barnsburð. Og svo eru þær miklu ódýrari, bæði í launum og með hnitmiðaðri menntun að baki.
![]() |
Rán um hábjartan dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 07:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Píratar og æskubrunnurinn
26.5.2015 | 16:54
Til hamingju píratar, eiginlega er ég óvenjulega sáttur við þessa grein mbl, sérstaklega þegar ég les útúr því hvað ég sé ungur í anda að styðja ykkur :-)
Gegnsæi og lýðræði - frumforsendur í lýðræði.
![]() |
Píratar halda enn sjó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hlutlaus fréttamennska?
20.5.2015 | 09:41
Alveg er þetta nú merkileg fréttamennska mbl
Svona er einungis til þess fallið að móta þá heimsmynd sem mbl vill koma til leiðar. Hvað með allar hinar fréttirnar sem fengu ekki að gang að blöðunum en voru margfalt markverðari?
Hef þær efasemdir um 4. valdið að það hljóti að vera talsvert ofar í röðuninni, ef ekki efst.
![]() |
Bannar konum að nota WhatsApp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Frábær strákur
20.5.2015 | 09:14
Einmitt svona nokkuð langar mann til að fermingin tilvirki: að horfa útyfir eigin langanir og sjá heiminn í stærra og víðara ljósi. Ég tek ofan fyrir Viktor Andra Hermannssyni og þér Hermann: hans hegðun er þér og þínu uppeldi til sóma.
Gangi ykkur áfram sem allrabest
![]() |
Gaf allan fermingarpeninginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Merkileg kona Birgitta
19.5.2015 | 08:39
Merkileg kona Birgitta og vissulega manneskja sem ég ber mikla virðingu fyrir. Að snúa veikleika í sigur, ósigri í styrk og vanmætti í vöxt er ekki öllum gefið. Og ég er sammála því að við verðum og þurfum að breyta kerfinu. Geri hennar orð að mínum: Ef þú vilt lifa í lýðræði verður þú að taka þátt í því. Það er vinna og hún er erfið en hluti af daglegri rútínu okkar,
![]() |
Birgitta: Ég var ljóti andarunginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.5.2015 kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
150 ára?
29.4.2015 | 08:22
Merkilega ruglingsleg grein, byrjar fremur ótrúlega og lítur út fyrir að vera kostuð af lyfjafyrirtækjum. Leiðin til langlífis er m.ö.o. að taka inn 100 mismunandi lyf (af nógu er að taka t.d. frá GlaxoSmithKline, Alvogen, Actavis eða Roche) fara reglulega til lækna (sem eru jú í vissum skilningi útrétta hönd lyfjafyrirtækjanna) og teka síðan allar bólusetningar sem eru í boði.
Eðlilega er hann (að eigin mati) þannig bæði óhæfur til hjónabands og barneigna . Og síðan óvæntu endalokin: öldrun tengist ekkert lyfjunum heldur efnahag, félagslegum og hegðunarlegum þáttum.
Eins gott að hann passi sig á bílunum ...
![]() |
Ætlar að verða 150 ára gamall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |