Hefur heimafæðing enga kosti framyfir spítalafæðingu?

Mikið óskaplega er þetta illa unnin grein og full af villandi upplýsingum.  Nú vill svo til að 5 af 6 börnunum mínum hafa fæðst heima svo ég hef aðeins annan sjónarhól á þetta en fram kemur í greininni.  Sakna mikið hins pólsins í þessari heitu umræðu Mbl hér - að einhver ljósmóðir svari þessari gagnrýni og bendi að auki á ókosti fæðingar á sjúkrahúsi framyfir heimahúsi.  Það er flötur sem kemur hérna hvergi fram.
Flestar aðrar þjóðir sem ég þekki eitthvað til hafa stórt hlutfall heimafæðinga líklega 5-6% sem er miklu hærra en þekkist hérna.  Hérna eru enn fáar ljósmæður en að sama skapi bæði færar og reyndar og hafa stutt okkur hjónin með ráðum og dáð.  

Yfirlæknirinn segir að tvöfalt meiri hætta sé á nýburadauða í heimafæðingum en á sjúkrahúsum.  Hætta á nýburadauða er um 0.01% á sjúkrahúsi (also hverfandi) og í heimahúsi 0.02%.  Tvöfalt meiri áhætta?  Tölfræðileg blekking - í raun sáralítill munur.
 
Að konur stefni lífi barnanna sinna í hættu með heimafæðingum er ekkert annað en hreinræktuð læknalygi sem byggir fyrst og fremst á viðhaldi stofnsins - læknaklíkunnar.  Greinin hefst með annari mjög hæpinni fullyrðingu: að vandamál komi upp við fæðingar hvar sem þær eiga sér stað.  Auðvitað er þetta rétt upp að ákv. marki en bæði eru ljósmæður þjálfaðar til að takast á við þessi vandamál og að auki eru mörg þessi vandamál fyrirséð og þær mæður sendar á sjúkrahús.

Reynsla okkar hjóna og margra sem við þekkjum er að róin og friðurinn sem fylgir því að eiga í heimahúsi er margfalt þess virði að reyna hann.  Að auki færir það hjónin saman á þessháttar náinn máta sem ég efast að náist annarstaðar.
mbl.is Heit umræða um heimafæðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband