Heggur sá sem hlífa skyldi
17.4.2016 | 10:19
Það hlaut að koma að því að ég yrði sammála yfirmönnum Eimskipa. Gríðarleg skammsýni hjá Reykjavíkurborg að allir séu skornir niður við sama trog. Mér dettur í hug í þessu samhengi þegar Gídeonmönnum var vísað úr húsi fyrir að vilja gefa námsefni til trúarbragðafræðslu, Nýja Testamentið. Vegna þess að allskonar lífsskoðunarhópar flykktust að og vlldu fá að segja frá sinni lífssýn datt Reykjavíkurborg ekkert betra í hug en að banna allar heimsóknir. Reyndar voru innan ´Besta´ Flokksins einstaklingar í áhrifastöðum sem voru persónulega andvígir kristni og getur verið að það hafi litað ákvörðun Borgarstjórnar. Angi af þessari ákvörðun er núna að koma niður á hjólreiðaöryggi ungmenna.
@Sigrún Björnsdóttir (... í hvaða flokki situr hún annars?): Getum við ekki snúið við og farið að sjá þetta í ögn víðara samhengi???
![]() |
Ólafur Hand gagnrýnir Reykjavíkurborg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |