Færsluflokkur: Mannréttindi
Opið bréf til Amnesty International
6.1.2020 | 15:56
Þótt bloggið sé ekki í lóðbeinu framhaldi af fréttinni læt ég slag standa:
OPIÐ BRÉF TIL AMNESTY INTERNATIONAL
(líka sent beint til þeirra)
Sent í kjölfar undirskriftaákalls þeirra dags 6.3.2020, einungis 3 dögum eftir aftökuna á Íranska generálnum Qasem Soleimani.
Úr ákallinu: Skrifaðu undir núna og kallaðu eftir því að íslensk stjórnvöld veki athygli á stöðu mannréttinda í Íran og krefjist aðgerða á alþjóðavettvangi.
Óskaplega er ég hissa á þessum eilífa undirlægjuhætti ykkar gagnvart Bandaríkjunum. Þegar mannréttindabrot eru framin um gjörvalla heimsbyggðina, set ég stórt spurningarmerki við þá pólitísku réttlætingu og kattarþvott sem þetta síðasta aðgerðaákall Amnesty hefur í för með sér.
Þegar ákvörðun Bandaríkjaforseta að beita dróna (fjarstýrðum leynimorðingja) til að taka háttsettan herforingja erlends ríkis af lífi ógnar hnattrænum friði - eruð þið ykkur meðvituð um þann pól sem þið takið í hæðina með aðgerðarákalli ykkar?
-Hvaða kröfu gerir Amnesty gagnvart aðalatriðum í samskiptum sjálfstæðra ríkja? Augljóst er að mannréttindi eru brotin víða á vesturlöndum, þ.m.t. í USA, svo eðliegt er að spyrja hvaða utanríkispólitík samtökin fylgi? M.ö.o. hvernig sé forgangsraðað í aðgerðaákalli samtakanna.
-Þykir ykkur eins og USA í góðu lagi að leika löggjafa, dómsvald og framkvæmdavald í málum annarra ríkja með svo afgerandi hætti sem varð í Íran? (Ég fordæmi írönsk stjórnvöld fyrir allskyns mannréttindabrot, EN sný samt ekki blinda auganu að þessu enn stærra vandamáli sem snertir alla heimsbyggðina, þessum RISAVAXNA bleika fíl sem troðfyllir stofuna.)
-Þykir ykkur e.t.v tilgangurinn helga meðalið þegar USA finnst það fullkomlega réttlætanlegt að senda dróna til að sprengja fólk í heimalandi sínu, eins og gerðist þegar þeir tóku Soleimani af lífi þann 3.1.2020?
Að lokum bið ég ykkur þess að taka mig út af póstlistanum ykkar.
Viss um að Íranar muni ráðast á bandaríska hermenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pútin rífur í ljóðin
1.12.2019 | 22:47
Orðin góð stund síðan ég hef skrifað eitthvað hérna en þessi skemmtilega ásáttarvilla kom mér í gírinn. Það er nefninlega svo fátítt að eitthvað skemmtilegt og jákvætt er sagt um Pútín. Yfirleitt þykir blaðamönnum, teinréttum af siðfágun eða einhverjum enn áhugaverðari hvötum, þessi þjóðarleiðtogi vera fremur einfaldur í sinni karlmennsku.
Þannig að þegar hann er sagður rífa í ljóðin (á líklega að vera lóðin, geri ég ráð fyrir) sá ég hann fyrir mér grípa í bók eftir Púshkin eða Majakovskí og rífa hana beinlínis í sig. Hver veit, ekki sá ég dagatalið.
Pútín sýnir mjúku hliðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kynjafræðin og skólarnir
25.7.2018 | 09:14
Mjög áhugaverð umræða er að skapast innan framhaldsskólanna um fyrirbærið Gender sem hefur verið kennt innan kynjafræðinnar. Leitt að SÍF hafi ekki notað tækifærið sem hinn hugrakki formaður þeirra bryddaði uppá, til að rannsaka eða skoða rannsóknir annarra um þetta pólitíska hugtak.
Davíðs Snær birtir grein sína á Vísi þar sem hann telur (að því er mér þykir) réttilega að kynjafræði sé pólitískt innblásin hugmyndafræði.
Ég hef fjallað um þessi gerfi-vísindi hér
og eins er rétt að skoða kjarnyrta greinaröð Evu Hauksdóttur hér
Að lokum er sjálfsagt að heyra hvað kanadíski sálfræðiprófessorinn Jordan Peterson hefur um málið að segja. Íslenskir fjölmiðlar fjölluðu því miður frekar háðuglega um komu hans hingað 4. og 5. júní sl.Nema reyndar foringjarnir í Harmageddon. Sjá hér og hér
Hér er viðtal við Peterson hjá LIFE um "The Gender doctrine"
Þáttagerðarmaðurinn og grínistinn Joe Rogan hefur rætt við Peterson um þessi málefni. Sjá hér.
En þetta er náttúrulega bara sett fram hafi einhver í raun áhuga á að kynna sér hina hlið fyrirbærisins.
Formaður SÍF rekinn úr stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gagnameðferð stórvelda
5.7.2018 | 08:02
Bara svo enginn fari í grafgötur um söfnun einkamála þá eru Bandaríkin langefst í þessu með NSA í fararbroddi margra jafningja. Síðan mætti nefna Facebook sem hafa orðið viðurkennt að starfa með stjórnvöldum og að selja hæstbjóðandi upplýsingar. Ógleymdur er Google sem bókstaflega gerir út á þessi mið með sérstaklega ábatasömum hætti.
Sjálfsagt að halda þessu til haga, samanburðarins vegna.
Notuðu Fan ID til að finna ræningja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hin ólíku andlit Ísraels
13.5.2018 | 09:10
Og í gær bárust fréttir af loftárásum Ísraela á Palestínu.
Læt fylgja krækju frá rt.com fyrst Mbl birtir engar upplýsingar.
Margítrekaðar loftárásir Ísraela í N-Gaza á Beit Hanoun
Er þetta kannski hluti af ´fjölbreytileikanum´ sem Netta er að prísa?
Ísrael vann Eurovision | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég er líka hugsi
10.5.2018 | 09:43
Ég er mjög hugsi yfir viðbrögðum stjórnarmanns í Hörpu sem er hugsi yfir viðbrögðum formanns VR yfir græðisvæðingu og launamisrétti sem við gengst í ofurdýra og ofurhannaða ofurhúsinu við höfnina.
Er hugsi yfir því að hann átti sig virkilega ekki á því misrétti sem stjórn Hörpu hvetur til og tekur þátt í. Í stað þess að skoða úrskurð kjararáðs og fylgja honum, möo. að fylgja því sem er að gerast í íslensku launaumhverfi, kýs hann að bera fyrir sig nauðsyn þess að fylgja erlendum straumum í launaveitingum. Upplifir hann virkilega að nú sé 2008 launaumhverfi? Er ekki árið 2007 honum ofar í huga?
Og að lokum, ætti ekki það erfiðasta sem stjórnandi lendir í að vera rúinn trausti, spilandi staurblindur í fílabeinshörpuna sína, frekar en að einhver bendi honum á hvernig fyrir honum er komið svo hægt sé að aðlaga sig?
Tek síðan að gefnu tilefni að ofan fyrir formanni VR sem er farinn að haga sér eins og sannur verkalýðsforingi. Engin furða þótt sillkihúfurnar verði hugsi enda langt síðan að verkalýðsforingjar réðust til starfans sem þorðu að rísa upp og standa með sínu fólki.
Hugsi yfir viðbrögðum formanns VR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fordæmisgefandi persónuvernd
8.5.2018 | 18:18
Nú þykir mér persónuvernd frekar mikið mál. En ekki eru allir sama sinnis. Maður mér nákominn spurði mig hvort ég hefði svona mikið að fela, hvatti mig til að vera bara með hreint mjöl í mínu pokahorni. Sama virðist hafa verið uppi á teningunum hjá velflestum Facebooknotendum þegar nú á dögunum upp komst um strákinn Tuma (sem flestir reyndar vissu) að Zuckerberg hefur þénað sér gullrassinn á sölu upplýsinganna um notendur Facebook. Eins og líka Google á sama máta. Fólki virðist hreinlega standa á sama. Enda fíkniefni seld þarna og sjálfsagt margt annað sem ég vil ekki einusinni heyra af.
En annað merkilegt gerist þegar netleitað er að ´privacy (persónuvernd) og sem Wikipedia orðar svo:
Privacy is
the right not to be subjected to unsanctioned invasion of privacy by the government, corporations or individuals (Persónuvernd er rétturinn til að verða ekki viðfangsefni óleyfilegrar innrásar yfir mína persónu af völdum stjórnvalda, fyrirtækja eða einstaklinga.) Fyrst engin félög eru þarna þrýstihópar (persónuvernd er þarna óvirk stofnun í þágu þess hóps sem mestri upplýsingasöfnun beitir) eru það bara kjörnir fulltrúar sem standa að þessu? Þarna rís upp píratinn í mér og verð að viðurkenna að mér er það illmögulegt að sjá bandalag Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar koma þessum málaflokki í höfn. Verst að Birgitta sé farin.
Nýtt persónuverndarfrumvarp á næstu dögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Önnur útskýring
8.5.2018 | 08:07
Gleðst yfir trú Trentons og foreldra hans. Oft er hið óútskýranlega einmitt þessi æðri kraftur sem streymir um æðar okkar.
Hinsvegar var það líffæraskiptin sem vöktu áhyggjur og óhug minn. Einmitt þetta er martröð margra, í eina tíð hét það ´kviksettur´ og það var þegar læknavísindin voru aftar á merinni en í dag. Hinsvegar,ólíkt sem þau telja sér trú um (sama gilti raunar á miðöldum), eru þau víðsfjarri því að vera óskeikul. Eins og dæmin sanna. Hef alltaf haft fyrirvara á umræðunni um ætlað samþykki og get því bara tekið undir þær efasemdir sem til staðar eru varðandi bráðræði í framkvæmd líffæragjafa.
Heiladauði er alls ekki til.
Hann er uppfinning ígræðslufræðinnar.
Prófessor Franco Rest
Vaknaði úr dái á síðustu stundu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athyglisvert myndband
7.5.2018 | 10:29
Það verður efalaust áhugaverður fyrirlestur Dr. Jordans Peterson í Silfurbergssal Hörpunnar dagana 4. og 5. júní nk. Langaði að hafa þetta brot úr viðtali breska blaðamannsins Cathy Newman við Petterson í janúar 2018. Þetta brot hefur verið kallað ´Ha, Gotcha´ af ástæðum sem koma fljótlega fram í viðtalinu:
Berst gegn öfgum og ofstæki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fjölmiðlalygar frá Sýrlandi
29.4.2018 | 21:45
Ég rakst nýverið á myndir sem Saudíski ljósmyndarinn Abdel Aziz Al-Atibi tók og fóru "viral" á netinu. Þetta voru uppstilltar myndir sem hann tók af dreng liggja milli tveggja steinhrúga en sagan sagði vera sýrlenskan dreng liggja milli látinna og grafinna foreldra sinna. Myndirnar og sagan fóru eins og eldur í sinu um heimsbyggðina uns sannleikurinn tók að koma í ljós. Hér ein frétt frá Indipendent sem segir frá falsinu.
Sjálfsagt að skoða hlutina í samhengi og kyngja ekki öllu hráu sem fjölmiðlarnir segja. Því frekar sjaldgæft er að blaðamenn geri mikið til að sannreyna nokkuð sem kemur út fréttastofunum, hvort sem þær heita AP, Tass eða Reuter. Sjálfsagt að velta þeirri hugmynd hvenær fjölmiðillinn megi kallast lygafjölmiðill, þegar hann er sekur um að bera út lygi eða bara þegar hann beinlínis býr lyginni búning.
Átök milli Sýrlandshers og sveita sem Bandaríkjamenn styðja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |