Money talks - bullshit walks
16.3.2011 | 14:22
Þessi stefna sem við erum að reyna að hvetja til endurskoðunar á, er bakfiskurinn hjá Bretum. Viljum við ganga í eina sæng með þessum öfgum?
N E I við E U
![]() |
Ofurríkir fá afslátt af landvistarreglum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Morgunblaðið og klámið
14.3.2011 | 10:24
Við fjölskyldan búum við ströndina og horfum gjarnan út á hafið, þekkjum vel styrk þess og afl, höfum sé brimið ganga yfir sjóvarnargarðinn og löðrið í sunnanáttinni baða mæni húsanna hérna í þorpinu. Við settumst því saman við mbl.is og horfðum dolfallin á afl og vald flóðbylgjunnar sem engu eirði í Japan á föstudaginn var. Það sem fór hinsvegar í taugarnar á mér voru þessar ófjölskylduvænu auglýsingar sem birtust alltaf í byrjun hverrar fréttar. Eftir að hafa horft á nokkrar þeirra var ég farinn að kalla skjámyndina niður á meðan þær hljómuðu. Samt náði elsti strákurinn minn að reka augun í eitthvað sem vakti forvitni hans: Pabbi hvað er milf? Hann sló því inn hjá StartingPage og var kippt inn í viðbjóð klámheimsins við litla hrifningu okkar foreldranna. Okkar fyrstu viðbrögð voru að nota þetta tilefni til að herða síuna á leitarvélinni. Á sama tíma og leitarvélar bjóða flestar uppá leit sem útilokar klám (StartingPage, Google, Yahoo geta hindrað pornografískt efni af öllu tagi), hvernig má það vera að mbl.is beinlínis dæli yfir notendur netblaðsins auglýsingum sem innihalda klámtilvísanir?
Nú þykir mér fyrirtækið RING sem auglýsir með þessu móti, frekar ómerkilegt og dytti sjálfum aldrei í hug að hafa viðskipti við fyrirtæki sem stílar sér innihaldslaust inná "lifestile" og hip-og-kúl unglinga sjálfu sér til framdráttar. En öðru máli gegnir um Morgunblaðið: væri ekki hægt að halda þessum ófjölskylduvæna hluta ritstjórnarstefnunnar innan Monitors og leyfa okkur sem þætti ágætt að losna undan honum - að ... einmitt já, losna undan honum?
Ég sendi þetta sem bréf til ritstjórnar mbl og þegar/ef ég fæ svar pósta ég það hinað inn.
Hvað drepur býflugur?
12.2.2011 | 21:44
Það var einu sinni haft eftir Albert Einstein að ef býflugur hyrfu af yfirborði jarðarinnar ættu mennirnir ekki nema 4 ár eftir ólifuð. Engar býflugur, engin frjóvgun ... ekkert mannkyn. Enda þótt það sé eitthvað á reiki hvort það hafi verið Albert sjálfur eða einhver annar sem hafi í raun sagt þetta breytir það engu um hættuna sem mannkynið stendur frammi fyrir við dauða býflugnanna. í raun hefur dauði býflugnanna verið rakinn til margra ólíkra hluta sem ógna umhverfi okkar og náttúru: hnattrænnar hlýnunar, skortdýraúðunar og ekki síst geislunar vegna GSM mastranna. Hvet ykkur til að skoða síðuna bloggað um rafsegulmengun þegar fram líða stundir.
En býflugurnar sjá um mest alla frjóvgun jurta og án þessarar frjóvgunar þarf að grípa til einhverra annarra leiða. En þetta ætti að kveikja einhvern ótta í brjóstum þeirra sem þekkja lykilhlutverk býflugna í vistkerfum heimsins. En ef við veltum fyrir okkur þessum þáttum sem eru taldir orsaka dauða býflugnanna þá eru ofangreindir þeir sem oftast eru nefndir - allir eiga þeir rætur að rekja til okkar mannanna á einn eða annan máta. Gott og vel, hnattræn hlýnun er eða er ekki orsökuð af brambolti mannanna á plánetunni bláu en örugglega hinir tveir þættirnir.
![]() |
Dularfullur býflugnadauði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Betri Hawkins
12.1.2011 | 11:39
Kynntist Tim nokkrum Hawkins í dag og deili gjarnan kunningskap mínum með honum.
Hérna er t.d. nokkuð skemmtilegt myndband sem heitir: I don´t drink beer.
Annars er þessi Hawkins talsvert í uppistandinu og gerir það bráðvel, meira: www.timhawkins.net
Áfengissýkin heimtir fórn
13.12.2010 | 18:07
![]() |
Deila um Guð kostaði tvö mannslíf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Google er mjög ósvalt
28.11.2010 | 17:11
Ég er hinsvegar einn af þessum mönnum sem forðast að nota Google en ekki vegna þess að ég hafi óhreina samvisku heldur vegna þess að ég vantreysti þeim sem safna upplýsingum um samferðafólk sitt, hvort sem við köllum þá Stazi eða Smettiskruddu. 250 þúsund þjóðverjar eru ósáttir við að fyrirtæki græði peninga að birta af þeim myndir. Ég gleðst því yfir því að aðilum fari fjölgandi sem vilja hag persónuverndar sem mestan og hvet fólk eindregið að styðja slíka aðila.
Hvet fólk til að leita á netinu (t.d. með frontpage.com sem hvorki geymir leitina né tengir hana við IP-tölu vélarinnar þinnar) eftir aðilum sem styðja t.d eftirtalda hluti: persónuvernd, friðhelgi, einkalíf, neytendamál, einstaklingsfrelsi ofl.
![]() |
Aðdáendur Google grýttu eggjum í þýsk heimili |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að kefla sannleikann
13.11.2010 | 15:46
Af hverju er þetta þá bannað ef það er satt? Væri ekki nær að leita sannleikans heldur en að binda allt í reglugerðir?
![]() |
Drykkur frá My Secret innkallaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
þjóðþrif
30.10.2010 | 14:22

![]() |
Brenna sjö tonn af fíkniefnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
ástralskur gnarr
28.10.2010 | 07:40

![]() |
Húðflúrað kynfæri á bak vinar síns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Súpandi áfengt þjóðfélagsseyði?
22.10.2010 | 19:36
Ungir eru þeir sjálfstæðismenn sem hafa ekki áttað sig enn á því hvernig þjóðfélög virka. Mjög ungir. Því að öll eru við býsna mikið tengd hverju öðru og jafnvel meira en við fyrstu sýn. T.d. er það vissulega á herðum borgarbúa og jafnvel þjóðarinnar ef Bermúdaskál eins verður að vandræðum annars. Nú getur hver sem er skoðað tölur SÁÁ um fjölda innlagna vegna áfengisneyslu, sjálfsagt eru til opinberar tölur hjá sjúkrahúsum og tryggingafélögum um tjón og slys af völdum áfengisneyslu og ábyggilega eru ófáir sem hafa lent í því, eins og Einar borgarfulltrúi komst að orði: að skitið og migið sé í garðinn hjá því. Ég þekki fólk í Grjótaþorpinu sem segja þetta reglulegan viðburð um helgar.
En auðvitað á fullorðið fólk að vera fullfært að taka ákvörðun um neyslu sína, ekki satt?
![]() |
Afhentu Einari Erni áfengisstefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |