Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Aumkunarverð hryðjuverk

Hryðjuverkamenn sem skríða úr holum sínum, eyðileggja og vinna skemmdarverk í skóli myrkurs eru hvergi hátt skrifaðir, hvort heldur þeir eru Íslendingar, Bandaríkjamenn eða frá öðru enskumælandi landi (vegna tungumálsins sem var graffað).  Þeirra tungumál er eyðilegging og ótti.  Hvaða aktívistahópur skyldi kenna glæpinn við sig?  Mér dettur bara í hug einn hópur íslenskur sem gæti látið sér detta slíkt í hug.  Hvet gerendur til að lýsa verkinu á eigin hendur til að koma í veg fyrir misskilning.


mbl.is Skemmdarverk unnin á kirkjum á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skyldu- þetta og skyldu- hitt

Það virðist alltaf vera mönnum í áhrifastöðum eðlilegt að lögleiða eða jafnvel harðbanna ýmislegt.  Þannig hafa verið lögð á fólk höft og skyldur eins og áfengisbann og þegnskylduvinna þar sem allir (allir eru jafnir en sumir jafnari en aðrir) voru skornir við sama trog.  Allt í góðum tilgangi.  Metnum á þess tíma vogarskálum.
Ég hef áður bloggað um hvernig ofurvald lyfjafyrirtækjanna gerir pressuna á “að allir VERÐI ALLTAF að bólusetja sig” í hæsta máta varhugaverða.
Eins virðsta vera veigamiklar “second opinions” sem halda fram skaðsemi bóluefnisins á eðlilega virkni ónæmiskerfisins.  Margar síður til um þetta (sem Google á sjálfsagt eftir að gjaldfella með BS merkingunni sinni).
En þessi debatt um kvaðir v/s frelsi einstaklingsins til athafna, mun sjálfsagt halda áfram löngu eftir að ég og Þórólfur Guðnason erum gengnir.


mbl.is Ótímabært að skylda til að bólusetja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðið vestanhafs

Svona er nú lýðræðið í heiminum stundum.  Eða sjokkið sem vestrænir fjölmiðlar fengu yfir að þrátt fyrir allar sínar ´skoðanamótandi kannanir´hafi þjóðin vestanhafs tekið uppá því að kjósa yfir sig aðra leið en eigendur fjölmiðlanna vildu.  Eins og í Brexit.  Ólíkt og hjá Guðna.  En súru eplin eru alltaf til staðar í lýðræðinu.  Það verður forvitnilegt að fylgjast með hvað kanarnir gera.  Og ekki skal gleyma stóru yfirlýsingunum af hálfu hinna ýmsu þjóða.

Og hugsandi um þetta „pussy“ tal hans Trumps, eru allir búnir að gleyma hvert vindillinn hans Bill Clintons lenti?  Hvað hét snótin, Monika Lewinski eða eitthvað í þann dúr?


mbl.is „Ekki minn forseti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stríðsgyðjan Hillary?

Þarna er ég [sorglega] sammála Trump, bæði hefur Hillary lýst því yfir að það þurfi að stöðva Rússa, eins var hún ákafur stuðningsmaður Írak stríðsins sem var, eins og allir muna, hafið á grundvelli upploginna ásakana.  Og sem startaði ISIS og öllum þeim mannlegu hamförum sem hrista nú Evrópu.
Grein hér í Huffington Post kallar hana frambjóðanda stríðsvélarinnar vegna óskilyrts og ákafs stuðnings hennar við hergagnaframleiðendur.

En ég rakst á þessa ágætu mynd sem er eins og töluð út úr mínu hjarta.

forsetakjör USA


mbl.is Stefna Clinton valdi heimsstyrjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hillary og veikindin

Nú er ég af því sauðahúsinu sem er fullviss að Hillary er samt verri kostur af þeim tveim kandídötum (og er þó tvísýnt).  Mér þykit það t.d. býsna örlátt af þessum 66% sem telja hana heiðarlega þrátt fyrir sterkan orðróm um tengsl hennar við fjármálastofnanir og stórbanka.  Sumir segja hana lítið annað en handbendi þeirra og hergagnaframleiðenda.
En kostulegast er nú samt að sjá hvað hún virðist vera tæp.  Andstæðingar hennar tala um hvort þetta sé manneskjan sem fólk vilji sjá við kjarnorkuflaugaræsihnappinn.  En myndbandið er áhugavert.


mbl.is Viðvörunarmerki um vanhæfi Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamansamur Pútín

Nú eru alltaf birtar myndir af Obama glaðhlakkalegum en Pútín fremur alvarlegum.  Ég datt um myndband af Pútín þar sem ólíkt léttari mynd er dregin upp af Rússlandsforseta.  Sjálfsagt að gæta jafnræðis þegar kemur að brosandi leiðtogum (ath ekki nauðsynlega broslegum).


mbl.is Obama og Pútín ræða um Sýrland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kastljós og Jóhannes Kr.

Var það ekki öllum ljóst frá upphafi???  Í alvöru?  Ekki er Kastljos sérlega vant að virðingu sinni þegar kemur að skúbbum.

Blogg frá 11.5 um málið sem viðauki


mbl.is Tóku ekkert tillit til upplýsinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

okurverð einokunarfyrirtækja

Á tímum þar sem frjálst flæði peninga á að einkenna viðskipti er þetta merkileg tímaskekkja.  Skoðaði t.a.m. sl sumar möguleikann á að nota https://www.izettle.com/ sem leið en … það er ekki leyfilegt innan þess ramma sem VALITOR setur. Merkilegt fyrirtæki sem leikmanni virðist vera ofar í fæðukeðjunni en löggjafinn.


mbl.is Má ekki nota eigin posa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

... bíddu ha?

Hvernig er það... ef þú ert bólusettur þá færðu ekki veikina sem þú ert bólusettur fyrir, rétt? Hvað kemur það þér við hvort aðrir eru bólusettir eða ekki? 

Og... ef þú ert EKKI bólusettur þá færðu bara veikina og getur sjálfum þér um kennt. Og þá færðu veikina ekki aftur.  Sem er líka gott, ekki satt?

Veikir innflytjendur koma af stað faraldri: Hljómar ögn eins og áróður sem Trump kom af stað til að styrkja stöðu sína gegn Hillary


mbl.is Óbólusettir valda mislingafaraldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blekking Hillary

Stærsta blekkingin sem Hillary heldur á lofti er að hún sé fulltrúi kvenna.  Hillary er fyrst og síðast fulltrúi fjármálaaflanna í ofurbönkunum (t.d. Goldman Sachs) og á Wall street. Hinsvegar er hún snjall pólitíkus sem telur reynir hér að telja konum trú um að það eigi að velja eftir kyni en ekki hugsjónum.  Ósvinna er þegar feminisminn ryður jafnréttinu úr sæti.

 


mbl.is Söguleg stund fyrir konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband