Er til önnur leið en leið helgunar og hreinsunar ???

Ég er ennþá að lesa „Kristnir píslarvottar,“ eftir Curt Björgquist í þýðingu Ásmundar Eiríkssonar sem Fíladelfía gaf út 1949.  Er kominn þar við sögu að árið er 284 og Diocletíanus er orðinn keisari í Rómaveldi.  Síðan stendur um hinar innri ástæður:


Þá miklu velsæld, er kristnir menn áttu við að búa, ár eftir ár, kunnu þeir ekki með að fara.  Eusebíus sýnir fram á, hvernig velgengnin og frjálsræðið meðal hinna trúuðu, hafði hægt og hægt opnað dyrnar fyrir léttúð og andlegum sljóleika.  Upphefð og virðing, er margir kristinir menn hlutu, hleypti af stað öfund og óvináttu bræðra á milli.  Af því leiddi deilur, nagg og ýmiss konar óvirðingar.  Forstöðumenn risu í gegn forstöðumönnum og söfnuðir í gegn söfnuðum. 
Þá leyfði Guð ofsóknunum að skella yfir.


Kirkjan þarna var ofsótt eins og kirkjan er ofsótt í mörgum löndum en óx samt mjög hratt.  Eftir að hafa heyrt bróður Yun (Heavenly Man/Himmelsbürger/man ekki hvað hún heitir á ísl) segja frá vexti húskirkjanna í Kína þrátt fyrir svakalega ofsóknir hlaut ég að skoða hvernig vesturlönd stæðu sig.  Man að Yun talaði um að stærsta vandamál sem vestræn kirkja stæði frammi fyrir væri velmegunin.  Svissnesku pastorinn Ivo Sasek talar ekki um annað en leiðir kristinnar kirkju út úr vandamálum velmegunar.  Ofsóknir á okkar kirkju eru fyrst og fremst vegna þess að við leyfum þeim að gerast – innri ástæður.  Hérna er enginn fangelsaður af trúarlegum ástæðum – einna helst að blogginu manns sé lokað vogi maður sér að kalla hlutina réttum nöfnum en allt gerist samt á mjög “faglegum nótum”.  Vegna þess að kristnir hér, ólíkt öllum ofsóttum kirkjum fyrr og síðar, taka einfaldlega þátt í öllu sukkinu með heiminum.  Þess vegna kemur aldrei til þess að Kristur tali um okkur eins og hann segir við föður sinn í Jóh 17.14:
Ég hef gefið þeim orð þitt og heimurinn hataði þá af því að þeir eru ekki af heiminm, eins og ég er ekki af heiminum.  ... (v.23)) ... ég í þeim og þú í mér svo að þeir verði fullkomlega eitt, til þess að heimurinn viti að þú hefur sent mig og að þú hefur elskað þá eins og þú hefur elskað mig.


Útlitslega séð skerum við okkur ekki úr, við eru jafn ofnærð (lesist: andleg og líkamleg offita) og heimurinn (nb. á vesturlöndum).  Við eigum jafnerfitt með að láta enda ná saman, við eyðum jafnmikið um efni fram.  Við þráum sama lúxusinn og leyfum okkur jafnmikið.  Börnin okkar hafa sama hlufall af ADHD og standa sig jafnilla (/vel) í skólunum.  Við vinnum jafn ofsamikið og eyðum jafnlitlum tíma með börnum og fjölskyldum.  Skilnaðir eru hjá okkur jafntíðir, fyllerí og sjálfsmorð líka. Við horfum á sömu sjónvarpsþættina og ræðum og rökræðum á sama máta.  Við getum skrifa fallega hluti á netinu en heimilin okkar og prívatlífið er jafn heltekið af einstaklingshyggju og jafn innihaldsrýrt og hjá hinum.  Þegar upp er staðið, frá hverju erum við eiginlega frelsuð?  Og af hverju ætti heimurinn að hata okkur þegar við stöndum okkur jú jafnilla og hann?  Salt jarðar?  Ljós heimsins?  Kannski spurning hvort Moggabloggið sé réttur grundvöllur fyrir umræðu af þessu tagi en ég veit ekki að hún eigi sér stað annarstaðar.  Þigg leiðréttingu fagnandi.

En ég vil ekki lengur taka þátt í þessu.  Höldum við virkilega ennþá að það sé til önnur leið en helgun og hreinsun?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flower

Að mörgu leiti er þetta er góð grein. Það er svo sem ekki okkur að kenna þó að við fæðumst inn í þennan heim eins og hann er og lærum það sem hann inniheldur þar sem hann er allt í kringum okkur. Svo er það hins vegar undir okkur komið hvað við tökum mikinn þátt. Heimurinn hefur breyst og enginn veit það betur en Guð. Ég held að Guð haldi ekki því sem fólk á gegn því heldur hvað mikið það vill eignast. Eins og staðan er í dag er þetta spurning um að vera sáttur við það sem maður á og þarf og ekki neitt umfram það. Svona blasir þetta við mér.

En mér finnst yfirgengilegt hvað margir söfnuðir í BNA eru ríkmannlegir og að fólk skuli troða eigin efnishyggju á Guð. En þegar maður predikar í sjónvarpi skiptir auðvitað öllu að líta vel út sem og sviðsmyndin því að þannig er maður trúverðugri er það ekki?

Flower, 25.5.2008 kl. 10:07

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Ragnar minn.

Mér finnst þessi pistill mjög góður og sannleikanum samkvæmur.

Við vitum að fólkið sem verður fyrir ofsóknum vegna trúar sinnar þrengir sér nær Jesú og er miklu meira blessað en megnið af okkur.

Við þurfum ekki að fara til Bandaríkjana til að sjá mammonsdýrkun. Nóg er af henni innan frjálsu safnaðana hér á Íslandi. Því miður.

Guð blessi þig og fjölskylduna.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.5.2008 kl. 12:16

3 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Þakka þér Flower, heimurinn er alltaf eins og hann er og eins og þú segir réttilega ráðum við hvað við tökum mikinn þátt í honum.  Mikil þátttaka (mikil græðgi) skilar sér aftur á móti í lítilli þátttöku í Guðs ríki enda andstæðir og ekki sameinandi pólar.  Þjóðfélagið er byggt upp á óánægju með það sem maður á, nýtni og nægjusemir er þjóðhagslega óhagkvæm - svona blasir þetta við mér líka.

Takk Rósa fyrir innlitið - Það var einmitt Mammonsdýrkunin sem ég vildi passa mig á þarna um daginn

Ragnar Kristján Gestsson, 25.5.2008 kl. 22:14

4 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Algjörlega hárrétt hjá þér Ragnar og löngu tímabær orð til okkar.

(Heavenly Man/Himmelsbürger/man = Himnamaðurinn stórkostleg bók.

Sorglegasta sem ég sé í kristna geiranum er þegar að prédikarar pastorar og söfnuðir hrópa til Guðs. " gerðu eitthvað nýtt"  "við viljum nýja smurningu" ég meina hvurslags rugl er þetta?

Guð er hinn sami og hann hefur alltaf verið, Stórkostleg náð hans er ný á hverjum degi og yfirflæðir, en hvað með fólkið? er það að helga sig til að komast nær Drottni? Það er alveg á hreinu að manneskja sem ver innan við 20 mínútur á dag í samfélag við Guð (bæn, lestur, lofgjörð) og er ekkert að vinna á akrinum getur ekki búist við mikilli smurningu. það þýðir ekkert að borga sjónvarpsstöð eða útvarpsstöð fyrir þessa hluti, hver og einn verður að virkja sínar talentur(hæfileika og aðstæður) til kristinboðs.

Guðrún Sæmundsdóttir, 1.6.2008 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband