Eyðing Sódómu?
23.3.2010 | 18:46
Kemur mér kannski ekki svo á óvart
, ha?
Sódómu lokað vegna reykskemmda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Var þá Batteríið einhverskonar Gommóra, eða eru fleiri svona atvik kannski í burðarliðnum?
Guðmundur Ásgeirsson, 23.3.2010 kl. 19:17
Tja, ég ætla ekki að lýsa verknaðunum á hendur mér - en þú hittir naglann á höfuðið hvað hugrenningatengsl mín varðaði
Ragnar Kristján Gestsson, 23.3.2010 kl. 20:33
Rosa sniðugur, ha? Mér finnst það ekkert gamanmál að tónleikastaðir eyðileggist og með þeim hljóðfæri og græjur sem kosta sjálfsagt mörghundruð þúsund og hafa persónulegt gildi fyrir eigendur. En hey, frábært að einhver getur skemmt sér.
K. Fenrir (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 20:48
Hey, ert þú ekki þessi með úlfinn...? En slappaðu annars bara af, líklega varst það ekki þú sem valdir þetta nafn á staðinn, nafn sem er tengt sögu úr Biblíunni.
Ragnar Kristján Gestsson, 24.3.2010 kl. 21:54
Fyrra nafnið mitt er Kristján, herra brandarakarl, og ef þú ætlar að reyna að vera með nafnabrandara skaltu hafa það á hreinu að það var enginn sem hét Fenrir með úlf heldur hét úlfurinn sjálfur Fenrir. Ég veit vel að ég valdi ekki nafnið, og ég kannast sæmilega við söguna af Sódómu og Gómórru. Mér finnst þetta bara ekki efni í brandara því að ég veit til þess að menn misstu muni sem höfðu tilfinningalegt gildi fyrir þá, til dæmis missti einn hljóðfæri sitt sem hann hafði erft eftir föður sinn.
K. Fenrir (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 22:18
Kristján: ég hef mikla samúð með þeim sem töpuðu persónlegum eigum í þessum bruna. Þó við séum að gantast með nafngiftir í fíflagangi hér á blogginu, þá er það alvarlegasta við þetta að nú er komið í ljós að um íkveikju var að ræða. Það er sorglegt þegar menn grípa til slíkra óyndisúrræða, og alltaf einhver sem tapar á því.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.3.2010 kl. 02:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.