Misskilningur Dags Gnarr
28.9.2013 | 14:05
Mesti misskilningur Dags Gnarr virðist í þessu máli vera að gangbrautin eigi að tákna litríki Reykjavíkur. Auðvitað er hér um að ræða ögrandi gjörning þar sem Reykjavíkurborg tekur afstöðu með mannréttindahátíðinni Glæstum Vonum og gegn Guðsréttindahátíðinni Hátíð Vonar. Markmiðið virðist mér að fólk á leið á Hátíð Vonar gangi eftir regnbogabrautinni á leið sinni á hátíðina. Svona svipað og þegar konungur var látinn beygja sig undir Hvítbláinn í kjölfar fánamálsins 1913.
Ég spyr mig hvort þetta sé verkefni stjórnvalda gegn erlendum gestum - hvaða skoðanir sem þeir kunna að hafa? Og jafnvel þótt Gnarr sé yfirlýstur andstæðingur trúarinnar (og hafi sent páfa bréf á latínu og allt) - sæmir þetta kjörnum fulltrúum borgarinnar? Og hvað með mannréttindi Guðsbarnanna - af hverju eiga þau að víkja fyrir mannréttindum fylgismanna samkynhneigðra?
![]() |
Regnbogabrautin lögð á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimafæðingar frábærar
23.9.2013 | 21:27
Alveg er það nú ótrúlegt þetta horn sem læknisfræðin hefur í síðu heimafæðinga og starfs ljósmæðra almennt. Öll börnin mín nema það fyrsta hafa fæðst heima. Allar skoðanir höfðu verið framkvæmdar á spítalanum og allt lá nokkuð ljóst fyrir. Deyfð ljós, kerti og róleg stemning, tvær ljósmæður sem höfðu gefið sér tíma og kunnu þá list að taka sig til baka þegar aðstæður kröfðust. Voru samt alltaf til staðar. Kann þessari starfsstétt bestu þakkir fyrir.
Annars er samanburður hæpinn við USA, hér er allt annað heilbrigðiskerfi en þar, ljósmæður hafa betra og mikilvægara nám að baki og eru í allt öðru samstarfi við fæðingardeildir en í Bandaríkjunum. Síðan eru fjarlægðir ennþá miklu styttri á sjúkrahús hérlendis en ytra - ef eitthvað ófyrirséð kemur upp. Í raun jafn stuttar og innan illmannaðra og oftroðinna sjúkrastofnana. Umræðan á Suðurlandi litast af ótta við enn frekari niðurskurð til heilbrigðisráðuneytið svo allir sunnlendingar þurfi að sækja t.d. fæðingarþjónustu til höfuðborgarsvæðisins. Vona samt almennt fyrir heilsugæslu og læknisþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins að ekkert verði af fyrirhuguðu hátæknisjúkrahúsi.
Hvet síðan alla verðandi foreldra til að taka reynslu framyfir menntun og tala við ljósmæður um fæðingar frekar en lækna .
![]() |
Segja heimafæðingar áhættusamari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt 25.9.2013 kl. 08:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)