Eintómir framsóknarmenn
10.8.2017 | 12:58
Í kjölfar könnunar var því haldið fram nýverið að það væru einkum framsóknarmenn sem væru búnir að fá sig fullsadda af ferðamönnum á Íslandi.
Annað tveggja eru því framsóknarmenn (eða lagsmenn þeirra í pólitík) svona víða, nú eða að vandinn er víðtækari. Hér eru bankar seint og síðarmeir farnir að draga hælana með lánaveitingar til hótelbygginga og eins sjá bílaleigur fram á að skuldadagar nálgast hraðar en óskandi væri. "Offjárfestingar" var held ég orðið og það mitt í bullandi uppganginum.
Tískuráðherra
1.8.2017 | 10:22
Hugmyndir eru margar hverjar ágætar sem hugmyndir, rétt eins og hugmyndafræði. Hinsvegar rétt eins og langur vegur er frá hugmyndafræði að veruleika, eins getur fögur pæling reynst vera ljótur lortur þegar á koppinn er kominn.
Í áréttingunni (vel að merkja ekki ´Afsökunarbeiðninni´) vippar Sólveig vinkona Bjartar fram hverri feminíku klisjunni á fætur annarar til að hylja þennan kapítlíska gjörning: "Þjóna íslenskum konum, karlrembukúltúr, þrátt fyrir æsku og fegurð ..." blablabla.
Ekkert nýtt við að huggulegar konur selji föt, ekkert nýtt við að fólk mis-(noti) aðstöðu sína til þess. En ekkert gott við það samt. Dettur hún Ívana Trump í hug í fyrstu atrennu.
Enda þótt umhverfisráðherra hafi gott auga fyrir því umhverfi sem þjóni sölumennskunni þá er það samt sorglegt að konurnar hafi ekki jafn gott auga fyrir eigin dómgreindarleysi, kannski vegna pólitísku réttsýnigleraugnanna.
Til hagnýtis fyrir hverja?
25.7.2017 | 08:22
Ég man eftir að hafa heyrt af þessum flögum í umræðunni í bráðum 20 ár og hefur alltaf verið tengd við orvellska framtíðarsýn þar sem stjórnendum allra landa er gert kleyft að athuga og rannsaka ferðir og neyslumynstur neytenda hnattrænt. En það er fróðlegt að skoða hvað mannskepnan lætur (eða ekki) hafa sig útí og ég hvet alla til að skoða þetta og mynda sér skoðun hvaða leið sé æskileg að samfélög fari. En hafa þó í huga myllumerkin:
#mannréttindi, #vistun_persónuupplýsinga, #friðhelgi_einkalífsins, #einstaklingsfrelsi, #persónuvernd, #einkalíf, #skrásetningarmiðlar
Áhugavert er sérstaklega að skoða gagnrýnar síður umfram þær sem selja hugmyndina t.d.:
http://www.spychips.com/what-is-rfid.html
Og enn styður Benedikt bankana
22.6.2017 | 23:41
Það að draga úr reiðufé er fyrst og fremst liður í því einkaleyfi á flutningi fjármuna sem Benedikt hyggst afhenda bönkunum á silfurfati. Sá fyrirsláttur að þetta stöðvi svart hagkerfi dugar skammt því það sem gerist er að aldrei framar verður aur færður innan þessa kerfis öðru vísi en að bankinn taki af því færslugjald og þjónustugreiðslur og vinnslugjald og vaxtabótaskilmálagjald og endurnýjunargjald og vistunarþóknun og upplýsingagjald og Og Benedikt er röskur að afnema allt það sem Frosti Sigurjóns barðist fyrir í síðustu ríkisstjórn, nokkuð sem var e.t.v. það róttækasta sem hefur verið reynt í íslenskri fjármálapólitík síðustu ára. Og ábyggilega það sem nýttist hinum almenna borgara best.
![]() |
10.000 króna seðillinn úr umferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Frakkland og lýðræðið
19.5.2017 | 07:57
Áhugavert hvernig það land sem startaði lýðræðisvæðingu með byltingu, óttast í dag að bylting endurreisi lýðræðið. Vel að merkja það lýðræði sem fæst við meirihlutakosningu, ekki ræði þeirra sem stjórna fjölmiðlum og stjórnmálaflokkum í valdi fjármuna.
Er byltingin búin að éta börnin sín?
![]() |
Voru með leynilega áætlun gegn Le Pen |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
snjallsímafíkn
16.4.2017 | 10:30
Nú hlýtur einfaldlega greinin í Morgunblaðinu að hafa verið ítarlegri og betri en þessi takmarkaði stúfur sem mbl.is birtir. En maður veit aldrei.
En fyrir þá sem vilja auka skilning sinn á þessu vandamáli þá er hérna (líklega) greinin sem einhver þýðandi snaraði úr fréttaskeyti frá fréttaveitunni AFP (eru þýðendur á lægri launum en blaðamenn?). Ég fæ raunar ekki séð að Scientific Reports sé tímarit heldur gagnagrunnurinn nature.com Hvað um það. En síðan fylgja hérna 4 aðrar greinar úr sama grunni og greinarnar frá nature.com
Daily touchscreen use in infants and toddlers is associated with reduced sleep and delayed sleep onset
https://www.nature.com/articles/srep46104
Analysis of circadian properties and healthy levels of blue light from smartphones at night Áhugaverð grein seem fjallar um neikvæð áhrif á svefn í kjölfar lækkunar melantóníns af vegna ljóssins af sjallsímaskjám
https://www.nature.com/articles/srep11325
To use or not to use? Compulsive behavior and its role in smartphone addiction Áráttuhegðun og hlutverk hennar í snjallsímafíkn.
http://www.nature.com/tp/journal/v7/n2/full/tp20171a.html
Og síðan til áherslu, tvær greinar sem fjalla um vanda í kjölfar svefntruflana
Narcolepsy
https://www.nature.com/articles/nrdp2016100
Association between sleep duration and overweight: the importance of parenting Grein um tengsl milli svefns offitu: mikilvægi uppeldis.
http://www.nature.com/ijo/journal/v36/n10/full/ijo2012119a.html
![]() |
Snjallsímabörn sofa minna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Varúð - innköllun á kaupsýslumanni
13.4.2017 | 08:13
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vekur athygli á innköllun á fyrrverandi forstjóra Samskipa, fjárglæfra eh kaupsýslumanninum Ólafi Ólafssyni vegna afbrotahættu. Forstjórinn fyrrverandi hefur leikið lausum hala frá liðinni öld. Lagt er til að hann verið innkallaður. Greint er frá þessu á vef Alþingis.
Í tilkynningu frá nefndinni kemur fram að ástæða innköllunarinnar er sú að fjármunir bankanna og þar með íbúa landsins geta horfið í vasa hans og þar með valdið skaða á eiginfjárstöðu landsmanna.
Neytendur ættu þegar í stað að fjarlægja öll tengsl við þennan innkallaða einstakling og hafa samband við nefndina til að athuga möguleika á varanlegri innköllun hins gallaða manns.
![]() |
Ólafur Ólafsson óskar eftir fundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sértrúarsöfnuður
25.3.2017 | 22:45
Á Hvítasunnukirkjan að vera sértrúarsöfnuður? Þá er nú aldeilis nálaraugað farið að þrengjast. En ætli þessi flokkun trúfélaga sé komin frá Mbl eða strákunum?
![]() |
Rauðhærður í sértrúarsöfnuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Æi, ekki núna ...
21.3.2017 | 19:42
Núna fer Landlæknir offörum og heimtar allsherjarbólusetningu á alla, þingkonur Sjálfstæðismanna krefjast þess að allir óbólusettir séu fluttir útí einhverja eyju utan alfaraleiðar og blöðin fyllast af hryllingssögum af hvernig þetta var. Ojæja. Þessi 95% bólusettra er þó væntanlega öruggir gegn veikinni.
![]() |
Mislingar staðfestir á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jafnréttismál salernanna
28.2.2017 | 07:35
á því jafnréttismáli að klósett séu kynlaus
Hjá mér í vinnunni í einni deildinni hefur hópur kvenna barist fyrir því að fá sér kvennaklósett (jafnréttiskrafan!!!) og nefna ólík þvaglátsbrögð karla og kvenna; karlmenn hafi þann [leiða] ávana að hafa þvaglát standandi en konur viðhafi þá eðlislægu kurteisi að sinna sínum málum sitjandi. Í tilviki karlana myndist dropar og annar óþverri á setunni því þeir séu ofan í kaupið svo óforskammaðir að lyfta ekki upp z-unni fyrir athöfnina.
Líklega hafa forstöðumenn litlu jafn-réttisdaganna í HÍ aldrei komið á grasrótarkynningu til mín. Hvort þetta heiti að svífa um í teoríunni?
![]() |
Kynlaus klósett í Háskólanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |