Er ekki maðurinn óttalegur kjáni?
3.8.2012 | 13:24
Í sjálfu sér gott og blessað að láta reyna á lagasetningar stjórnvalda og sjálfur tek ég ofan fyrir aðgerðasinnum per se en maðurinn hefur einfaldlega rangt fyrir sér. Kannski vegna kannabisneyslu. Kannabis veldur eins og mýmörg önnur efni breytingu á skynjun (víma) og þessi breyting breytir fólki til langframa við áframhaldandi neyslu. Hún gerir fólk líka t.d. van- eða óhæft til aksturs ökutækja og það eitt og sér getur leitt til þess að það valdi öðrum skaða, hættu eða tjóni. Breyting á félagsleg hegðun og atferlismynstri getur kannski líka talist til tilfinningalegs skaða, hættu eða tjóns fyrir fjölskyldur neytenda og aðra aðstandendur. Upplýst ákvörðun spilar þar enga rullu frekar en hjá neytendum áfengis eða annara vímugjafa. Að öðru leiti bendi ég á SÁÁ eða NA hópa
![]() |
Reykti kannabis í alþingisgarðinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |