Meiri aularnir ...
28.11.2015 | 08:37
á tímum þar sem 3 heimstyrjöldin virðist vofa yfir, flóttamannastraumar kaffæra Evrópu, Tyrkland/Rússlandsdeilan, Sýrland í klessu, Úkraína í klessu, Afghanistan í klessu, ISIS heldur landsvæðum í helgreipum með vopnum frá USA ogTTiP samningurinn setur rétt stórfyrirtækja yfir rétti þjóða
á tímum þar sem svo ótal margt þarfnast úrlausnar ráðast þessir tölvutótar á stjórnarráðið og þá vegna þess að við veiðum nokkra hvali???
Þykir mér athyglisverð forgangsröðun og ekki til þess fallin að auka orðstír þessara fólks.
En kannski er ég að vekja athygli þeirra á mér ...
Síður stjórnarráðsins enn niðri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Þessi "samtök" eru bara samansafn verktaka
sem gera árásir gegn greiðslu
Merkilegt að Píratar séu að verja þetta
sérstaklega þar sem þessi "samtök" eru einnig að dreifa gagnagíslatöku óværu sem dulkóðar öll gögn og krefjast greiðslu fyrir endurheimt
Grímur (IP-tala skráð) 28.11.2015 kl. 09:07
Hvenær hafa píratar varið skemmdarverk?
Píratar eru fylgjandi því að internetið sé frjálst til að hægt sé að nota það á uppbyggilegan hátt, en ekki til skemmdarverka.
Þó að ekkert hafi verið skemmt og engu stolið í þessari árás, er það samt skemmdarverk að hindra aðgang að lögmætum vefsíðum, auk þess að brjóta gegn íslenskum fjarskiptalögum.
Píratar styðja ekki slíkt framferði.
Grímur hafðu staðreyndirnar á hreinu í stað þess setja fram tilhæfulausar fullyrðingar sem enginn fótur er fyrir.
Guðmundur Ásgeirsson, 28.11.2015 kl. 14:23
Ákveðin þversögn felst í þessu hjá þér Guðmundur. Ef internetið er frjálst er líka hægt að nota það til skemmdarverka. Ef bara er hægt að nota það á ´uppbyggjandi hátt´ er einhver sem skilgreinir hvað telst ´uppbyggjandi´ og hvað ekki. Taka píratar slíkt að sér?
Ragnar Kristján Gestsson, 28.11.2015 kl. 14:53
Það er algjör óþarfi að snúa út úr.
Kjötheimar eru frjálsir og þá er hægt að nota til skemmdarverka. Það þýðir samt alls ekki að við séum fylgjandi slíkri hegðun, heldur þvert á móti. Það sem ég átti við með því að við viljum hafa netið frjálst er að ekki skuli ritskoða það eða hindra aðgang að því umfram það sem almennt gildir í kjötheimum. Við höfum til dæmis öll rétt á frjálsri för um landið okkar og öll jafnan rétt til að nota samgöngumannvirki eins og vegi, brýr og hjólastíga.
Internetið er samgöngukerfi, og þar eiga að gilda sambærileg lögmál. Engin þversögn felst í því. Þannig eigum við öll að hafa jafnan rétt til eðlilegra afnota af internetinu. Það breytir samt engu um það að ólöglegt hátterni eins og að skemma og stela, er að sjálfsögðu líka ólöglegt á internetinu og því ekki heimilt að nota það þannig.
Píratar taka það ekki að sér að skilgreina hvað má og má ekki, hvort sem er í kjötheimum eða netheimum, heldur gerir Alþingi það með lagasetningu. Í tilfellum þar sem talið er að lög hafi verið brotin skera dómstólar úr um slíkt og kveða á um viðurlög. Þetta hélt ég að allir vissu sem hefðu náð fullorðinsaldri.
Samkvæmt fjarskiptalögum er óheimilt að nota fjarskiptakerfi til að trufla eðlilega virkni tölvukerfa, eins og var gert í nótt við vefi stjórnarráðsins. Núgildandi fjarskiptalög voru sett árið 2003 og samþykkt á Alþingi af Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki, Samfylkingu og Frjálslynda flokknum, gegn atkvæðum VG.
Árið 2003 voru píratar ekki til sem stjórnmálahreyfing.
Guðmundur Ásgeirsson, 28.11.2015 kl. 15:47
Alls enginn útúrsnúningur hjá mér Guðmundur og slappaðu bara ögn af. Píratar eru þátttakendur í umræðu og lagasetningum í kjölfarið á Alþingi og taka þannig beint (og óbeint utan Alþingis sem stjórnmálasamtök) þátt í þróun Internetsins. Þú ert einmitt sjálfur kominn af léttasta skeiði og veist þetta vel.
Sjálfur er ég fylgismaður frjáls Internets en það sem ég var að tala um og fór e.t.v. ögn framhjá þér er að ekki er bæði hægt að hafa frjálst internet, og að gera það þannig úr garði að ólöglegt athæfi þrífist þar. Bendi þér á umræðuna um ACTA, CISPA TTiP og á slóðir eins og www.battleforthenet.com
Það var nú allt og sumt, óþarfi að hrökkva í varnargírinn fyrir pírata - nú og eða Anonymous...
Ragnar Kristján Gestsson, 28.11.2015 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.