Living on a Dime

Og fyrir þau okkar sem vilja spara aurinn án þess að henda krónunni bendi ég á ´Living on a Dime´síðuna.  Fréttabréfin fjalla um allt frá ódýrum uppskriftum til aðferða til að skera niður húshaldskostnað hvar sem er innan heimilisins.
Þau hafa núna t.d. free giveaway á bókum sem þau hafa gert, fyrstur kemur fyrstur fær - tilboðið gildir í dag og á morgun.
Living on a Dime
How to save money and get out of dept

Mæli með þessu, fréttabréfið ókeypis og yfirleitt fullt af ágætum hugmyndum.  Sumar hverjar eru reyndar óframkvæmanlegar hérna vegna annars menningarsvæðis en fróðlegt að vita hvernig þau leysa málin.


Málfrelsi í nýrri stjórnarskrá?

Það þykir mér merkilegt hvernig mál- og tjáningarfrelsið virðist túlkað.  Þegar Snorri sem er vissulega kristinn einstaklingur (og íbúi í kristnu samfélagi) birtir Biblíutexta í sínum frítíma við að verja málstað sinn og lífsgildi - hvernig í ósköpunum dettur fólki í hug að kalla það hatursáróður???  Þetta getur því ekki snúist um Snorra heldur um Biblíuna sjálfa.  Jafnvel þótt við sleppum Guði í umræðunni, hvernig komast stjórnvöld að þeirri niðurstöðu að Biblían, sem er grundvallarrit allra mannréttinda (Guð skapaði alla menn í sinni mynd), sé hatursáróður??? 

Þessum ofsóknum verður að linna.  Við verðum að geta tjáð okkur um hlutina, talað sama og komist að niðurstöðu.  Þetta er grunnur þess samfélags sem við lifum í og grundvöllur nýrrar stjórnarskrár, að við hefjum einmitt HVORKI galdrabrennur NÉ kristinnabrennur heldur ræðum um hlutina.  Við rekum ekki fólk fyrir að tala heldur fögnum því.  


mbl.is Trúnaður ríkir um mál kennara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

skjaldborg um laun stjórnmálamanna

Æi, þarf að segja eitthvað meira um þetta?
mbl.is Laun forsætisráðherra hækkuðu um 217 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Business as usual (NTC og WC)?

Þetta var nú einmitt það sem útrásarvíkingarnir gerðu og almenningur hélt ekki vatni yfir: hvernig hægt var raka að sér peningum enda þótt gengið væri yfir lík á siðlausan máta.  Og það sem mér finnst eimitt FKA gera er það sama, að snúa blinda auganu að lákúrunni og uppsögnunum, en mæra Mammon.  Og þar erum við komin aftur til 2007.  
Að virkja kraft kvenna inna sinna raða?  Títtnefndur Egill „rassandlit“ var sjálfsagt gæfuspor margra þessara kvenna, enda þótt þær hafi losað sig við hann umsvifalaust þegar brestirnir í leikmynd Gilzeneggers þóttu ekki lengur kjútt og „mainstream“.  
En það sem mér finnst þó bíta hausinn af skömminni er talfæri þeirra Hafdísar (WC) og Svövu (NTC) og co þegar þær veita ja.is verðlaun án þess að blanda sér neitt í mál sem lúta að rekstrinum.  Bara svo lengi sem konur eru við stjórnvölinn og „meika-ða“ þá skiptir engu máli hvaða leiðir eru farnar til þess né hvaða ímynd þær gefa af sér við það.  Jafnvel þótt þær geri kynsystur sínar atvinnulausar í nafni hagræðingar og gróðaaukningar.

Mætti kannski nefna það í framhjáhlaupi að þær auglýstu á dögunum nýtt námskeið um sölutækni og markaðssetningu.  Það hét „gætirðu selt ömmu þína“.  Kannski þetta komist einhverntíman í sögubækur sem dæmi um afleiðingar ósvífins kapítalisma og þverrandi viðskiptasiðgæðis.
mbl.is Tilkynnti úrsögn úr félaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband