IVO SASEK fjallar um Konungsdrottnun Jesú Krists

í húsnæði Hvítasunnukirkjunnar á Selfossi, 7. nóv. kl. 20:00

Lifirðu í Kristi? Ertu í Honum? Er Hann í þér?

Fyrirlestur verður haldinn með Svisslendingnum Ivo Sasek föstudaginn 7. nóv. kl. 20.00 í húsnæði Hvítasunnukirkjunnar á Selfossi, Austurvegi 40 b (keyrt að bakhúsi við hliðina á Sjóvá).  Hann ætlar að fjalla um það þema sem virkar þungamiðju í þjónustu hans: Leyndarmál Krists (Kristur í okkur og við í Kristi) og hið lífræna líf í Jesú, svo notuð sé áfram líking Páls um okkur sem líkama Krists.  Ivo hefur sinnt fullri þjónustu í nánast þrjátíu ár, gefið út 17 bækur um ofangreint efni, er að auki 11 barna faðir.  Á myndinni til vinstri er hann með konunni sinni, Anni.  Enduruppbygging fjölskyldunnar í Kristi er annar hornsteinn kennslu Ivos, að fjölskyldan nái að þroska samband sitt við Guð og eignist þannig frið.  Ivo er fyrst og fremst þekkur í hinum þýsku-mælandi heimi, þar umsetinn sem gesta- og ráðstefnufyrirlesari. Það eru því sérstök forréttindi að fá hann hingað í annað sinn.  

 

IVO

Þjónusta Ivo Saseks er þverkirkjuleg, ótengdri ákveðinni kirkjudeild og hefur hann þjónað í hið minnsta 17 löndum.  Hér um ekki um að ræða neinn anga þjóðkirkju, fríkirkju né neins konar sértrúarsöfnuð af neinu tagi, heldur andlega hreyfingu sem vill tryggja ávöxt trúboðsins og hvetja til hagkvæmrar einingar, skuldbindingar og andlegs þroska kristinna.  Hann hefur leitt saman kristið fólk af ólíkum bakgrunni, kirkjudeildum og uppruna, og kennt hvernig hægt sé að vinna að sameiginlegum markmiðum með frið Krists sem

hinn eina tilgang.  Ivo hefur framleitt og leikstýrt 5 bíómyndum í fullri stærð, þeirri síðustu 2008 „Sophie“.  Í öllum tilvikum er um að ræða kvikmyndir með sterku kristnu yfirbragði og innihaldi. 

Umfjöllunin er öllum opin, verður á þýsku með íslenskri þýðingu og er að sjálfsögðu ókeypis eins og öll þjónusta Ivos.  Nánari upplýsingar er að fá hjá Ragnari og Hildi í síma 483·3239 / 824·3939 eða með spurningum á netfangið >berg44@simnet.is<.  Boðið verður uppá efni eftir Ivo og samræður að loknum fyrirlestrinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Guð blessi ykkur öll, ég komst því miður ekki á þennan fyrirlestur, ég hef svosem ekki verið mikið undanfarið að hlusta á erlenda prédíkara þar sem mikið hefur borið á villu meðal sumra þeirra. en þennan þekki ég ekki neitt. Vona bara að þetta hafi verið ykkur til blessunar. En hvað sem því líður þá upplifi ég friðinn og Guðsríkið í lestri Biblíunnar og bæn með undursamlegum hætti.

Guðrún Sæmundsdóttir, 3.11.2008 kl. 09:59

2 identicon

FYrirlesturinn er núna næsta föstudag (hann er semsagt ekki liðinn, Guðrún því þú segir komst?) þannig að við eigum eftir að njóta blessunar hans.  Ef þú hefur tekið eftir villu sumra þá er hann sammála þér.  Þegar við Ragnar kynntumst Ivo þá var ég hætt að fara í Kirkju vegna þess að ég fann að kirkjan mín sem ég var í hafði ekki hreinan boðskap og fyrst og fremst það  að það sem stóð í Biblíunni vorum við sem kirkja ekkert að gera (ég þar með innifalin). &#39;Eg var því leitandi að einhverju betra, bæði heima og í öðrum kirkjum. Ég fékk síðan Kasettu gefna með predíkun Ivo Sasek og þar fann ég fyrir dýpt sem ég hafði aldrei áður kynnst.  Við fórum á fyrirlestur með honum þar sem hann kom fram ásamt 10 börnum og eiginkonu og hóp sem starfar með honum. &#39;Eg hafði aldrei kynnst öður eins, ég fann og sá að þau voru að gera það sem biblían er að tala um og þeim fylgdi kraftur, friður og ró sem ekki hægt er að lýsa heldur bara upplyfa.  Þau bjóða líka upp á að þau séu heimsótt þar sem þau sjálf starfa og þar stemmir einfaldlega allt. Þú sérð Biblíuna verða að raunveruleika.  &#39;Eg (eiginkona Ragnars)og Ragnar höfum í 7 ár gengið þennan sama veg og finnum líf okkur taka stöðugum breitingum því vona ég að þú Guðrún reynir á þetta líka hittir okkur og hann á föstudagskvöldið.  Hildur

Hildur Jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 14:01

3 Smámynd: Agný

Takk fyrir líka en aðeins of langt fyrir mig....Kær kveðja Agný.

Agný, 3.11.2008 kl. 16:44

4 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

æji þarna hljóp ég á mig fyrirlesturinn er næsta föstudag. Guð blessi ykkur öll Selfyssingar og nágrannar

Guðrún Sæmundsdóttir, 3.11.2008 kl. 17:35

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Kraftur í ykkur á Selfossi.

Bið að heilsa trúsystkinunum.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.11.2008 kl. 23:29

6 Smámynd: Linda

Sæll Ragnar, þegar við komum yfir brúnna in á Selfoss, gefðu okkur leiðb. út frá því,  svo við villumst nú ekki sem komum.

 Guð blessun og kv.

Linda og Guðsteinn Haukur.

Linda, 6.11.2008 kl. 17:52

7 identicon

Sæl Linda!

Þegar þú ert komin yfir brúnna inn á Selfoss ferðu hringtorg og heldur aðalgötuna áfram (eins og þegar maður keyrir gegnum Selfoss) einhverntímann á hægri hönd kemur Sjóvá og Bónus. Hvítasunnukirkjan er á milli Sjóvá og Bónus í innkeyrslu á bak við Sjóvá húsið.

Okkur hlakkar mikið til að sjá ykkur!

Hildur (eiginkona Ragnars)

Hildur Jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 20:33

8 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Halló þið, smá viðbót, þið keyrið sumsé til vinstri miðað við brúna, aðra útkeyrslu út af torginu og aðalgötuna til austurs.

Ragnar Kristján Gestsson, 6.11.2008 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband