Mín hjartans bæn
18.11.2008 | 18:05
Heilagi Jesús
Ég tilheyri ekki lengur mér heldur þér
Settu mig þangað sem þú vilt,
Eftirláttu mér samvistir með þeim sem þú vilt.
Láttu mig starfa, láttu mér þolinmæði í té.
Taktu ekki vandamálin burt frá mér, gefðu mér heldur styrk og visku til að leysa þau.
Notaðu mig fyrir þig eða settu mig til hliðar fyrir þig.
Reistu mig upp fyrir þig settu mig niður fyrir þig.
Fylltu mig tæmdu mig.
Gefðu mér allt eða láttu mig ekki hafa neitt.
Af frjálsri ákvörðun og af öllu hjarta læt ég allt að þinni velþóknun og stjórn.
Og nú, dýrlegi og upphafni Guð, Faðir, Sonur og heilagur Andi þú ert minn og ég er þinn.
Verði það svo.
Staðfestu á himnum sjálfsfórn mína, eins og ég hef framkvæmt hana hér á jörðu. Amen.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
hvar fannst þú þessa bæn, og takk fyrir síðast.
kv.
Linda.
Linda, 19.11.2008 kl. 02:18
Amen!
Guðrún Sæmundsdóttir, 19.11.2008 kl. 21:26
Sæll og blessaður
Þakka þér fyrir að setja þessa fallegu bæn á vefinn.
Vertu Guði falinn
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.11.2008 kl. 02:12
Sælar og takk fyrir innlitið.
Linda: Þetta er líklega eins og útfærð æðruleysisbæn, til trúar og sjálfsuppgjafar. Heyrði hana í predíkun svissneska predíkarans Ivo Saseks og skrifaði hana upp. Ég hef þessa predíkun annars þýdda á MP3 og get sent þér hana ef þú vilt.
Ragnar Kristján Gestsson, 22.11.2008 kl. 08:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.