EKKI BEND´Á MIG... SAGÐI FRAMKVÆMDASTJÓRINN

Eiginlega hefur lestur þessa doðrants sem ég hlóð mér niður af Alþingi sýnt mér eitt: þarna voru sverð Íslands, skildir þess og sómafólk búið að galopna vasana og munnana og sat hver um kjötkatlana eins og byr gaf.
Og núna á þessum pósthrunstímum stígur hver á fætur öðrum fram fyrir skjöldu og fyrrir sjálfan sig ábyrgð.  „Það vorum ekki við-heldur hinir, upplýsingarnar sem okkur bárust voru rangar.“  „Við vorum dregnir inn í ríkisstjórn á fölskum forsendum - allt var þeim að kenna sem stýrðu á undan okkur (en þá vorum við sko í stjórnarandstöðu).“  „OK, ég viðurkenni að við vorum smá meðvirk gagnvart brothættri ímynd fjármálakerfisins - but so...?)

En veistu hvað minn ágæti Skúli?  Svona er ekki iðrast.  Þegar maður iðrast horfir maður fyrst á bjálkann í eigin auga, þannig sér maður betur til að ná til flísinnar hjá hinum.  (Þetta gildir að sjálfsögðu líka fyrir hina ;-))  Þið þvoið nú ykkar þvott og útskýrið fyrir okkur hvaða baktjaldamakk var í gangi með viðskiptaráðherran sem þó var ykkar eigin maður?  Hann fékk 83 síðna plagg sem þú ættir að lesið vel að er ekki fullt af pólitísku skotum á hina flokkana.  Það líðist ekki lengur að þykjast ekkert hafa vitað og ekkert hafa grunað - þú varst framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar 2006-9 og þykist ekkert hafa vitað um hvað var að gerast í íslensku þjóðlífi þennan tíma?  Ég vissi meira úr blöðunum og las þó stopult.  Þessi pólitíska sjálfréttlæting er það sem kom okkur hingað - núna þurfum við krafmeira þvottaefni.  Öll Pressugreinin hér.


mbl.is Treysti um of á fyrirliggjandi upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegur Geir

Hann kom sorglegur fyrir í fréttunum í gær umkringdur þessum dökkbláu leiktjöldum.  Skýrslan talaði einmitt um þetta heilkenni: sjálfsréttlæti, oflæti og stórmennsku í stað iðrunar og vilja til að horfast í augu við sinn hlut.  Það er of mikil einföldun að hún sé tæk að segja að bankahrunið hafi verið bönkunum að kenna.  Talsvert nær sannleikanum er samsuða þeirrar hugmyndafræði sem bankarnir störfuðu eftir (sú stefna sem FLokkur Geirs er fulltrúi fyrir) og hins gamla bölvalds mannkyns: græðgi.  Formaður FLokksins kallaði þetta reyndar áhættusækni en þar er eins og bóndinn sagði: lítill munur á kúk og skít.
mbl.is Bankahrunið var bönkunum sjálfum að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. apríl 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband